Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 10
Þjóðin hefur síðustu daga mátaðDavíð Oddsson í embætti dóms- málaráðherra en flestir reikna með að hann setjist í það ráðuneyti í haust eftir að hann gaf ádrátt þess efnis í Brenndepli Sjónvarpsins fyrir viku. Þeirri skoðun var hreyft í Frétta- blaðinu á miðvikudag hvort starf dómsmálaráðherra væri fullt starf og raunar komst skrifari að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. En hvaða ráðherraembætti er fullt starf og hvað ekki? Sagan sýn- ir að á því er allur gangur og raunar má færa rök fyrir því að það sé alls ekki fullt starf að sitja bara í einu ráðuneyti. Menn hafa nefnilega sýnt að það er leikur einn að drottna yfir nokkrum ráðuneytum í einu og það þó ólík séu. Þannig var Matthías Bjarnason einu sinni heilbrigðis- og sam- gönguráðherra og á sama tíma var Jón Helgason bæði dóms- og land- búnaðarráðherra. Gunnar Thorodd- sen sinnti félagsmálunum og iðnað- inum samtímis, Albert Guðmunds- son var um skeið fjármála- og iðn- aðarráðherra og Matthías Á. Mathiesen var bæði með viðskiptin og utanríkismálin á sinni könnu. Bæði Halldór Blöndal og Steingrím- ur J. Sigfússon stýrðu landbúnaðar- ráðuneytinu með vinstri hönd og samgönguráðuneytinu með hægri, Þorsteinn Pálsson fór létt með að vera bæði sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra og Guðmundur Bjarnason var landbúnaðar- og um- hverfisráðherra. Sighvatur Björgvinsson er hins- vegar ofurmennið mesta, hann taldi ekki eftir sér að vera iðnaðar- ráðherra, viðskiptaráðherra, heil- brigðisráðherra og ráðherra nor- rænna samstarfsmála, allt á sama tíma. Á þessari upptalningu sést glögglega að menn hafa margsinnis vasast í tveimur, þremur og jafnvel fjórum ráðuneytum í einu og það án þess að þeir hafi kvartað. Það var heldur ekki kvartað undan lítilli viðveru ráðherranna í ráðuneytun- um né heldur yfir því að mál hefði ekki fengið venjulega afgreiðslu vegna fjarveru þeirra eða anna á öðrum vígstöðvum. Með árunum hefur það svo gerst að upplýsingakerfi og fjarskipti hafa batnað, sérfræðiþekking er orðin meiri og starfsmenn ráðu- neytanna fleiri. Um leið og þessi þróun hefur orðið hefur ráðherrum ríkisstjórnanna fjölgað, þeir sinna aðeins einu í einu og tala vart um annað en sína málaflokka. Kannski þróunin verði sú að fleiri ráðuneyti verði stofnuð, jafn- vel að núverandi ráðuneytum verði skipt upp. Það má til dæmis hugsa sér að menningin verði klofin út úr menntamálaráðuneytinu og til verði sérstakt menningarráðu- neyti. Að sama skapi gætu utanrík- isviðskipti fallið undir sérstakt ráðuneyti og almannatryggingarn- ar sömuleiðis. Þannig gæfist færi á að gera enn fleiri þingmenn að ráð- herrum. Er það ekki líka draumur þeirra allra? ■ Það hefur verið svolítið erfitt aðátta sig á stefnu forystu Sjálf- stæðisflokksins í mörgum málum að undanförnu og því er erfitt að meta þá skoðun sem Björn Bjarnason setti fram í Morgun- blaðinu í gær að hugsanlega mætti efla hér beint lýðræði með tilheyrandi þjóðaratkvæða- greiðslum og gera með því embætti forseta Íslands óþarft. Ég þekki samanlögð pólitísk ritstörf Björns en man ekki til þess að hann – né marg- ir af forystumönn- um Sjálfstæðis- flokksins – hafi verið miklir hvata- menn þjóðarat- kvæðagreiðslna. Flokkurinn gerði til dæmis góðlát- legt grín af R-list- anum fyrir að spyrja borgarbúa um afstöðu til flug- vallarins í Vatns- mýrinni. Og í gegn- um tíðina hafa það verið kratískir vinstrimenn – menn eins og