Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 24

Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 24
Vinkona mín vorkennir mér fyrir að eiga ekki mína eigin fjöl- skyldu. Samt á ég tvö börn og bý með manni sem á þrjú. Svo er ég í sambandi við uppkomna dóttur fyrrverandi eiginmanns míns. Stjúptengsl af þessu tagi eru orð- in svo algeng að það er spurning hvort hugtakið kjarnafjölskylda, eins og það er venjulega skil- greint, eigi lengur við. Alltént er vorkunn óþörf. Bandarískar rannsóknir sýna að 70–75% þeirra sem skilja ganga aftur í hjónaband. Um 60% þeirra eiga börn úr fyrri sambúð. Hér á landi eru meðlags- greiðendur um 12 þúsund sem greiða með 15–16 þúsund börn- um. Þá eru ótaldir þeir sem fá barnalífeyri, en hann er m.a. greiddur með börnum sem misst hafa annað eða báða for- eldra sína. Auk þess eru þúsund- ir einstaklinga yfir 18 ára aldri í stjúptengslum. Þessar upplýs- ingar ættu að gefa nokkra vís- bendingu um fjölda stjúpfjöl- skyldna hér á landi. Stjúpfjölskyldan, þar sem ann- að eða bæði í sambúðinni eiga barn eða börn úr fyrri sambönd- um, er orðið mjög algengt fjöl- skylduform á Vesturlöndum. Mál- efnum stjúpfjölskyldunnar hefur þó hvergi verið veitt fullnægjandi athygli, t.d. er engar upplýsingar að fá um stjúpfjölskyldur í hag- tölum Hagstofu Íslands. Tómlæti, þekkingarskortur og óraunhæfar væntingar standa stjúpfjölskyldum fyrir þrifum. Þær eru nánast ósýnilegar í laga- setningu, samfélagslegum aðbún- aði og umfjöllun, nema í sam- bandi við dóma um misnotkun og ofbeldi. Stutt er við önnur fjölskyldu- form og þeim sýndur jákvæður skilningur, s.s. með foreldra- fræðslunni og fæðingarorlofi og hugsanlega öðrum fjárhags- legum stuðningi fyrir þá sem ættleiða börn, sem er auðvitað af hinu góða. En réttindi stjúpfor- eldra eru á hinn bóginn afar tak- mörkuð. Þeir eru t.a.m. skikkaðir til að veita stjúpbörnum sínum forsjá, en sviptir þeirri forsjá við skilnað án þess að hafa nokkuð um það að segja. Forsjársvipting er trúlega ekki algengari meðal annarra hópa en stjúpforeldra. Þekkingarskorturinn um stjúpfjölskylduna leiðir til þess að reynt er að líkja eftir fjöl- skyldum þar sem öll börn eru sameiginleg. En leikreglurnar eru aðrar, vítin til að varast ekki öll hin sömu. Í forrannsókn minni að MSW-verkefni í fjölskyldu- meðferð við HÍ kom fram að stjúpforeldrar kalla eftir for- dómalausri umræðu, fræðslu og viðurkenningu. Of algengt er að stjúpforeldr- ar krefjist skilyrðislausrar ástar og hlýðni stjúpbarna sinna þegar í stað. Svo og að gerð sé krafa um að stjúpforeldrar elski stjúp- börnin sín, jafnvel áður en tóm hefur gefist til að skapa tengsl. Þetta er líkast því að krefjast þess af manninum sínum að hann elski tengdamóðurina jafnheitt og móður sína frá fyrstu kynn- um! Óraunhæfar kröfur af þess- um toga geta orðið uppspretta ýmissa vandamál – og ekki síður ef samskipti við fyrrverandi maka valda ágreiningi og tog- streitu. Engar fjölskyldur eru lausar við vandamál. Hins vegar geta all- ar fjölskyldugerðir lifað heil- brigðu og innihaldsríku lífi sé tekið mið af réttum forsendum og byggt á styrkleikum og þeir efldir. Í ljósi þess er mikilvægt að viðurkenna stjúpfjölskylduna sem alvöru fjölskyldu en ekki plat – og ekki fara fram á að hún sé ná- kvæm eftirlíking hinnar hefð- bundnu kjarnafjölskyldu. Skorti viðurkenninguna og sé sjálfsmynd stjúpfjölskyldunnar neikvæð er hætta á því að hún leiti sér ekki aðstoðar eða ræði sín mál af ótta við að vera stimpluð „annars flokks“ og misheppnuð. Þá getur vandinn undið upp á sig uns fjölskyldan sér ekki aðra leið úr honum en að leysa sjálfa sig upp. Skilnað- ur í stjúpfjölskyldum er algeng- ari en í fyrsta hjónabandi. Um 60% endurgiftra skilja innan sex ára samkvæmt bandarísk- um rannsóknum. Ætla má að mörg hundruð íslenskra barna upplifi oftar en einu sinni á ævi sinni upplausn fjölskyldunnar. Bein fræðsla, stuðningur