Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 48
36 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR
Verjum tjáningarfrelsið
a s k o r u n . i s
Málið er að hann komst ekki.Hann átti að lenda klukkan
11 en birtist ekki með vélinni og
við fengum ekki að frétta þetta
fyrr en um eittleytið,“ segir Helgi
Már Bjarnason, umsjónarmaður
Party Zone, sem ætlaði að standa
fyrir tónleikum með hinum
heimsþekkta plötusnúð Sasha á
Nasa á miðvikudagskvöldið.
Gestir sem töldu sig heppna að
hafa fengið miða mættu á staðinn
og biðu lengi eftir að Sasha færi
að sýna listir sínar en allt kom
fyrir ekki. Þónokkur ókyrrð
komst á mannskapinn þegar ljóst
varð að hann myndi ekki mæta og
alls kyns sögur fóru á kreik sem
áttu að skýra fjarveru hans. Sú
rétta mun vera að hann lenti í um-
ferðarteppu á leiðinni á Heathrow
og mætti korteri áður en vélin átti
að fara í loftið. „Tónleikaskipu-
leggjandinn hans var hérna og bú-
inn að rigga upp öllu dótinu,
þannig að við áttum ekki von á
öðru en að hann myndi koma.“
Aðspurður að því hvort gestir
miðvikudagskvöldsins fái miða
sína endurgreidda segir Helgi að
þeir eigi erfitt um vik með slíkt.
„Það er erfitt að endurgreiða mið-
ana, því það er enginn með miða í
höndunum. Þegar við fréttum
þetta fórum við að hleypa frítt
inn, þannig að það var ekki hægt
að láta fólk fá miðana til baka en
við munum heyra í fólki og athuga
hvað er hægt að gera. Við höfum
verið að halda Party Zone kvöld í
tíu ár, þetta hefur aldrei gerst
áður og það er ofsalega erfitt að
bregðast við þessu.“
Það er þó ekki öll von úti fyrir
aðdáendur Sasha, því von er á
kappanum eftir einungis tvær
vikur.
„Við náðum að bóka hann
aftur laugardaginn 5. júní og
það er eiginlega ótrúlegt að það
sé hægt að bóka Sasha eftir ein-
ungis tvær vikur og það á laug-
ardegi. Í staðinn ætlar hann að
fresta för til Rómar. Þá munum
við líka hafa miðaverðið lágt,
eins og þetta sé bara íslenskur
plötusnúður.“ ■
Sleppir Róm til að bæta skaðann
PLÖTUSNÚÐURINN SASHA
Olli mörgum vonbrigðum með því að missa af vélinni.
TÓNLIST
TÓNLEIKAR SASHA
■ frestað um tvær vikur.
Fönkhljómsveitin Jagúarásamt útvöldum tónlistar-
mönnum mun í kvöld leika valin
lög úr safni Tómasar R. Einars-
son, bassaleikara og tónskálds, í
nýjum útsetningum.
„Ég viðraði þessa hugmynd
við Tómas fyrir um tveimur
árum og honum leist vel á.
Hringdi í mig daginn eftir og
var orðinn mjög spenntur,“ seg-
ir Samúel J. Samúelsson, sem
hefur tekið að sér að útsetja tón-
listina og stjórna stórsveitinni í
kvöld. „Við ákváðum að nota
Jagúar sem grunn og bæta við
hljóðfæraleikurum. Þetta verð-
ur fjórtán manna hljómsveit;
þrír saxófónar, þrír trompetar,
tvær básúnur, slagverksleikari
og plötusnúður fyrir utan þetta
hefðbundna.“
Meðal hljóðfæraleikaranna
sem stíga á stokk í kvöld eru
Sigtryggur Baldursson, Sigurð-
ur Flosason, Óskar Guðjónsson,
plötusnúðurinn Gísli Galdur og
hinn heimsfrægi sænski
trompetleikari Lasse Lindgren.
„Hann er mega trompetleik-
ari. Ég heyrði hann spila á ein-
hverri plötu og hugsaði með mér
að það væri gaman að fá hann til
að spila með okkur,“ segir
Samúel, sem er afar sáttur við
að hafa fengið Svíann til liðs við
sig.
Tónlistin sem sveitin leikur í
kvöld spannar allt að fimmtán
ár af ferli Tómasar. „Tómas gaf
mér frjálsar hendur og ég valdi
mín uppáhaldslög af plötum
hans og útsetti þau,“ segir Sam-
úel, sem ber mikla virðingu
fyrir bassaleikaranum. „Hann
hefur kýlt á hlutina og er senni-
lega afkastamesti íslenski djass-
tónlistarmaðurinn.“
Samúel mun snúa upp á tón-
list Tómasar í von um að gera
hana dansvænni, nokkurs konar
Tómas R. með mjaðmahnykk í
anda Jagúar.
Tónleikarnir verða á NASA í
kvöld og annað kvöld og hefjast
klukkan 21.
kristjan@frettabladid.is
TÓNLEIKAR
JAGÚAR HELDUR DANSIBALL.
■ Fjórtán manna sveit með plötusnúði
og heimsfrægum trompetleikara.
STÓRSVEIT JAGÚAR
Fjórtán manna sveit mun spila lög
Tómasar R. Einarssonar í nýjum
útsetningum á NASA í kvöld.
Tómas R. með mjaðmahnykk