Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 29
3FÖSTUDAGUR 21. maí 2004
„Uppáhaldsmaturinn minn er allt
sem er grænt og vænt, meðal annars
grösin úr fjöllunum í kringum mig.
Ég nota þau mikið bæði fyrir mig og
gestina mína,“ segir Anna Dóra Her-
mannsdóttir, jógakennari sem rekur
ferðaþjónustu á Klængshóli í Skíða-
dal. Hún borðar allan mat en þykir
hann bestur sé hann úr einhverju
hollu og helst öllu lífrænu. „Ég er
einmitt að fara að snæða heimabök-
uð speltbrauð með jurtum úr fjall-
inu. Það er uppáhaldsmaturinn minn
í augnablikinu,“ segir hún þar sem
hún situr við eldhúsborðið á Klængs-
hóli að morgni dags. Grösin kveðst
hún hafa þurrkað í fyrra, segir hún
þær vera rjúpnalauf, blóðberg og að-
albláberjalyng. „Það er ýmislegt
hægt að nota sem gefur gott krydd-
bragð og brýtur upp þetta hefð-
bundna,“ segir hún. Hún kveðst líka
laga allskonar jurtaseyði og segir
gestum sínum þykja spennandi að
smakka þau. „Maður þarf bara að
vita hvernig best er að blanda grös-
unum saman svo drykkurinn verði
ekki beiskur,“ segir Anna Dóra og
gefur heilræði í lokin. „Það er afar
gott að nota saman vallhumal, pínu-
litla mjaðurt sem gefur sætt bragð
og setja smá fjallagrös útí. Þetta er
hin besta blanda, bæði fyrir lundina
og ég tala nú ekki um ef einhver
kveflumbra er að læðast í mann.“ ■
[ UPPÁHALDSMATUR ]
Grænt og vænt
Þær eru vægast sagt girnilegar, nýju, ítölsku Zeta-sælkeravörunar sem
Nóatún býður nú Íslendingum á matborðið. Bæði eru umbúðirnar lát-
lausar á áberandi fallegan hátt og svo er vöruframboðið beinlínis lost-
vekjandi. Þetta ítalska vörumerki er gamalgróið og þekkt fyrir ferska
og framúrskarandi bragðgóða vöru. Í Nóatúni má nú fá lystilegt úrval
ólífa, margar tegundir ólífuolía, allt frá ódýrri matarolíu til þriggja
gullstjörnuolía, niðursoðnar baunir af ýmsum tegundum tilbúnar til
notkunar, fjölbreytta flóru balsamik-ediks í árgöngum, sólþurrkaða
tómata, spennandi pestó-línu og tilbúið crostini í úrvali. Og þótt Zeta sé
ímynd gourmet-vöru er verðið vel sambærilegt við önnur vörumerki í
sama flokki. ■Condesa de Leganza Reserva
Greifynjuvín
Víntímaritið virta Decanter veitti nýlega spænska víninu
Condesa de Leganza Reserva umsögnina „sérstök með-
mæli“ eða „Higly Recommended“ og gaf víninu 4 stjörn-
ur af 5 mögulegum. Vínið hefur verið geymt á Ohio-eik
og látið jafna sig á flösku í 2 ár þar á eftir. Vínið er frek-
ar kröftugt með áberandi kryddtónum frá eikinni,
þroskuð tannín og ávaxtarík ending.
Sagan á bak við vínið er sú að María Longhetti giftist ung
svissneska greifanum La Ganz. Greifinn var glaumgosi
og tapaði öllu sínu fé í spilamennsku. Unga greifynjan
flutti því nauðug á níðurnídda búgarðinn Leganza. Mar-
ía réð til sín bústjóra og hóf vinnu við víngarðinn sem
umlukti bæinn. Hún þótti ströng bústýra og leið ekki á
löngu þangað til vínin hennar urðu þekkt fyrir þau gæði
sem hún krafðist í einu og öllu.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.290 kr.
Nýtt í Nóatúni:
Ítölsk sælkeralína
Nýtt í vínbúðum
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA
MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA.
Ýsa grilluð á spínati
Grill er helst notað við matreiðslu á stórum steikum eða nýdregnum
laxfiski á sumrin og samkvæmt klisjunni er grillað um helgar og sjá
karlar um framkvæmdirnar. Grill, sérílagi gasgrill, má einnig nota
hversdags. Þótt auðvelt sé að henda hamborgurum á grillið þá eru
fleiri möguleikar, og eftirfarandi réttur ágæt tilbreyting sem er síst
meira mál en er þó bæði betri og hollari en hamborgarnir.
Byrjið á því að roðfletta og beinhreinsa ýsuna. Takið því næst tvö
blöð af álpappír og útbúið tvo pakka til að setja á grillið. Skiptið
spínatinu í tvennt og setjið neðst í hvern pakka, þá er ýsan sett ofan
á spínatið og hún smurð með karrímaukinu, þá er rjómanum er hellt
yfir. Eplum, papriku og humri er svo skipt í tvennt og fagurlega rað-
að efst á hvern pakka. Saltið aðeins. Pakkið öllu vel inn og setjið á
heitt grillið og grillið í 7 til 10 mínútur. Mér finnst frábært að setja
tortillur með osti á grillið og bera fram með þessum rétti.
Kostnaður um 1000 kr.
700 g ýsuflök [ 650 kr.]
1/4 poki ferskt spínat [ um 100 kr.]
1/2 grænt epli (skorið í þunna fleyga)
1/4 rauð paprika (skorin í mjóa strimla)
1/2 tsk. mild curry paste
4 msk. rjómi
6 litlir humrar eða ca 1 dl af rækju [ um 200 kr. ]
Álpappír
Gæði á góðu verði:
Tuborg á 169 krónur
Íslendingar kaupa gjarnan bjórinn sinn í hálfs lítra um-
búðum, enda er lítraverðið jafnan hagstæðast á þeirri
einingu. Í vetur lækkaði Ölgerðin Egill Skallagrímsson
verðið á Tuborg í 0,5 lítra dósum og flöskum til að koma
til móts við bjórunnendur sem sækjast eftir hámarks-
gæðum á hagstæðu verði. Tuborg skipaði sér þar með í
flokk ódýrustu bjórtegunda sem í boði eru og það án
þess að nokkru sé fórnað, hvorki bragðgæðum né
ströngum kröfum um efnainnihald og vandað fram-
leiðsluferli. Tuborg í hálfslítra dós kostar 169 krónur og
Tuborg býður hagstæðustu 0,5 lítra flöskurnar hérlendis
en þær kosta 198 krónur.
Tuborg er dæmigerður skandinavískur pilsner sem þýðir
að hann er bragðmildur og með meðalfyllingu, ljósgull-
inn á lit og vínanda er stillt í hóf. Hann bragðast því eink-
ar vel með flestum mat, ekki hvað síst grillmatnum sem
fer að verða æ algengari á borðum landsmanna nú þeg-
ar sumarið kemur fyrir alvöru og rjúka fer af réttunum á
svölum og í görðum á góðviðrisdögum.
Nýtt í vínbúðum
! HÚSRÁÐ: HRÍSGRJÓNEf þú vilt að hrísgrjónin þín límist saman má setja litlateskeið af ediki út í vatnið. Sletta af sítrónusafa gerir þau hvít-ari. Til að auka næringu er gott að elda þau í grænmetissoði.