og ekki síst viðurkenning á stjúp- fjölskyldunni má telja mikil- vægt forvarnarstarf, enda til þess fallið að auka velferð þeirra sem henni tengjast, ekki síst barnanna. Mikilvægt er að stjúpfjölskyldan sé viðurkennd og henni gert hærra undir höfði í opinberri umræðu og samfé- lagslegum aðbúnaði. Víkja þarf fordómum og óraunhæfum væntingum til hliðar, því að stjúpfjölskyldunni verður ekki vikið til hliðar. Í samfélagi þar sem a.m.k. á sjötta hundruð pör skilja árlega er hún föst í sessi. Góðu fréttirnar fram að þessu eru þær að 40% stjúpfjölskyldna halda velli. Það er því fjarri öll- um sanni að þær séu dæmdar til að mistakast. Höfundur er stjúpa, félagsráðgjafi og ritstjóri, stjuptengsl.is Hið umdeilda frumvarp um breyt- ingu á útlendingalögum var sam- þykkt á Alþingi í apríllok og er nú orðið að lögum. Þrátt fyrir mikil mótmæli gagnvart ýmsum atrið- um frumvarpsins, eins og t.d. aldurstakmörkum fyrir veitingu dvalarleyfis fyrir maka Íslend- inga (24 ára reglu) eða lífsýnatöku innflytjendafjölskyldu, voru breytingar á frumvarpinu með minnsta móti. Þó má segja að frumvarpið hafi aðeins verið sam- þykkt til hálfs fyrst atkvæði skiptust til helminga milli stjórn- ar og stjórnarandstöðu. Það sem mig langar að benda hér á varðar ekki frumvarpið beint heldur nýtt fyrirbæri sem hefur birst í kringum það. Fyrst og fremst vil ég nefna þverpólitíska hreyfingu. Undir- skriftasöfnun sem Fjöl- menningaráð og Sam- tök kvenna af erlendum uppruna hófu, þróaðist í óvænta og jákvæða átt. Ungliðahreyfingar allra stjórnmálaflokka tóku þátt í söfnuninni ásamt mörgum vef- ritum sem eru vak- andi í þjóðmála- umræðu. Safnað var fjögur þúsund undir- skriftum og það á að- eins viku. Á sama tíma skrifuðu marg- ir um málið í ýmsa fjölmiðla. Sem einn af skipuleggjendum og inn- flytjendum vil ég hér þakka þennan stuðning. Mér hefur verið sagt að þetta sé í fyrsta skipti sem ungliðahreyfingar allra flokka sameinast um eitt málefni. Þetta eru því tímamót fyrir þær. Eins tel ég mikilvægt að muna að Íslendingar og innflytjendur tóku þarna höndum saman á jafn- rétttisgrundvelli. Varðandi framtíð umræðu um málefni innflytjenda er okkur hollt að muna að þau tilheyra ekki einum einstökum stjórnmála- flokki heldur eru þau í grunninn þverpólitísk. Innflytjendur standa víða í stjórnmálum en málefni þeirra tengjast mannréttindum, ýmsum hagsmunum íslensks þjóðfélags og ganga þvert á stjórnmálastefnur. Þverpólitísk undirskriftasöfnun sýndi okkur fram á það. Öll málefni innflytjenda varða bæði Íslendinga og innflytjendur og verður umfjöllun að vera á jafnrétt- isgrunni. Mikil- vægt er að kalla fulltrúa innflytj- enda til um- ræðna, t.d. þeg- ar um er að r æ ð a m e n n t a - mál eða atvinnu- réttindi. A n n a r s er hætta á að inn- flytjend- ur taki a l d r e i v i r k a n þátt eða telji sig geta lag- að sig að þ j ó ð f é - l a g i n u hér. S í ð a s t en ekki síst finnst mér glæsi- legt að innflytj- endur skuli hafa sýnt frumkvæði og látið til sín heyra. Fjölmenn- ingaráð og Samtök kvenna af er- lendum uppruna voru talsmenn frá upphafi. Ýmsir aðrir komu þar að, eins og Filiippínsk-íslenska félagið, Félag Nígeríumanna og Félag Víetnama. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta skref til þátttöku félaganna er varanlegt. Við erum vissulega á leið frá mál- leysi til þátttöku í lýðræðsiþjóð- félagi. Þar mun eftir sem áður gæta gagnrýni og hróss um ýmis- legt sem fyrir er, við viljum sýna ábyrgð okkar í samvinnu að bættu samfélagi þar sem við búum núna. Innflytjendamál hér á landi eru á tímamótum. Ég vona að þessi tímamót boði betri framtíð handa Íslendingum og innflytjendum. ■ 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR24 Aðför að myndlist á Íslandi Nú þegar niðurstöður liggja fyrir í málverkafölsunarmálinu, eftir margra ára rannsóknir og réttar- höld er ástæða til að vera hryggur og gramur. Ég