Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 28

Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 28
Víngerðarmaðurinn Robert Mondavi framleiðir mikið úrval vína sem mörg hver eru meðal dýr- ustu vína heims. Þessum heimsþekkta vínfram- leiðanda er þó ekki ofurverðlagning á vínum að skapi og vill að þau vín sem hann framleiðir séu á aðgengilegu verði. Það sést best á verðinu á Woodbridge-vínum hans sem á 1.190 kr. verða að teljast einhver albestu kaup í Vínbúðum hérlendis. Private Selection er miðlína Mondavi-vínanna og keppa við bestu frönsk- u vínin á markaðnum. Woodbridge Syrah eftir meistara Robert Mondavi er ræktað við höfuðstöðvar Mondavi á Lodi-svæðinu. Syrah-þrúgan þykir ásamt zinfandel henta kalifornískum aðstæðum einna best og þetta hafa Íslend- ingar löngu uppgötvað því vín úr þessum þrúgum eru jafnan söluhæst kalifornískra vína hérlendis. Syrah er upphaflega frönsk þrúga sem hefur verið ræktuð í Rónardaln- um frá dögum Rómverja og því er ekki að furða að franskar minningar vakni er bragð- að er á vínum úr syrah. Woodbridge Syrah er ávaxtaríkt með sætum tónum. Súkkulaði kallast á við krydd og þessi samblanda af sætu og krafti þýð- ir að vínið er jafnframt þurrt. Það er því úrvalsmatar- vín og stemmir best við bragðmikinn mat. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Robert Mondavi Private Selection North Coast er ræktað á helstu ekrum Mondavi í Napa-dalnum og Sonoma-sýslu í Norður-Kali- forníu. Flókið vín með vanillukeim og mjúkum tannínum. Mikið matarvín sem ræður við flest- an mat án þess að vera yfirgnæfandi. Er það í samræmi við þá hugmyndafræði Mondavi að vín eigi að vera elegant og með gott jafnvægi – ekki of kraftmikil og miklar berjasprengjur því fólk verði þreytt á því og eigi erfitt með að neyta vínsins eftir hálft glas! Af þessum sökum eru vínin oft borin saman við bestu vín frá Bor- deaux í blindsmakki, þau eiga fínlegheitin sameiginleg. Verð í Vínbúðum 1.690 kr Sjónvarpsgláp og nart eru samrýnd systkin. Nánast eins og síamstvíburar fyrir sumum. Og þótt ekki standi til sú algenga iðja að góna á imbakassann með hlaðborð veitinga við höndina, læðist nartþörf og svengd alveg jafn mikið að mönnum á kvöldin. Popp- korn er sígilt kvöldsnakk og sömuleiðis tortilla- eða kartöfluflögur með ídýfum. Þá neita fáir vænni kökusneið með kvöldkaffinu. Íslendingar eru hins vegar að tútna út. Ástæðan er of lítil hreyfing og freistandi úrval ódýrra og hita- einingaríkra skyndibita. Víst er eðlilegt líkamanum að krefjast næringar á öllum tímum, en nú þurfum við að herða okkur í betri lífsvenjum og velja hollan kvöldskatt. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, matvæla- og næring- arfræðingur hjá Lýðheilsustöð segir ávexti henta af- skaplega vel sem snakk á kvöldin, auk þess sem þeir eru mjög hollir millibitar. „Hvort heldur er að grípa einn ávöxt eða að skera þá niður í skál, til dæmis appelsínur, epli, perur og banana, en það eykur á fjölbreytnina,“ segir Hólmfríður og nefnir grænmeti sem úrvals kost líka. „Skera má niður gulrætur, gúrkur, blómkál, og jafnvel sellerí eða paprikur, og til tilbreytingar má útbúa ídýfu úr 10% sýrðum rjóma, jógúrti eða súrmjólk og kryddi til að hafa með því.“ Hólmfríður segir harðfiskbita henta sumum á kvöldin meðan öðrum henti betur að fá sér hrökk- brauð eða bruðu með osti eða kotasælu og papriku, svo ýmsir heilsukostir séu nefndir. „Popp sem er poppað heima úr matarolíu er ágætt nasl og miklum mun hollara en örbylgjupopp eða kartöfluflögur og snakk. Vatn er svo besti svaladrykkurinn og til til- breytingar er gaman að bera það fram með sneiðum af sítrónum eða appelsínum og jafnvel jarðarberj- um. Við getum minnkað neyslu gosdrykkja, og þar með sykurneyslu, með því að drekka meira vatn. Einnig má draga úr óhóf- legri kaffidrykkju með því að auka vatnsdrykkjuna,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekki sé gott að belgja sig út á kvöldin áður en farið er að sofa, en segir smá nasl geti verið ágætis kost þar sem ekki er heldur gott að fara svangur í draum- heima. Hólmfríður gefur lesendum uppskrift af ljúf- fengum ávaxtadrykk sem hugmynd að hollum kvöld- skatti. ■ Brauðteningar eru oft punkturinn yfir i-ið við salat- og súpugerð. Margir nota gamla brauðafganga en fyrir þá sem vilja meiri lúxus eða eru hreinlega óskipulagðari eru brauðteningarnir frá Merchant Gour- met tilvalinn kostur. Þá má líka nota sem snakk á undan máltíðinni. ! HÚSRÁÐ: APPELSÍNUREf þú kannt að meta ferskan og nýkreistan appelsínusafa geturðu látið renna heittvatn á appelsínurnar í smá stund áður en þú kreistir þær. Þá nærðu meiri safa úrþeim. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 sími 566 6103 YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Íslendingar eru að tútna út: Hugmyndir að hollum kvöldskatti Hólmfríður Þorgeirsdóttir segir alls ekki óhollt að narta hóflega á kvöldin, en að valkosturinn verði að vera í hollari kantinum. KVÖLDÁVEXTIR Í GLASI 2 appelsínur 2 bananar, eða aðrir ávextir sem til eru á heimilinu 1 dós drykkjarjógúrt með jarðarberjum eða einhverju öðru mikið af klaka sett í blandara og smakkast ákaflega vel Vín vikunnar Meistari Mondavi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.