Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 20
20 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Símaviðtal mitt við sykurskvís-una Heidi Range var eitt það undarlegasta sem ég hef tekið á mínum ferli sem blaðamaður. Í rauninni minnti samtalið að mörgu leyti á klaufalegustu við- reynslusímtöl sem ég hef átt. Og trúið mér, þó að mér sé borgað fyrir að setja saman setningar í vinnunni, þá getur það vafist illi- lega fyrir manni þegar á reynir. Dýrin eru heppin. Skrautfuglar þurfa bara að setja upp stélfjaðr- irnar og sperra sig til þess að heil- la hitt kynið. Við höfum engar fjaðrir og neyðumst því til þess að stóla á hæfni okkar með orð. En hvað gagnast orð okkur þegar við vitum ekki hvað við eigum að segja? Eftir að hafa spjallað við Heidi úr Sugababes er ég nokkuð viss um að mér verður ekki boðið í eftirpartíið eftir tónleika þeirra í Laugardalshöll. Fjandakornið. Bara skellt á’mann!? Ég hafði beðið eins og smá- strákur eftir því að fá að heyra í Mutyu Buena, þessari dökkhærðu með lokkinn í efri vörinni og stingandi augnaráðið. Var viss um að hún væri hörku töffari sem auðvelt væri að ná á flug í spjalli. Þegar síminn minn hringdi svo, 3 mínútum of seint, var mér sagt að ég myndi tala við Heidi. Glæsi- legu ljóskuna með fjarlæga, dreymandi og alvarlega augna- ráðið. Heidi er rétt tæplega 21 árs, þremur árum eldri en stofnmeð- limirnir og æskuvinkonurnar Keisha Buchanan og Mutya. Hún kemur frá Liverpool og var áður í Atomic Kitten. Hún var ráðin í Sugababes eftir að Siobhan Donaghy yfirgaf vinkonur sínar stuttu eftir að fyrsta plata þeirra One Touch kom út árið 2001. Aug- ljós byrjun á spjallinu var því að spyrja hana af hverju fyrri stúlk- an hafi yfirgefið Sugababes rétt áður en sveitin náði flugi? „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún hætti,“ svarar Heidi með sterkum Bítlahreim frá Liverpool. Röddin er ofarlega á tónskalanum og augljóst að at- hygli stúlkunnar er ekki bara á spjalli okkar. „Ég hef aldrei hitt hana og þekki hana ekki neitt.“ Ok, en af hverju hættir þú í At- omic Kitten? „Ég hætti aðallega út af því að mig langaði ekki til þess að halda áfram,“ svarar Heidi heldur þurr- lega. „Ég hafði ekkert gaman af því sem þær voru að gera og vildi fara í aðrar áttir. Þessar sveitir eru að gera gjörólíka tónlist. Það er auðvitað ekki sama fólk í sveitun- um og þess vegna eru þær ólíkar.“ Svo þig langaði til þess að fara í aðrar átt- ir? Meira í átt að garage og hiphop kannski? „Nei, Sugababes spila ekki svoleiðis tónlist,“ segir Heidi svo köld að símtólið frýs nánast við eyrað á mér. Ég rétt næ að andvarpa stuttlega áður en sambandið slitnar skyndilega. Hafði Heidi skellt á mig? Heidi læsist úti Hálftíma síðar hringir í mig maður frá plötufyrirtæki hennar. Hann segist hafa fengið símtal frá Heidi og hún sagt honum að sam- bandið hefði slitnað hjá okkar. Jæja, hugsaði ég. Ætlar hún núna að koma skríðandi til baka? „Hæ, fyrirgefðu þetta áðan,“ segir Heidi nokkuð sannfærandi. Ég fyrirgef henni auðvitað á auga- bragði. Þegar Heidi kynntist vinkon- um sínum í Sugababes áttu þær það til að tala saman á undarlegu tungumáli sem henni var ómögu- legt að skilja. Þetta var slangur beint af strætunum í norður London, þaðan sem stúlkurnar eru, og því eflaust óþægilegt að þær hefðu tungumál út af fyrir sig. „Þær gera þetta ekki lengur,“ segir Heidi um leið og hún heilsar einhverjum á hinum endanum og heldur svo áfram. „Þær kenndu mér þetta svo.