Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 26
26 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT ■ JARÐARFARIR Þennan dag árið 1991 varð RajivGandhi, leiðtogi Indlands, fyr- ir sprengingu í Madras, höfuð- borg Tamil Nadu. Gandhi sem var 46 ára og fyrrum forsætisráð- herra Indlands var staddur á kosningaferðarlagi þegar sprengjan, sem var falin í blóma- körfu, sprakk með þeim afleiðing- um að 15 manns létu lífið. Árið 1987, í forsætisráðherra- tíð Gandhis, gerði hann misheppn- aða tilraun til að koma á friði á Srí Lanka. Hann sendi friðarsveit inn í landið en sá leikur naut ekki vin- sælda, hvorki í heimalandinu né annars staðar, og var ekki annað stætt en að senda liðið heim árið 1990. Óánægjan fæddi af sér hóp uppreisnarmanna sem bundust samtökum og skírðu sig Tamil Tiger. Meirihluti íbúa á Tamil Nadu tilheyrðu samtökunum sem voru strax grunuð um verknaðinn. Síðar kom í ljós að þetta var sjálfsmorðsárás og að einn kven- kyns meðlimur samtakanna hefði fórnað sér í árásinni. Var meðlim- um Tamil Tiger bannað að dvelja í Indlandi í ár eftir morðið. Dauði Gandhis var áfall fyrir heimsbyggðina og markaði enda- lok Nehru-veldisins sem hafði stjórnað Indlandi að mestu óslitið síðan Indland öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Gandhi hafði tekið við forsætisembættinu af móður sinni Indiru Gandhi en hún hafði verið drepin af eigin lífvörðum árið 1984. ■ Arngerður Björgvinsdóttir, Ásgarði 21, lést þriðjudaginn 20. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Guðjón Jónsson, Þrúðvangi 13, lést sunnudaginn 9. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gunnar Björnsson, Hornbrekku, Ólafs- firði, lést þriðjudaginn 18. maí. Ingvar Daníelsson, Hólabergi 76, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. maí. Hallmar Sigurðsson leikstjóri er 52 ára. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur er 50 ára. Edda gaf út bókina mína Þú get-ur hætt að reykja, milli jóla og nýárs og í tilefni reyklausa dagsins 31. maí langar okkur að heyra hvernig hefur gengið,“ segir Guð- jón Bergmann. „Því erum við að biðja fólk um að senda reynslusög- ur sínar á netfangið reyk- laus@edda.is eða með pósti á Eddu, Suðurlandsbraut 12. Við viljum sjá hvernig hefur gengið, því það er tvennt ólíkt að hætta að reykja eftir bók en að fara á námskeið.“ Bókin er byggð á námskeiðum Guðjóns, sem hann hefur verið með frá 1997. „Þegar ég byrjaði voru sex mánuðir frá því ég hætti og var uppnuminn af þessu. Síðan þá hefur mig aldrei langað til kveikja í og námskeiðahaldið hefur líka hjálpað mér. Aðalatriðið er að undirbúa sig vel. Ef maður hættir að reykja og heldur áfram að langa til að kveikja sér í löngu síðar, þá er það ekki líkamlegt, heldur bara vani. Eina leiðin til að verða frjáls frá þessu til frambúðar er því að breyta hugsunarhættinum og það er hægt.“ Besta reynslusagan verður birt í auglýsingu í blöðum á reyklausa daginn og allar sögurnar verða birtar á netinu. Guðjón segist vonast til að þessar sögur eigi eftir að verða öðrum innblástur til að hætta. „Það verða svo vegleg bókaverðlaun að eigin vali í boði. Mín reynsla eftir að ég hætti að reykja er að ég hef aldrei lesið eins mikið. Ég tók þá ákvörðun áður en ég hætti að vera alltaf með bók með mér. Ef mig grípur eirðar- leysi, þá gríp ég í hana þó það sé ekki nema í stuttan tíma.