Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 32
Skaftpottur með glerloki er eitt þeirra búsáhalda sem flestir
vildu hafa á sínu heimili. Hann hentar hvaða eldavél sem er,
venjulegum hellum, keramikplötu eða gasi og fæst hjá Bræðr-
unum Ormsson.
Iðnbúð 1 · 210 Garðabæ
s: 565-8060 · fax:565-8033
Gardínustangir
Sérsmíði
Gjafavara
Smíðajárn
Ítalskir gæðastólar:
Þægindi og gæði í fyrirrúmi
Gegnum Glerið - Verslun fagurkerans í Ármúla hefur nýverið hafið
innflutning á ítölsku húsgögnunum Cattelan Italia. Verslunin býður
um þessar mundir 15% kynningarafslátt á þessum vörum og stendur
tilboðið til 26. maí.
Cattelan Italia var stofnað árið 1979 og hefur í tuttugu ár verið
framarlega í flokki hágæða húsgagnahönnunar.
Húsgögnin hafa verið til sýnis á helstu húsgagnasýningum heims
og hlotið virt hönnunarverðlaun.
Framleiðslan er víðtæk innan heimilisgeirans, mest áhersla er
lögð á stólana en einnig eru framleidd rúm, borð, hillur og húsbúnað-
ur á borð við spegla og lampa.
Stólarnir frá Gattelan Italia eru afar fjölbreyttir og hafa vakið
mikla athygli.
Þægindi og gæði eru höfð í fyrirrúmi við hönnunina og mestmegn-
is er notað leður á stólana, en það er hægt að velja úr meira en tutt-
ugu litum á leðrið.
Gegnum Glerið býður upp á litríkt úrval af allskyns heimilisvör-
um en undir sama þaki er einnig starfrækt verslunin Duxiana sem
sérhæfir sig í lúxusrúmum. Þetta er því ómissandi viðkomustaður
standi breytingar til heima fyrir. ■
Sýning útskriftarnema í Listaháskóla Íslands:
Handhægir og
skemmtilegir hlutir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Hugmyndin mín var að gera þrif-
hljómsveit úr heimilisverkfærum
því fólk þarf að vinna saman í
hljómsveit,“ segir Guðfinna Mjöll
Magnúsdóttir, 24 ára útskriftar-
nemi í hönnunardeild Listahá-
skóla Íslands. Nú stendur yfir
sýning á verkum útskrifarnem-
enda í hönnunar- og myndlistar-
deild og opnaði hún laugardaginn
15. maí síðastliðinn og stendur
yfir til 31. maí næstkomandi.
Guðfinna Mjöll hefur verið að
leggja stund á nám í þrívíðri
hönnun og heitir lokaverkefni
hennar Heimalagað rokk og ról og
er það tileinkað öllum sem hafa
rifist um heimilisstörfin. Þar
reynir hún að blanda saman
skemmtun og rokk og róli við
heimilisstörfin sem fæstum finn-
ast skemmtileg en flestir þurfa að
takast á við. „Mig langaði að gera
heimilisverkin að fjölskyldustund
og útrýma rifrildum um heimilis-
þrifin. Mörgum leiðast húsverkin
og mig langaði að gera þau bæri-
legri svo öll fjölskyldan gæti gert
þau saman og skemmt sér í leið-
inni,“ segir Guðfinna og bætir við
að henni finnist mjög gaman að
vinna með hversdagslega hluti
því þeir séu allt í kringum okkur.
Lóa Auðunsdóttir er annar út-
skriftarnemandi í þrívíðri hönnun
sem á verk á sýningunni. „Mig
langaði að gera hlut sem virðist
vera eitthvað en er svo í rauninni
allt annað,“ segir Lóa sem hefur
hannað græjur sem eru inn í vaf-
inni bastkörfu. Bastkarfan er vaf-
in algjörlega úr næloni og svo er
járngrind inn í henni sem heldur
græjunum í föstum skorðum. „Það
eru græjur á næstum því hverju
heimili og þær þurfa ekki að líta út
eins og bíll eða gervitungl, þær
geta líka verið hlýlegar og mjúk-
ar,“ segir Lóa og segist hafa feng-
ið hugmyndina er hún var að
kynna sér bastkörfugerð. Það er
eitt það elsta sem til er í heiminum
og langaði hana að blanda saman
nútímanum og gamla tímanum.
„Veggurinn á bakvið er svo heim-
ur sem ég útbjó til að fá ævintýri
örlítið inn í verkið.“
Lóa og Guðfinna eru báðar í
hóp með nokkrum öðrum útskrift-
arnemum og stefna þau á að nota
sumarið í að reyna að koma hönn-
un sinni á framfæri. Draumur
þeirra er ekki aðeins að hanna
hlutinn á Íslandi heldur líka búa
hann til og markaðssetja hér á
landi. „Þetta er sumarstarfið okk-
ar í ár sem er mjög gaman og við
finnum styrk í því að vinna sam-
an,“ segir Guðfinna að lokum.
Sýning útskriftarnemanna er
opin öllum og er hún til húsa í
Listasafni Reykjavíkur, Tryggva-
götu 17. ■
Hér stendur Guðfinna Mjöll stolt með
þrifhljómsveit sinni og gítarsópinn í hendi.
Coco verð frá 22.680 kr.
July 40.770 kr. Margot 46.700 kr.
Boss 57.780 kr.
Margot 70.200 kr.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Ragnheiður Tryggvadóttir er útskriftarnemandi í þrívíðri hönnun við Listaháskóla Íslands og sýndi hún þetta
verk sitt á sýningu sem útskriftarnemendur héldu í Listasafni Reykjavíkur. Ragnheiður hannaði eldhúsáhöld
sem eru aðallega ætluð til baksturs en auðvitað hægt að nota þau við tilfallandi verk í eldhúsinu.