“ Hér byrjar mikið brak að heyr- ast frá símanum. Hvað ætli hún sé að gera núna? Hljómar eins og hún sé að þrýsta sellófan upp við símtólið. Ætli hún sé að reyna falsa símatruflanir til að losna við mig? Næst heyri ég að hún gengur af stað á háum hælum. Hún er greinilega á farti og að flýta sér á næsta stað. Það gæti útskýrt und- arlega hegðun hennar. Ég reyni að muldra eitthvað en heyri að hún er ekki að hlusta. Næst heyri ég að svarað er í dyrasíma. „Hæ, Sugababe,“ segir Heidi og vissi greinilega leyniorðið því hún fær inngöngu hið snarasta inn á gang þar sem háhælað göngulag henn- ar endurkastast af steinveggjum. Auðvelt að ímynda sér að hún sé komin í göng sem leiða niður að leynilegu neðanjarðarbyrgi í London. Næst heyri ég hana reyna að opna aðra hurð, augljóslega með litlum árangri. Hún and- varpar, muldrar eitthvað sem ég get ekki greint og gott ef hún blótar ekki. „Ohh... fyrirgefðu...,“ segir hún allt í einu í símann. „Hvað varstu að segja?“ Það er greinilega mik- ið að gera hjá þér. „Já, ég kemst ekki inn í æfingahúsnæðið,“ segir hún pirruð og ber hressi- lega þremur höggum á hurð sem hljómar eins og hún sé úr stáli. Við deilum ein- manalegu bergmál- inu á milli landa. Bitin af hundi barnapíunnar Heidi játar sig greinilega sigr- aða af stálhurðinni og ákveður að klára viðtalið. „Hæ,“ segir hún mjög vin- gjarnlega. Ertu að fara á æfingu, eruð þið þá með hljómsveit á tónleikum? „Já. Við eigum að vera að því í dag, að samræma okkur við hljómsveitina áður en við leggjum af stað í tónleikaferðina,“ segir hún og slær enn einu sinni í stál- hurðina. Þið eruð ekki svona stelpusveit sem dansar rosalega mikið. „Nei, við dönsum í rauninni ekkert.“ Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Það er bara vegna þess að við erum söngvarar en ekki dansarar. Við viljum bara einbeita okkur að því að syngja. Ég er bara miklu betri í því að syngja en að dansa.“ Ég hef verið skammaður hérna fyrir að halda því fram að þið semjið Vinsælasta stúlknasveit Bretlands, Sugababes, heldur tónleika í Höllinni þann 8.apríl. Blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til sykurskvísunnar Heidi: Stutt samband við sykurskvísu Nei, Sugababes spila ekki svoleiðis tónlist,“ segir Heidi svo köld að símtólið frýs nánast við eyrað á mér. Ég rétt næ að and- varpa stuttlega áður en sambandið slitnar skyndilega. Hafði Heidi skellt á mig? ,, Ég var ekki að hugsa neitt sér-stakt og það hafði ekkert gerst. Hún kom bara alveg upp úr þurru en virkaði strax á mig sem furðulega frumleg – jafnvel geggjuð – sú hugmynd að fara í messu. Af hverju? Maður er skírður, fermdur og blaðar stundum í Biblíunni. En vaknar einhver lengur á sunnudags- morgnum til að fara í kirkju? Sennilega var það bara það sem mig langaði að komast að. Eða hvað? Stundum vantar eitthvað í dagana. Stundum er þetta bara einum of gef- ið. Maður er kannski í kassaröð í 10-11 þegar skyndilega hellist yfir mann eitt- hvað tóm og hugs- ar: „Jæja, hér er maður þá eina ferðina enn. Að reyna að ákveða hvort maður þarf einn eða tvo poka. Er þetta lífið?“ Núorðið eru svona hugsanir afgreiddar sem þung- lyndi og í besta falli sjálfsvor- kunn. En hvað ef þetta er það sem einu sinni var miklu algeng- ara, sjálfur Efinn. Maður er nátt- úrlega búinn að prófa líkams- rækt, yoga, sálfræðinga, kajak- námskeið og heilun. En kannski er bara málið að syngja sálma, skila inn nokkrum bænum og fá Guð til að hjálpa sér með pokana. Hvenær eru messur? Hvernig á maður að vera klæddur? Það reyndist ekkert til sem heitir www.messa.is en á vef Þjóð- kirkjunnar sá ég að í velflestum kirkjum borgarinnar er messað á sunnudögum klukkan ellefu. Ég valdi Háteigskirkju. Stórt gé Og sunnudagurinn rann upp og sá var bjartur og krossarnir á Háteigskirkju stungust upp í blá- an himinn og bjöllurnar berg- máluðu í hverfinu og þar var gnótt bílastæða. Fyrir innan tók við þung kirkjulykt. Sama lykt og af gömlum bókum. Ég kom mér fyrir á einum bekkjanna og furðaði mig á hversu margir voru mættir. Í kirkjunni sátu ör- ugglega 30 manns og ungt fólk var í meirihluta. Innan um voru hátíðleg eldri hjón, flissandi krakkar sem hlutu að vera í fermingarundirbúningi og nokkrir hljóðari einstæðingar. Framan við altarið logaði á kert- um og þar beið tíu manna kór ásamt organista. Eftir flott orgelspil steig presturinn fram, vakti athygli á sálmanúmerum á veggjunum og benti á að dagskrá messunnar væri að finna í sálmabókinni. Presturinn var klæddur hvítri og grænni hempu og leit út eins og prestur. Við tók „ritningar- lestur“, standa, sálmasöngur, setjast, „guðspjallalestur“, stan- da, meira orgelspil og eitthvað fleira sem ég áttaði mig ekki á. Í sálmabókinni sýndist mér að við værum að fylgja „Messa 1 – með sígildu tónlagi.