Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 52

Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 52
40 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR AF VELLI Fabien Barthez, markvörður Marseille, gengur af velli eftir brottreksturinn í úrslitaleiknum í UEFA-bikarkeppninni gegn Valencia í Gautaborg í fyrrakvöld. FÓTBOLTI Vængbrotnir við vítateiginn Bitlaus sóknarleikur Skagamanna varð þeim að falli í markalausu jafntefli gegn Grindavík eftir mikla yfirburði í fyrri hálfleik. FÓTBOLTI Skagamenn naga sig ör- ugglega í handarbökin eftir að hafa gert markalaust jafntefli gegn Grindavík í leik liðanna í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu á Akranesi í gær. Úrslitin þýða að Skagamenn hafa gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjun- um, báðum á heimavelli, nokkuð sem er ekki ásættanlegt að mati Gunnlaugar Jónssonar, fyrirliða Skagamanna. Veit ekki hvað gerist „Ég veit ekki hvað gerist þegar við komum nálægt teignum. Það virðist enginn geta sent boltann fyrir í liðinu, jafnvel ekki menn sem eru með hundruði stoðsend- inga á bakinu. Það er alveg ljóst að við ætluðum okkur að vera með meira en tvö stig eftir tvo fyrstu leikina og við verðum að rífa okk- ur upp af rassgatinu strax í næsta leik ef við ætlum okkur að vera með í baráttunni,“ sagði Gunn- laugur ósáttur í leikslok. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur, réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Eina almennilega færi þeirra í fyrri hálfleik fékk Har- aldur Ingólfsson en hann lét Al- bert Sævarsson, markvörð Grind- víkinga, verja frá sér eftir að hafa komist einn í gegnum vörn Grind- víkinga á 17. mínútu. Skagamenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en þeim gekk afar illa að koma boltanum inn í vítateig Grindvíkinga. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og fengu strax færi á fyrstu mínútu hálf- leiksins. Grétar Hjartarson skaut þá í varnarmann af stuttu færi og hefði að ósekju mátt nýta færið betur. Guðmundur Bjarnason og Óðinn Árnason fengu einnig góð færi til að koma Grindvíkingum yfir en voru ekki á skotskónum. Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok leiksins eftir afar dapr- an síðari hálfleik og Garðar Gunn- laugsson, sem kom inn á sem varamaður, fékk tvö gullin tæki- færi til að tryggja heimamönnum sigur þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Honum voru hins vegar mislagðar fætur í bæði skiptin og því endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Stefán með fínan leik Stefán Þór Þórðarson átti fínan leik í liði Skagamanna og var gam- an að sjá hann spila einfaldan fót- bolta. Hann barðist vel, nöldraði lítið, var ógnandi í öllum sínum aðgerðum og spilaði félaga sína vel uppi. Pálmi Haraldsson var traustur á miðjunni og Reynir Leósson var öryggið uppmálið í vörninni. Sinisa Kekic og Óðinn Árnason voru firnasterkir sem miðverðir í liði Grindvíkinga sem geta litið bjartari augum á framhaldið þar sem þessi leikur var mikil fram- för frá þeim síðasta gegn ÍBV. Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, var býsna brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur en ég held að hann hafi ver- ið vel spilaður. Ég óska mínum mönnum til hamingju og líka Skagamönnum með vel spilaðan leik. Ég er sáttur með að fá eitt stig, sérstaklega af því að þetta var mun betri leikur en sá fyrsti. Þá voru leikmenn taugaóstyrkir en núna var baráttan góð og ég er sannfærður um að leikur liðsins á aðeins eftir að batna þegar líða tekur á mótið. oskar@frettabladid.is FERNANDO MORIENTES Leikmaður Mónakó. Eini leikmaður Spán- verja í 23 manna hópnum sem ekki spilar í heimalandinu. Sést hér fagna marki gegn Dönum í vináttulandsleik sem fram fór í Gijon 31. mars. Landsliðshópur Spán- verja á EM í Portúgal: Mista ekki valinn FÓTBOLTI Landsliðsþjálfari Spán- verja, Inaki Saez, hefur tilkynnt 23 manna hóp sinn fyrir Evrópu- keppnina