Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 4
4 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Á að raflýsa Gullfoss? Spurning dagsins í dag: Hver vilt þú að verði næsti utanríkis- ráðherra? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 46% 45,3% Nei 8,8%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Grunurinn gagnvart þremenningunum styrkist: Tveir þeirra keyptu bláa teppið LÍKFUNDUR Grétar Sigurðarson, einn þremenninganna sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkfundar- ins í Neskaupstað, hefur játað aðild sína að málinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Eftir því sem tíminn líður þá styrkist grunurinn gagnvart þess- um þremur einstaklingum,“ segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Arnar segir þó ekkert liggja fyrir um það hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald þegar það rennur út á miðvikudag- inn. Talið er þremenningarnir tengist allir innflutningi á efnun- um sem fundust í iðrum hins látna. Þá liggur fyrir að tveir hinna grunuðu keyptu blátt teppi sem talið er að hafi verið notað til að umlykja hinn látna, Vaidas Jucevicius, á leið frá Reykjavík austur í Neskaupstað. Enn er ekki vitað hvort hinir grunuðu eiga allir jafna aðild að málinu. Ólafur Ragnarsson, lögmaður Grétars, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið í gær. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jónasar Inga Ragnarssonar, segir að skjólstæðingur hans hafi ekki játað neina aðild að málinu. Björgvin Jónsson, lögmaður Thomas Malakauskas, fullyrðir hið sama um sinn skjólstæðing. ■ MAROKKÓ Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarsveitar Landsbjargar snéri aftur heim í gær frá björgunarstörfum í Marokkó. „Það var eyðilegging víða og hrunin hús,“ sagði Ásgeir Böðvars- son, stjórnandi íslensku alþjóða- björgunarsveitarinnar. Alls voru 20 íslenskir björgunar- sveitarmenn á svæðinu sem eru sérþjálfaðir í rústabjörgun. „Við fórum með það í huga að leita og bjarga. Við vorum að aðstoða við uppsetningu á samhæfingarstjórn- stöð Sameinuðu þjóðanna, sendum könnunarleiðangra í þorp til að meta þörf á aðstoð og síðasta daginn vorum við að aðstoða við móttöku hjálpargagna.“ Þegar björgunarliðið snéri til baka á fimmtudag var allri leit og björgun lokið. „Þeir töldu sig hafa fundið alla sem var saknað.“ Ásgeir er á því að framhald muni verða á starfsemi hinnar íslensku alþjóðabjörgunarsveitar. „Við erum sérfræðingar í rústabjörgun og erum með tæknilegan leitarbúnað sem ekki allir búa að og því verður áfram leitað til okkar.“ ■ Nágrannaerjur: Ógnaði með haglabyssu LÖGREGLUMÁL Lögregla stöðvaði fimm unga menn aðfararnótt laug- ardags og yfirheyrði fjóra þeirra fram eftir degi í gær eftir að einn þeirra hafði ógnað nágrönnum sín- um með byssu í kjölfar orðaskaks um háreysti. Mennirnir voru allir frjálsir ferða sinna í gærkvöldi. Atvikið varð skömmu fyrir mið- nætti á föstudag í Vesturbæ Reykja- víkur. Eftir að maðurinn hafði ógn- að nágrönnum sínum með skot- vopninu fór hann upp í bíl ásamt fjórum félögum sínum og stöðvaði lögregla þá skömmu síðar. Við leit í bílnum fannst afsöguð haglabyssa og skotfæri. ■ JÓHANNES PÁLL PÁFI II Kærður fyrir að telja önnur trúarbrögð óæðri kristni. Ósáttur múslimi: Kærði páfa RÓM, AP Baráttumaður fyrir rétt- indum múslima á Ítalíu kærði í gær Jóhannes Pál páfa annan og nokkra helstu forvígismenn kaþólsku kirkjunnar fyrir um- mæli þeirra þess efnis að kristin trú væri öðrum trúarbrögðum æðri. Hann segir að með þessu hafi þeir brotið gegn stjórnar- skrárákvæðum um jafnrétti ólíkra trúarbragða. Kærandinn, Adel Smith, komst í fréttir þegar hann höfðaði dóms- mál og krafðist þess að kross sem er í kennslustofu sonar hans yrði tekinn niður. Ýmis samtök múslima hafa forðast að tengja sig við Smith. ■ Vík í Mýrdal Jeppi valt við Eldgjá LÖGREGLUMÁL Jeppabifreið með tveimur farþegum valt við Eldgjá í umdæmi lögreglunnar í Vík í gær. Ökumaðurinn slasaðist ekki en farþeginn skarst lítillega og var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslustöðina í Vík. Bíllinn er talinn gjörónýtur eft- ir veltuna en jeppinn var hluti af hóp bíla sem var á ferðalagi um fjallabaksleið við Eldgjá í gær. ■ EINN JÁTAR AÐILD - TVEIR NEITA Ekki er vitað hvort allir hinna grunuðu eigi jafnmikla aðild að líkfundarmálinu. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin komin heim frá Marokkó Björgunarstörfum lokið HORFT Á EYÐILEGGINGU JARÐSKJÁLFTANS Borgarhverfi voru tæmd og íbúar fluttir í búðir. Óttast var að fleiri hús myndu hrynja í eftirskjálftum BJÖRGUNARSVEITARMENN AÐ STÖRFUM Björgunarsveitarmenn að tæma flugvél frá belgíska hernum sem innihélt tjöld og hjálpar- gögn frá belgísku ríkisstjórninni. AÐSTÆÐUR KANNAÐAR Oddgeir Sæmundsson einn af stjórnendum íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar að kanna skemmdir. Í þessu húsi létust að minnsta kosti tveir heimilismenn. LÆKNIR OG SLÖKKVILIÐSMAÐUR BJÖRGUNARSVEITARINNAR SINNA VEIKUM. Hann hafði verið að mótmæla ríkisstjórninni mitt í óreiðu jarðskjálftans. Hann örmagnað- ist og var færður til björgunarsveitarinnar sem veitti honum aðhlynningu og sendi á sjúkrahús. Síðar fréttu þeir að hann hefði náð sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.