Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 54
FÓTBOLTI „Við vorum náttúrlega hrædd að mæta Íslandsmeistur- unum á þeirra heimavelli. Við lögðum það þannig upp að vera þoinmóð, bíða eftir þeim og láta þær koma,“ sagði Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Fjölnis. Nýliðar Fjölnis stóðu sig vel gegn Íslandsmeisturum KR á KR- velli 1. umferð Landsbanka- deildar kvenna. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1, en KR-ingar skoruðu tvisvar seint í leiknum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við höfum ekki spilað á móti neinu úrvalsdeildarliði í vetur og við vildum sjá hvar styrkleiki okkar lægi,“ sagði Andrés. „Allir spá okkur hrikalegri útreið í þess- ari deild og við þurfum bara að fá sjálfstraust.“ Fjölni var spáð áttunda sætinu í Landsbankadeildinni í sumar en miðað við frammistöðu liðsins gegn KR er neðsta sætið ekki á dagskrá. „Nei. Við erum að byggja upp í Grafarvogi og við þurfum að halda meistaraflokkn- um í deildinni,“ sagði Andrés. 16 ára markaskorari Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með skoti úr miðjum vítateig eftir sendingu frá Önnu Berglindi Jónsdóttur. Elísa Pálsdóttir jafn- aði fimm mínútur fyrir leikhlé. Edda María Birgisdóttir sendi boltann inn fyrir KR-vörnina, Elísa vann kapphlaupið við varn- armennina og lyfti boltanum yfir markvörð KR. Elísa, sem er ný- lega orðin 16 ára, má vera stolt af frumraun sinni í efstu deild. Hún sagði við Fréttablaðið eftir leikinn að það hafi verið mjög erfitt að spila gegn landsliðsmönnum KR en hún væri sátt við sína frammi- stöðu. „Við tókum sénsinn í síðari hálfleik að vera ekki að bíða leng- ur eftir því hvort við lentum und- ir eða ekki,“ sagði Andrés. „Við ákváðum að bæta manni í sóknina. Því miður gekk það ekki og við fengum á okkur mörk.“ Sólveig Þórarinsdóttir kom KR yfir að nýju korteri fyrir leikslok með skoti af um 30 metra færi. Fjórum mínútum síðar braut varnarmaður Fjölnis á Hólmfríði Magnúsdóttur innan teigs. Edda Garðarsdóttir skoraði vítas- spyrnunni og torsóttur sigur meistaranna var í höfn. „Já þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði Halldóra Sigurðardóttir, þjálfari KR. „Það er mikil barátta í þeim en við gerðum okkur þetta líka erfitt. Við vorum ekki að spila boltanum í fætur eða gera þetta einfalt. Þetta var svolítið mikið um kýlingar og einstaklings- framtak, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Við vorum ekki að nýta okk- ur auðveld hlaup samherja.“ KR-ingar leika næst við Val og þurfa að leika betur en gegn Fjölni. „Já, við þurfum að laga ýmislegt fyrir Valsleikinn,“ sagði Halldóra. Ekkert annað í stöðunni en að berjast „Þetta var ekki nógu gott og ég er ósátt með frammistöðu leik- manna en það var greinilegt að liðið mætti alls ekki tilbúið til leiks,“ sagði Auður Skúladóttir, þjálfari og leikmaður Stjörnu- stúlkna, eftir að liðið hafði gert jafntefli við Þór/KA/KS, 1-1 í Garðabæ í gærdag í fyrstu um- ferð Landsbankadeildar kvenna. Í byrjun leiks stefndi allt í algjöra einstefnu heimastelpna sem sóttu af krafti og elju. Á elleftu mínútu dró svo til tíðinda en þá fengu Stjörnustúlkur vítaspyrnu eftir að Margrét Vigfúsdóttir handlék knöttinn á marklínu. Dómarinn gaf Margréti rauða spjaldið og Guðrún Halla Finnsdóttir skoraði síðan úr vítinu af öryggi. Stjörnu- stelpur voru því með pálmann í höndunum en þeim tókst ekki að færa sér það í