Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 53
41FÖSTUDAGUR 21. maí 2004
EM-DRAUMURINN Á ENDA
Framherjinn Filippo Inzaghi hlaut ekki náð
fyrir augum ítalska landsliðsþjálfarans og
fer ekki með á EM.
Ítalska landsliðið á EM:
Inzaghi er
ekki í
hópnum
KNATTSPYRNA Giovanni Trapattoni,
landsliðseinvaldur Ítala, valdi í
gær leikmannahóp sinn fyrir EM í
sumar. Það vantar ekki stjörnurn-
ar í liðið en sá leikmaður sem
menn helst sakna úr hópnum er
framherji AC Milan, Filippo
Inzaghi.
Inzaghi hefur verið meiddur á
ökkla síðustu vikur og ekki náð
fullum bata. Í hans stað valdi
Trapattoni framherja Juventus,
Marco Di Vaio.
Það kom einnig á óvart að
Trapattoni skyldi ekki velja
Alberto Gilardino, framherja
Parma, en hann gerði sér lítið
fyrir og skoraði 23 mörk í ítölsku
deildinni í vetur og var næst-
markahæstur. Gianluigi Buffon
verður aðalmarkvörður landsliðs-
ins og svo var Marco Materazzi
valinn í vörnina í stað Nicola
Legrottaglie frá Juve.
Ítalir byrja undirbúning sinn í
næstu viku í Flórens en fyrsti æf-
ingaleikur þeirra verður gegn
Túnis þann 30. maí næstkomandi.
ÍTALSKI LANDSLIÐSHÓPURINN
MARKVERÐIR
Gianluigi Buffon Juventus
Francesco Toldo Inter
Angelo Peruzzi Lazio
AÐRIR LEIKMENN
Fabio Cannavaro Inter
Guiseppe Favalli Lazio
Matteo Ferrari Parma
Marco Materazzi Inter
Alessandro Nesta AC Milan
Massimo Oddo Lazio
Christian Panucci Roma
Gianluca Zambrotta Juventus
Mauro Camoranesi Juventus
Stefano Fiore Lazio
Gennaro Gattuso AC Milan
Simone Perrotta Chievo
Andrea Pirlo AC Milan
Cristiano Zanetti Inter
Antonio Cassano Roma
Bernardo Corradi Lazio
Alessandro Del Piero Juventus
Marco Di Vaio Juventus
ÍFrancesco Totti Roma
Christian Vieri Inter
Einn leikur r fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld:
Bæði liðin taka ekki neina áhættu
FÓTBOLTI „Víkingar eru að koma
upp og það er alltaf erfitt,“ sagði
Hinrik Þórhallsson. „Bæði lið eru
í sárum eftir fyrsta leik en Vík-
ingar hafa heimavöllinn og reyna
að sanna hvað þeir geta,“ bætti
Hinrik við. Hinrik er Bliki að upp-
lagi en hefur einnig leikið með KA
og Víkingi í efstu deild.
Hinrik sá leik KA og Keflavík-
ur á sunnudag. Hann segir að KA
hafi ekki spilað mjög vel þar, sér-
staklega ekki í seinni hálfleik.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
liði KA frá því í fyrra en telur
Hinrik að búið sé að slípa liðið
saman? „Ég held að það taki eitt-
hvað lengri tíma svona undir
venjulegum kringumstæðum. Það
komu þrír eða fjórir nýir strákar
og þetta tekur alltaf sinn tíma. En
þetta eru hörkustrákar og ég held
að það búi miklu meira í þeim.“
„Það væri mjög slæmt fyrir
bæði lið að tapa aftur en ég myndi
segja að það væri ennþá verra
fyrir Víking,“ sagði Hinrik um
leikinn í kvöld. „Þeir eru að koma
upp og eru að spila sinn fyrsta
heimaleik á móti KA. Ég hugsa að
bæði lið fari varfærnislega í vörn-
inni og taki ekki neina sénsa og
þetta verði fyrst og fremst bar-
átta. Það eru fjórir eða fimm leik-
ir með stuttu millibili og það
skiptir miklu máli að fá einhver
stig út úr þeim. Ef liðin fara í
gegnum fjóra eða fimm leiki án
þess að fá stig getur þetta orðið
erfitt tímabil framundan. Ég
hugsa að bæði lið hugsi fyrst og
fremst um að ná alla vega stigi úr
þessum leik,“ sagði Hinrik Þór-
hallsson, og hann spáir jafntefli í
leik Víkings og KA í kvöld.
Víkingar vígja nýja stúku á
leiknum í kvöld en nú hefur verið
sett þak og sæti á stúkuna í
Víkinni. Þetta er enn fremur
fyrsti leikur Víkingsliðsins í efstu
deild á aðalvellinum eins og hann
er í dag en síðasta þegar liðið lék í
efstu deild 1999 var völlurinn á
öðrum stað í Víkinni.
VÍKINGUR LEIKUR VIÐ KA
Víkingar töpuðu illa fyrir Fram í fyrstu umferð. Þeir leika við KA í kvöld.