Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 39
Ragnhildur Guðmundsdóttir: Berum höfuðið hátt 39SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 HANDBOLTI Aðalsteinn Eyjólfsson tók við liði ÍBV fyrir þetta keppn- istímabil og undir hans stjórn hef- ur liðið leikið mjög hraðan og skemmtilegan handbolta. Það verður allt annað en auð- velt fyrir önnur lið að koma í veg fyrir að Eyjastelpur hirði alla titla sem í boði eru. „Þetta var frábær leikur og þá sérstaklega sóknar- lega séð. Varnarleikurinn var slakur af beggja hálfu en leikur- inn var vissulega hraður og skemmtilegur,“ sagði Aðalsteinn. „Gæði þessa leiks sýna í raun hvað kvenfólkið er komið langt í dag, að geta spilað heilan leik á þessum hraða er staðfesting á miklum framförum. Það er ekkert launungarmál að ef við ætlum að fara með kvennaboltann upp á næsta stig verðum við að halda áfram að auka hraðann og um leið auðvitað kröfurnar. Til lengri tíma litið skilar þetta sér í betri leikmönnum og skemmtilegri leik og eykur möguleika okkar í al- þjóðlegum handbolta,“ sagði hann og bætti við: „Stelpurnar mættu einbeittar til leiks minnugar ófar- anna í fyrra og það kom einfald- lega ekki til greina að lenda í því aftur. Eftir smá byrjunarörðug- leika náðum við dampi í leik okk- ar undir lok fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik vorum við að spila miklu meira sem ein liðsheild en í þeim fyrri og það skilaði okkur alla leið.“ ■ AÐALSTEINN TOLLERAÐUR ÍBV hefur leikið hraðan og skemmtilegan handbolta undir stjórn Aðalsteins. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV: Hraður og skemmti- legur leikur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HANDBOLTI Eyjastúlkur, sem eru í toppsæti Remax-deildarinnar, komust í 2-1 í upphafi leiks en eft- ir það tóku Haukastúlkur foryst- una og héldu henni allt þar til nokkrar sekúndur voru til leik- hlés. ÍBV skoraði fjögur mörk í röð með mjög góðum leikkafla undir lok hálfleiksins og breytti stöðunni sér í vil úr 13-16 í 17-16. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. ÍBV skoraði fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komst í 19-16. Eftir þessa rispu Eyjastúlkna höfðu þær undirtökin það sem eftir lifði leiks og náðu að halda forskoti sínu í tveimur til þremur mörkum allt þar til flaut- að var til leiksloka. Lokatölur urðu 35-32 Eyjastúlkum í vil. Þar með náðu þær að hefna fyrir nauman ósigur gegn Haukum í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Alla Gokorian og Sylvia Strass voru markahæstar í liði ÍBV með níu mörk en næst á eftir kom Anna Yakova með átta. Julia Gantimurova átti fínan leik í markinu og varði alls tuttugu skot. Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrirliði Hauka, átti frábæran leik og hélt liðinu á löngum kafla inni í leiknum. Hún skoraði níu mörk en Ramune Pekarskyte var marka- hæst með ellefu, þar af fjögur úr vítaskotum. Bryndís Jónsdóttir átti góðan leik og varði 18 skot í markinu. ■ Sætur bikarsigur Eyjastúlkna Eyjastúlkur eru bikarmeistarar í handbolta eftir sigur á Haukum í hröð- um og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. HANDBOLTI Ragnhildur Guðmunds- dóttir, fyrirliði Hauka, átti hreint út sagt stórkostlegan leik og ör- ugglega sinn besta á ferlinum til þessa. Hún var stolt af sínum stelpum þótt tapið væri auðvitað svekkjandi. „Við ætluðum að koma í þennan leik og berjast eins og ljón og þegar komið er út í hreinan úrslitaleik þá eru mögu- leikarnir einfaldlega jafnir,“ sagði hún. „Við berum höfuðið hátt eftir þennan leik enda lögðum við okk- ur allar hundrað prósent fram og stóðum saman sem lið. Það var nokkuð áfall að missa Kristinu út af meidda í byrjun en Bryndís kom sterk inn og undirstrikaði styrk liðsheildarinnar ennfrem- ur,“ sagði Ragnhildur sem skoraði fimm mörk í röð á rúmlega þrigg- ja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. ■ RAGNHILDUR Stóð sig frábærlega í úrslitaleiknum og skoraði níu mörk. HANDBOLTI Elísa Sigurðardóttir, fyr- irliði ÍBV, var kampakát eftir leik. „Það er alltaf jafn gaman að vinna bikarinn og þessi er engin undan- tekning,“ sagði Elísa sem var að vinna sinn þriðja bikarúrslitaleik í fimm tilraunum. „Ég er ekki frá því að það hafi skipt sköpum að við náðum að komast yfir fyrir leikhlé, það var sálrænt séð mjög sterkt. Hraðinn var mikill og við sýndum að liðið er í mjög góðu formi og getum vel haldið út heilan leik á svona miklum hraða. Þetta var týpískur bikarúrslitaleikur og mér fannst bæði lið standa sig frábær- lega og sýna virkilega hvað við stelpurnar getum.“ ■ MEÐ BIKARINN Elísa heldur á bikarnum í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitill hennar á ferlinum. Elísa Sigurðardóttir: Alltaf jafn gaman ÍBV-HAUKAR 35-32 (17-16) Mörk ÍBV: Alla Gokorian 9/3 mörk Sylvia Strass 9 Anna Yakova 8 Birgit Engl 4 Guðbjörg Guðmannsdóttir 4 Þórsteina Sigbjörnsdóttir 1 Varin skot: Julia Gantimurova 20 Vítanýting: 5/3 (60%) Hraðaupphlaupsmörk: 13 Brottvísanir: 4 mínútur Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11/4 Ragnhildur Guðmundsdóttir 9 Erna Þráinsdóttir 3 Anna Guðrún Halldórsdóttir 3 Tinna Halldórsdóttir 3 Sandra Anulyte 2 Martha Hermansdóttir 1 Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 18/2 Kristina Matuzeviciute 2 Vítanýting: 4/4 (100%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 Brottvísanir: 4 mínútur FÖGNUÐUR Eyjastúlkur fagna bikarmeistaratitlinum í Laugardalshöll í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.