“ ■ SAMKEPPNI REYKLAUSI DAGURINN 31. MAÍ ■ Leitin að bestu reynslusögunni. Mikilvægt að undirbúa sig vel Það er nú búið að vera svo líf-legt í kringum mig að undan- förnu að ég var búinn að gleyma afmælinu. Það er í raun eins gott að ég var minntur á viðburðinn, því í framhaldinu getur maður kannski farið að skipuleggja eitt- hvað skemmtilegt,“ viðurkennir Þorsteinn Stephensen tónleika- haldari, aðspurður hvernig hann hyggst eyða afmælisdeginum sem er í dag. „Vinnan hefur haft forgang að undanförnu og ég geri ráð fyrir því að engin breyt- ing verði á, þó afmælisdagurinn sé runninn upp. Ég tek á móti stórsveitinni Pixies í dag og kannski má þess vegna segja að þeir strákar verði afmælisgjöfin mín í ár.“ Helgin verður annasöm hjá Þorsteini, en leiðsögumanna- túrar í félagi við bandarísku Smáálfanna taka við í framhaldi af komu sveitarinnar á klakann. „Dagskráin er í sjálfu sér ekki þaulskipulögð. Þetta ræðst allt af óskum sveitarinnar og svo líka hversu miklu fjöri þeir eru að leita eftir.“ Fyrri tónleikar sveit- arinnar verða haldnir á þriðju- dag og er enn hægt að nálgast miða, en uppselt er á seinni tón- leikana sem haldnir verða á mið- vikudag. Að lokinni Íslandsheim- sókn Smáálfanna, tekur við und- irbúningsvinna vegna AirWaves- hátíðarinnar, sem haldin verður hér í haust. „Þetta er ákveðin vinna en mjög skemmtileg. Við erum þegar komnir í samband við fjöldann allan af skemmti- legu fólki sem hefur hug á að koma og spila á hátíðinni. Við erum að raða þessu saman núna.“ Þorsteini er þó alsendis ókunnugt um allar leynilegar af- mælisveislur, haldnar sér til heiðurs. „Ef slíkt partí er í bí- gerð, hefur það farið ansi leynt. Reyndar er kærastan mín er- lendis, svo ég reikna ekki með miklum hátíðarhöldum, en kannski maður reyni þó að laum- ast í blóðugan afmælismálsverð með kvöldinu. Mér vitanlega hafa þó engir aðrir viðburðir verið skrásettir.“ ■ AFMÆLI ÞORSTEINN STEPHENSEN ■ er 37 ára í dag. Fær bandarísku Smáálfana að gjöf ROBERT MONTGOMERY Kvikmyndastjarnan Robert Montgomery var fæddur á þessum degi árið 1904. 21. MAÍ ■ ÞETTA GERÐIST 1840 Nýja Sjáland verður að breskri nýlendu. 1881 Clara Barton stofnar Rauða kross- inn í Bandaríkjunum. 1927 Charles Lindbergh lendir í París eftir að hafa flogið vél sinni, The Spirit of St. Louis, án millilend- ingar frá New York til Parísar. 1945 Leikarinn Humprey Bogart giftist leikkonunni Lauren Bacall. 1979 Elton John gerist fyrsta vestræna rokkstjarnan til að koma fram á tónleikum í þáverandi Sovétríkj- unum. 1980 Stjörnustríðsmyndin „The Empire Strikes Back“ er frumsýnd. 2000 Leikarinn Sir John Gielgud deyr 96 ára að aldri. RAJIV GANDHI Dauði Gandhis var áfall fyrir gjörvalla heimsbyggðina. Rajiv Gandhi lætur lífið LEIÐTOGI INDLANDS ■ Rajiv Gandhi, varð fyrir sjálfsmorðs- sprengingu samtakanna Tamil Tiger á þessum degi árið 1991 og lét samstundis lífið. 21. MAÍ 1991 GUÐJÓN BERGMANN Vill heyra reynslusögur þeirra sem hafa hætt að reykja. Með Pixies í farteskinu og blóðuga steik undir kvöldið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. JUDGE REINHOLD Leikarinn sem náði mestum hæðum í Beverly Hills Cop-myndunum er 47 ára í dag. 10.30 Ingibjörg Ólafsdóttir, áður til heimilis að Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.30 Gyða Jónína Ólafsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Ósk Guðrún Gestsdóttir, Sól- vallagötu 46, Keflavík, verður jarð- sungin frá Njarðvíkurkirkju, Innri- Njarðvík. 16.00 Friðrik Friðriksson, Birkiteigi 4c, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. ÞORSTEINN STEPHENSEN TÓNLEIKAHALDARI „Gleymdi eigin afmæli en fær erlenda stórsveit að gjöf“ „Ég myndi vilja heita Blær,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. „Mér finnst þetta nafn bara mjög fallegt og ég veit ekki um neina ís- lenska Blæ, nema í Brekkukots- annál. Í þessu nafni er svo mikil dulúð en samt er það svo mjúkt og draumkennt. Þetta er bara mjög fallegt nafn.“ HVAÐ VILDIRÐU HEITA...? [ DIDDÚ ]

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.