nyt. Í raun gerðist fátt markvert þangað til gestirnir jöfnuðu með fallegu skoti Þóru Pétursdóttur átján mínútum fyrir leikslok. Eftir jöfnunarmarkið vaknaði Stjarnan síðan aðeins til lífsins og sótti nokkuð undir lokin en náði ekki að gera sér mat úr því. „Við vorum að spila vel fyrstu tíu mínúturnar eða á meðan það voru jafnmargir leikmenn í liðun- um en síðan sáum við ekki til sól- ar fyrr en þær jafna leikinn. Það er alveg á tæru að við verðum ein- faldlega að spila eins og samstillt lið í næsta leik og laga hugar- farið,“ bætti Auður við. Vonandi í efri hluta Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS, var sáttur við sínar stelpur eftir leik. „Við náðum í þetta stig fyrst og fremst á mik- illi baráttu og eftir rauða spjaldið og markið sem við fengum á okk- ur í byrjun var ekkert annað í stöðunni en að berjast eins og ljón og ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið er ungt að árum en það getur með svona góðri baráttu náð í slatta af stig- um. Hvað deildina varðar þá kemur hún líklegast til með að skiptast í tvennt og vonandi náum við að vera í efri hlutunum en það kemur bara í ljós,“ sagði Jónas. ■ 42 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR LOTTÓ VEGNA LIVERPOOL Taílenska stjórnin hefur samþykkt útgáfu lottómiða til þess að fjármagna kaup á 30% hlut í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. FÓTBOLTI Nýliðarnir stóðu í meisturunum KR vann Fjölni 3–1 í Landsbankadeild kvenna en staðan var jöfn í leikhléi. Þór/KA/KS náði að jafna leikinn í Garðabæ þrátt fyrir að vera leikmanni færri í 79 mínútur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Föstudagur MAÍ Undanúrslit vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í körfubolta: Timberwolves heppnir gegn Kings KÖRFUBOLTI Það er orðið ljóst að það verður Minnesota Timberwolves sem fær það erfiða verkefni að mæta Los Angeles Lakers í úrslit- um vesturdeildarinnar. Tim- berwolves mætti Sacramento Kings í fjörugum oddaleik. Timberwolves byrjaði mun betur, náði mest 13 stiga forystu í fyrri hálfleik og áttu Sam Cassell og Kevin Garnett stórleik. Cassell gekk þó ekki heill til skógar, átti við bakmeiðsli að stríða. Athygli vakti að Peja Stojavokic hjá Sacramento Kings, sem á að vera ein besta skytta deildarinnar, hitti aðeins úr þremur af 12 skotum sínum. Eftir að staðan hafði verið 41-31 í hálf- leik, Timberwolves í vil, tók Kings til sinna ráða í þriðja leikhluta og náði með miklu harðfylgi að kom- ast yfir undir lok fjórðungsins. Í síðasta leikhlutanum náði Tim- berwolves góðu forskoti en var þó stutt frá því að glopra því frá sér á síðustu mínútunum. Eftir góða þriggja stiga körfu frá Doug Christie var staðan orðin 81-80 og tæpar 17 sekúndur eftir. Kings braut strax á Cassell sem hitti úr báðum skotum sínum. Chris Webber voru síðan mislagðar hend- ur í þriggja stiga skoti þegar flaut- an gall og Minnesota komið í úrslit vesturdeildarinnar í fyrsta sinn á ferlinum. Latrell Sprewell og Sam Cassell áttu mjög góðan leik en það var stórleikur Kevin Garnett sem gerði gæfumuninn. Garnett skor- aði 32 stig, tók 21 frákast, stal fjór- um boltum og varði heil fimm skot. „Mér fannst ég þurfa að láta til mín taka,“ sagði Garnett, hæstánægður að leik loknum. „Ég vildi ekki sjá eftir neinu í dag, að ég hefði ekki gefið allt mitt í verkefnið,“ bætti Garnett við. Flip Saunders, þjálfari Timberwolves, var í skýjunum með sinn mann. „Hann hefur aldrei verið betri,“ fullyrti þjálfarinn. Timberwolves mætir Lakers í nótt og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. ■ GARNETT FRÁBÆR Kevin Garnett skoraði 32 stig, tók 21 frákast, stal fjórum boltum og varði fimm skot. ■ ■ LEIKIR  20.00 Víkingur leikur við KA á Víkingsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  20.00 Þór Ak. og Þróttur R. leika á Akureyrarvelli í 1. deild karla í fót- bolta. 