“ Presturinn keyrði þetta áfram af miklum rögg og einmitt þegar maður var farinn að upplifa sig sem einn af einhvers konar hjörð, kom að „predikun“. Þegar hann hafði imprað á nokkrum hörmungarfréttum lið- innar viku, rifjaði presturinn upp sögu af því þegar Jesú kom að manni sem hafði dvalist lengi við í einhverjum helli, og spurði: „Hvað ert þú að gera hér?“ Í ljós kom að maðurinn var þarna til að fá einhvern botn í líf sitt. Sag- an var mun lengri og presturinn sagði hana til að benda á að sú þrá byggi með okkur mönnunum að verða betri. Tók síðan að velta fyrir sér hvers vegna það væri þá svona margt vont í heiminum? Og gaf til kynna að þar væri um að kenna sjálfsel- sku, græðgi, ótta við tóm, til- gangsleysi – eða dauðann. Hins- vegar hefði Kristur komið í heiminn til að frelsa okkur og með upprisu hans hefði það gerst að dauðinn þyrfti ekki lengur að vera ríkjandi afl í lífi mannanna. Þessu ættum við til að gleyma. Ef ég skildi prestinn rétt. Eftir „almenna kirkjubæn“ og „friðarkveðju“ þar sem beðið var fyrir sjúkum, alþingi og for- setanum kom að lið sem heitir „þögn til íhugunar“. Ég ákvað að nota hana vel. Og spurði sjálfan mig hversu trúaður ég væri. Hversu nagaður ég væri af Ef- anum. Þetta var reyndar frekar stutt þögn. En á meðan á henni stóð náði ég ekki að svara spurn- ingunni betur en svo að ég gæti varla hugsað mér að fara í gegn- um lífið öðruvísi en ímynda mér að til væri eitthvað æðra Davíð Oddssyni. Og að ég skrifa alltaf Guð með stóru géi. Á eftir gekk fólk til altaris og þáði oblátur. Presturinn greip stóran silfurbikar, lyfti honum upp fyrir höfuð og skálaði í þykjustunni við kirkjugestina svo sum fermingarbörnin fóru að hlæja. Samkvæmt sálmabók- inni var þessi tilkomumesti liður messunnar svokölluð „berging“. Að henni lokinni tók við „þakk- arbæn“, „innsetningarorð“, „Faðir vor“, „blessun“ og „loka- bæn“. Síðast á dagskrá var „eft- irspil“ organistans. Á meðan það fléttaðist við kirkjubjöllurnar hraðaði presturinn sér að úti- dyrunum, þar sem hann svo tók í hönd hvers og eins með orðun- um: „Takk fyrir stundina.“ Bænheyrn? Stundin var ágæt og mér finnst allt eins líklegt að maður gæti orðið aðeins betri rifi mað- ur upp messusóknina. En það væri þá sennilega hugarfars- breytingunni að þakka frekar en kirkjunni. Þótt boðskapurinn á bak við kertin, hempuna og org- elspilið sé fallegur, er hægt að sitja svo víða annars staðar en í messu til að tileinka sér hann. Því efast ég um að ég eigi eftir að nenna aftur í kirkju í bráð. Þó ég auðvitað viti það ekki. Frekar en hvað ég er yfirleitt að gera hér. Ég veit bara að eftir mess- una, þegar ég fór að versla í 10- 11 og kom að kassanum, var eng- in röð. ■ ■ Leitin að Reykjavík „Hvað ertu að gera hér?“ HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. HÁTEIGSKIRKJA „Og sunnudagurinn rann upp og sá var bjartur og krossarnir á Háteigskirkju stungust upp í bláan himinn og bjöllurn- ar bergmáluðu í hverfinu og þar var gnótt bílastæða.“ ■ Þegar hann hafði imprað á nokkrum hörm- ungarfréttum liðinnar viku, rifjaði prestur- inn upp sögu af því þegar Jesú kom að manni sem hafði dval- ist lengi við í einhverjum helli, og spurði: „Hvað ert þú að gera hér?“ FB -M YN D G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.