tek skýrt fram að ég ætla ekki að viðra takmarkaðar skoðanir á sekt eða sakleysi sak- borninganna tveggja, heldur á málatilbúnaðinum og frekari framgangi málsins. Mér sýnist nýfallinn sýknudómur snúa frem- ur að formsatriðum og trausti sannanna en að greiningu á ætluð- um gerðum sakborninga (svo lög- fræðimál sé notað). Ég hef komið að málum þegar verið er að kanna fölsuð listaverk, bæði málverk og leirmuni. Fyrir fáeinum árum átti ég þess líka kost að skoða nokkur verk sem eignuð voru Kjarval og Mugg og höfðu verið seld á uppboðum eða á vegum gallerísins sem mest kem- ur við sögu fölsunarmálsins. Um var að ræða frumgerð verk en ekki verk þar sem einungis undir- ritun var breytt. Í öllum tilvikum var um svo augljósa fölsun á verk- um góðra teiknara/málara að ræða að myndirnar næstum æptu á mann. Myndirnar voru illa mál- aðar, teikningin barnaleg og auð- þekkjanlegur stíll og vandvirkni listamannanna víðs fjarri. Vissulega er nokkur ráðgáta hvernig einhverjir gátu talið um- rædd verk vera eftir listamennina. Og meira að segja á einu þeirra var undirritun Kjarvals svo viðvan- ingslega gerð að berlega hafði listamaðurinn aldrei komið þar að. Í þessum tilvikum þarf ekki sérfræðinga til að greina falsanir en auðvitað þarf þá til að staðfesta þær fyrir rétti. Þegar falsanir eru svona lélegar á að vera útilokað að rannsóknarniðurstöður eða mála- tilbúnaður standist ekki fyrir Hæstarétti. Nema eitthvað mikil- vægt sé að hvoru tveggja. Ég minnist líka eins málverks eftir Dana sem var sannanlega keypt sem slíkt í Danmörku og síðan selt á Akureyri sem verk ís- lensks listamanns en í millitíðinni fór það sannanlega aldrei úr eigu kaupandans á uppboðinu danska. Misminnir mig kannski? Er eitt svona dæmi ekki nóg til að alvar- leiki málsins sé býsna augljós? Geta svona dæmi komið í veg fyrir að einhverjir séu ákærðir eða jafnvel sakfelldir fyrir að falsa íslenska myndlistarsögu? Þegar þessi dæmi eru skoðuð og þess minnst að hugsanlega eru mörg hundruð fölsuð verk í söfn- um og í einkaeign á Íslandi, blasir tvennt við. Hvað svo sem segja má um rannsóknina og litla haldbærni hennar fyrir rétti (greinilega áfellisdómur yfir mörgu sem að rannsókninn lýtur), hlýtur að þurfa nýja og rétt vandaða rann- sókn á tugum ef ekki hundruðum verka. Ella er gengið að íslenskri myndlist af fullkomnu virðingar- leysi. Ella er veist illa að mynd- listinni, einungis fyrir gölluð formsatriði í réttarmáli. Enn fremur þarf að skera úr um, fyrir rétti eða með öðrum hætti, hver af þessum verkum eru fölsuð og hver ekki. Af öllum verkunum en ekki aðeins völdu úrtaki. Ekki kann ég að leggja til hvaða leiðir eru heppilegastar í þessum efnum og hvernig kosta beri þetta ferli. En það verður að ljúka því sem byrjað var á eða sitja uppi með óbragð í munni og tortryggnina ríkjandi þegar kem- ur að myndlistararfi margra ára- tuga síðustu aldar. Það bara geng- ur ekki. ■ ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM FÖLSUN LISTAVERKA ÆVINTÝRI GRIMS Tímamót í innflytjendamálum TOSHIKI TOMA PRESTUR INNFLYTJENDA UMRÆÐAN MÁLEFNI INNFLYTJENDA NÝIR ÍSLENDINGAR Innflytjendamál á Íslandi eru á tímamótum, segir greinar- höfundur. Varðandi framtíð umræðu um málefni innflytjenda er okkur hollt að muna að þau tilheyra ekki einum einstökum stjórnmálaflokki heldur eru þau í grunninn þverpólitísk. Innflytjendur standa víða í stjórnmálum en málefni þeirra tengjast mannréttind- um, ýmsum hagsmunum ís- lensks þjóðfélags og ganga þvert á stjórnmálastefnur. ,, Tómlæti, þekkingar- skortur og óraun- hæfar væntingar standa stjúpfjölskyldum fyrir þrif- um. Þær eru nánast ósýni- legar í lagasetningu, sam- félagslegum aðbúnaði og umfjöllun, nema í sambandi við dóma um misnotkun og ofbeldi. VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI UMRÆÐAN STJÚPFJÖLSKYLDUR ,, Er ég í platfjölskyldu?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.