20.00 Valur mætir HK á Valsvelli í 1. deild karla í fótbolta.  20.00 Fjölnir og Haukar keppa á Fjölnisvelli í 1. deild karla í fót- bolta.  20.00 Stjarnan keppir við Njarðvík á Hofsstaðavelli í 1. deild karla í fótbolta.  20.00 Breiðablik og Völsungur keppa á Kópavogsvelli í 1. deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  14.20 NBA á Sýn. Útsending frá leik Detroit og New Jersey.  16.30 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  16.45 Fótboltakvöld á RÚV. Þáttur um Landsbankadeildina í fótbolta.  18.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV.  18.45 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur meistaradeild Evrópu.  19.15 Íslensku mörkin á Sýn. Þátt- ur um Landsbankadeildina í fót- bolta.  19.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Víkings og KAP í 2. umferð Landsbankadeild- ar karla.  22.00 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. KR–FJÖLNIR 3–1 (1–1) 1–0 Hólmfríður Magnúsdóttir 11. 1–1 Elísa Pálsdóttir 40. 2–1 Sólveig Þórarinsdóttir 76. 3–1 Edda Garðarsdóttir 79. (víti) BEST Á VELLINUM Vanja Stefanovic Fjölnir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 24–7 (19–5) Horn 16–2 Aukaspyrnur fengnar 11–15 Rangstæður 2–3 Spjöld (rauð) 1–3 (0–0) MJÖG GÓÐAR Vanja Stefanovic Fjölnir Edda Garðarsdóttir KR GÓÐAR Embla Grétarsdóttir KR GUðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Sólveig Þórarinsdóttir KR Elísa Pálsdóttir Fjölnir Helga Franklínsdóttir Fjölnir Ratka Zivkovic Fjölnir ■ Það sem skipti máli STJARNAN–ÞÓR/KA/KS 1–1 1–0 Guðrún Halla Finnsdóttir 11. (víti) 1–1 Þóra Pétursdóttir 72. BEST Á VELLINUM Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–5 (12–3) Horn 5–2 Aukaspyrnur fengnar 4–8 Rangstæður 3–0 Spjöld (rauð) 1–0 (0–1) GÓÐAR Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Þóra Pétursdóttir Þór/KA/KS Inga Birna Friðjónsdóttir Þór/KA/KS Auður Skúladóttir Stjörnunni Sarah Lentz Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni ■ Það sem skipti máli Danska bikarkeppnin í knattspyrnu: FC Kaup- manna- höfn vann FÓTBOLTI FC Kaupmannahöfn tryggði sér danska bikarmeistara- titilinn með því að leggja AaB Ála- borg að velli 1-0 í úrslitaleik. Alls er þetta í þriðja sinn sem liðið landar bikarmeistaratitlinum en markið sem skildi liðin að gerði Morten Bisgaard með laglegu skoti rétt innan við vítateig á tutt- ugustu og áttundu mínútu. Seinni hluta síðari hálfleiks lék FC Kaup- mannahöfn einum manni færri því Peter Moller fékk að líta rauða spjaldið en það gerði ekkert til því AaB náði ekki að nýta sér það til fullnustu. Á sunnudaginn getur FC Kaupmannahöfn síðan full- komnað keppnistímabilið en með sigri þá verður danski meistara- titilinn þeirra. Þá verður væntan- lega glatt á hjalla í kóngsins Köbenhavn. ■ HART BARIST Á KR-VELLINUM Í GÆR KR vann nýliða Fjölnis, 3–1, í baráttuleik á KR-vellinum í Frostaskjóli í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.