Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 51

Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 51
39FÖSTUDAGUR 21. maí 2004 HIDETOSHI NAKATA Missir af Manchester-mótinu. Japanski hópurinn: Nakata ekki með FÓTBOLTI Fyrirliðinn Hidetoshi Nakata leikur ekki með Japönum gegn Íslendingum og Englending- um á Manchester-mótinu um næstu helgi. „Ég valdi hann ekki vegna þess að ég vil gefa honum tækifæri til að jafna sig af meiðsl- unum og ná fullum styrk sem fyrst,“ sagði brasilíski þjálfarinn Zico. Nakata, sem leikur með Bologna á Ítalíu, missir einnig af leik Japana og Indverja í und- ankeppni HM 9. júní. Sjö af leikmönnunum 25 sem Zico valdi leika með félögum í Evrópu, þeirra á meðal Junichi Inamoto hjá Fulham og Shinji Ono, sem leikur með hollenska félaginu Feyenoord. Í hópnum er einnig Mitsuo Ogasawara, miðju- maður hjá Kashima Antlers, sem var settur út úr hópum fyrr á ár- inu fyrir agabrot. Íslendingar og Japanir leika fyrsta leik mótsins annan sunnu- dag, Japanir og Englendingar leika 1. júní en Íslendingar og Englendingar leika 5. júní. ■ FÓTBOLTI¯ „Það er langur vegur frá því að ég sé þjálfari Real,“ sagði José Antonio Camacho, þjálfari Benfica. Hann segist ekkert hafa heyrt frá Florentino Perez, for- seta Real Madrid. „Engar viðræð- ur hafa farið fram og ég hef ekki undirritað neitt. Það getur vel verið að ég sé talinn líklegastur.“ Camacho lék 698 leiki með Real Madrid, 414 í efstu deild, á árunum 1973–1989 og var átta sinnum spænskur meistari með félaginu. Hann var þjálfari spænska landsliðsins frá 1998 og fram yfir HM í Japan og Suður- Kóreu árið 2002. Hann hefur þjálfað Benfica frá haustinu 2002 og um síðustu helgi varð hann bikarmeistari með félaginu. Camacho segir að skrokkurinn minni sig daglega á ár hans með Real Madrid. „Hnén mín, axl- irnar og ýmsir aðrir líkamshlut- ar sýna hin raun- verulegu ör sem hljótast af því að leika fyrir Real Madrid. Þau verða þarna þar til ég dey,“ sagði Camacho. ■ Næsti þjálfari spænska liðsins Real Madrid: Tekur Camacho við? FÓTBOLTI „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að starfa hjá stóru félagi eins og Tottenham og í skemmtilegustu deildakeppni heims,“ sagði Frank Arnesen. Daninn tekur við stöðu knatt- spyrnustjóra hjá Tottenham 1. júlí af Pavid Pleat. „Félag af þessari stærðargráðu á alltaf að keppa um titla og það er það sem við ætl- um að vinna að,“ segir Arnesen en Spurs hefur ekki unnið stóran titil í heil 13 ár eða síðan 1991. Arnesen hefur leikið og þjálfað hjá PSV Eindhoven í hálfan annan áratug og hlutverk hans hjá Spurs verður að byggja upp þjálfunar- og unglingastarf að fyrirmynd félaga á meginlandi Evrópu. „Ég hef rætt við marga for- ráðamenn stóru félaganna í Evrópu og landsliðsþjálfara til þess að átta mig á hverju Totten- ham þarf að breyta til þess að treysta undirstöður félagsins svo árangur náist,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham. Levy sagði að árangur félags- ins hefði ekki verið í samræmi við fjárfestingar þess og mikilvægt væri að byggja upp rétta þjálfun og fá rétta sérþekkingu til þess að félagið næði markmiðum sínum. Arnesen lék með félögum í Hollandi, Belgíu og á Spáni en aldrei á Englandi. ■ Daninn Frank Arnesen tekur við af David Pleat: Titlar til Tottenham JOSÉ ANTONIO CAMACHO Bikarmeistari með Benfica um síð- ustu helgi. TOTTENHAM HOTSPUR Leitar til meginandsins eftir nýju verklagi. JAPANSKI HÓPURINN SEM KEPPIR VIÐ ÍSLAND MARKVERÐIR Seigo Narazaki Nagoya Yoichi Doi Tokyo Yoshikatsu Kawaguchi Norður-Sjáland VARNARMENN Atsuhiro Miura Tokyo Verdy Tsuneyasu Miyamoto Gamba Osaka Alex Urawa Keisuke Tsuboi Urawa Yuji Nakazawa Yokohama Akira Kaji FC Tokyo Makoto Tanaka Iwata Takayuki Chano Ichihara MIÐJUMENN Toshiya Fujita Iwata Takashi Fukunishi Iwata Norihiro Nishi Iwata Shunsuke Nakamura Reggina Mitsuo Ogasawara Kashima Junichi Inamoto Fulham Shinji Ono Feyenoord Yasuhito Endo Gamba Osaka SÓKNARMENN Atsushi Yanagisawa Sampdoria Naohiro Takahara Hamburg Tatsuhiko Kubo Yokohama Masashi Motoyama Kashima Keiji Tamada Kashiwa Takayuki Suzuki Heusden-Zolder

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.