í Portúgal sem hefst 12. júní. Mesta athygli vekur að þeir Miguel Mista frá Valencia, og Jose Antonio Reyes frá Arsenal, voru ekki valdir og því greinilegt að Spánverjar eru ekki á flæðiskeri staddir með heimsklassaleikmenn. Mista var aðalmarkaskorari Valencia sem vann bæði spænska titilinn og Evrópukeppni félagsliða í vetur. Spánverjar halda reyndar afar fast í þá reglu að velja helst ekki nema leikmenn sem spila í heima- landinu. Eina undantekningin er Fernando Morientes sem spilar með Mónakó en hann er þar í láni frá Real Madrid og sleppur því inn. HÓPUR SPÁNVERJA Á EM MARKMENN Iker Casillas Real Madrid Santiago Canizares Valencia Daniel Aranzubia Atletico Bilbao VARNARMENN Carlos Marchena Valencia Carles Puyol Barcelona Raul Bravo Real Madrid Cesar Martin Deportivo La Coruna Ivan Helguera Real Madrid Michel Salgado Real Madrid Juanito Gutierrez Real Betis Gabri Garcia Barcelona MIÐJUMENN David Albelda Valencia Ruben Baraja Valencia Vicente Rodriguez Valencia Joaquin Sanchez Real Betis Juan Carlos Valeron Deportivo La Coruna Xabi Alonso Real Sociedad Xavi Hernadez Barcelona Joseba Etxeberria Atletico Bilbao FRAMHERJAR Fernando Morientes Mónakó Raul Gonzalez Real Madrid Fernando Torres Atletico Madrid Albert Luque Deportivo La Coruna ÍA–GRINDAVÍK 0–0 DÓMARI Ólafur Ragnarsson Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Stefán Þór Þórðarson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–11 (3–3) Horn 11–2 Aukaspyrnur 9–16 Rangstæður 9–3 Spjöld (rauð) 0–3 (0–0) FRÁBÆRIR Enginn MJÖG GÓÐIR Enginn GÓÐIR Stefán Þór Þórðarson ÍA Reynir Leósson ÍA Pálmi Haraldsson ÍA Óðinn Árnason Grindavík Sinisa Kekic Grindavík ■ Það sem skipti máli Keppnin á sunnudagverður 51. Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó. Fyrst var keppt í Mónakó árið 1929 en furstadæmið var vett- vangur einnar keppninnar þegar Formúlan hófst árið 1950. Mónakó hefur haldið keppnina árlega frá 1955. Argentínumaðurinn Juan Manuel Fangio á Alfa Romeo sigr- aði í fyrstu keppninni 21. maí 1950. Aðeins sjö af nítján bílum luku keppni en tíu bílanna lentu í árekstri á fyrsta hring. Juan-Pablo Montoya sigraði í fyrra en Michael Schumacher hefur sigrað fimm sinnum á síðustu tíu árum, tvisvar þegar hann ók fyrir Benetton-liðið og þrisvar sem liðsmaður McLaren. Brasilíumaðurinn Ayrton Senna sigraði fimm ár í röð, 1989–1993. ■ TALA DAGSINS 51 Léttir fyrir leikmenn enska liðsins Leicester: Ákærur niðurfelldar FÓTBOLTI Allar ákærur á hendur þremur leikmönnum Leicester sem ákærðir voru fyrir kynferðis- lega árás í vetur hafa nú verið felldar niður. Þeir Paul Dockov, Frank Sinclair og Keith Gillespie voru ákærðir af þremur þýskum konum eftir gleðskap á hóteli á La Manga en þar var Leicester í æfingaferð. Tríóið þurfti að dúsa í steininum í eina viku en fengust lausir gegn greiðslu tryggingar. Nú er hins vegar komið á hreint að ásakanirnar voru ekki á rökum reistar og er það auðvitað mikill léttir fyrir Leicester sem ekki hefur átt sjö dagana sæla því liðið féll nýverið úr ensku úrvals- deildinni. Tim Davies, yfirmaður knattspyrnumála hjá Leicester, hafði þetta að segja. „Hvað okkur varðar eru þetta frábærar fréttir en að sama skapi hefur þetta mál reynst félaginu mjög erfitt. Hversu mikil áhrif þetta hafði á félagið er erfitt að meta en við höfum lært mikið af þessu. Við vorum ekki stoltir af hegðun leikmanna okkar þetta kvöld á La Manga þar sem margir leikmenn liðsins voru drukknir og voru með læti. Í framtíðinni verða settar skýrari og strangari reglur um hegðun leikmanna þegar þeir eru í æfingaferðum erlendis,“ sagði Tim Davies. GRÉTAR OG ÓÐINN Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson sendir hér boltann áfram en Óðinn Árnason, varnarmaður Grindvíkinga, er til varnar. ÁFRAM STRÁKAR Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, hvatti sína menn til dáða í leiknum gegn Skagamönnum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.