Vil- mundur Gylfason og Ólafur Ragn- ar Grímsson – sem helst hafa haldið á lofti nauðsyn þess að virkja lýðræðið betur í samfélag- inu. Sjálfstæðismönnum hefur lið- ið best í núverandi kerfi – enda kannski ekki að furða, þar sem þeir hafa verið fjölmennastir á þingi og þaulsetnastir í ríkis- stjórn. Þeir – og aðrir stjórnmála- menn sem hafa litið á sig sem réttborna til valda – hafa yfirleitt afgreitt tillögur um þjóðar- atkvæði – að ekki sé talað um rannsóknarnefndir þingsins eða annað sem ætlað er að virkja lýð- ræði – sem hálfgerðan barnaskap og til lítils leiða annars en truflun- ar á eðlilegum störfum réttkjör- inna fulltrúa þjóðarinnar. Ritstjóri Morgunblaðsins hef- ur hins vegar lagt fram svipaðar tillögur og Björn þótt hann hafi ekki viljað draga þá ályktun að með því að auka beint lýðræði sé forsetinn óþarfur. Þessi skoðun ritstjórnar Morgunblaðsins hefur hingað til ekki fengið hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið afgreidd sem kratísk villa – eins og svo margt sem Morgunblaðið hefur lagt áherslu á en sem ekki fellur að markmiðum flokksins. En síðustu mánuðir hafa sýnt að forysta Sjálfstæðisflokksins er tilbúin að endurskoða stefnu sína. Sá grunur hangir hins vegar ætíð yfir þessum stefnubreytingum að það sé fremur afstaða forystu- manna flokksins til tiltekinna manna sem ráði breyttri stefnu fremur en ígrundun málefna. Eft- ir afmælishátíð forsætisráðherra vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar hefur gosið upp mikil hugmyndafræðileg vinna innan flokksins um hlutverk og tilgang embættis forseta Íslands. Davíð Oddsson vill endurskoða stjórnarskrána til að þrengja að valdi embættisins og nú veltir Björn því upp að hugsanlega geti Netið komið í stað embættisins. Þegar þjóðin er nettengd þarf hún ekki forseta. Vörn gegn stjórnmálamönn- um Auðvitað er það hið besta mál að þjóðin ræði um hvert hlutverk hún vilji að forseti lýðveldisins sinni. Mér segir svo hugur að stærsti hluti þjóðarinnar vilji að forsetinn hafi völd til að grípa inn í þegar stjórnmálaflokkarnir geri af sér vondar skammir í ríkis- stjórn eða á Alþingi. Íslenska þjóðin hefur hvorki mikla trú á stjórnmálaflokkum né á Alþingi – því miður. Og það er ekki við þjóð- ina að sakast. Það eru stjórnmála- flokkarnir sem hafa ekki náð að afla sér trausts. Til þess er þeim of tamt að misnota aðstöðu sína og meta eigin hagsmuni – og hags- muni gæðinga sinna – meira en þjóðarinnar. Þessi afstaða kemur skýrt fram við hverja forseta- kosningu. Þar sigra þeir fram- bjóðendur sem ríkasta áherslu leggja á völd forsetans og hlut- verk hans til að grípa inn í þegar stjórnmálamennirnir ganga gróf- ast gegn hagsmunum þjóðarinnar. Ólafur Ragnar var til dæmis kos- inn vegna slíks málflutnings. Þeir frambjóðendur sem hafa boðið sig fram til starfa í anda afstöðu for- ystu Sjálfstæðisflokksins hafa tapað – sem valdalausar skraut- dúkkur og þjónar þingræðis undir ægivaldi flokkanna. Hverjar for- setakosningar hafa því verið þjóðaratkvæðagreiðsla um hlut- verk forsetans og alltaf hefur nið- urstaðan orðið sú sama: Flestir kjósendur vilja myndugan forseta sem segist ekki óttast að beita valdi sínu. Það er því líklegt að opin umræða um forsetaembættið muni draga fram vilja til að styrkja völd forsetans í stjórnar- skrá fremur en að veikja þau. En umræðan er ágæt engu að síður. Að sama skapi er þarft að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur. En ég veit ekki hversu margir eru til- búnir að taka þátt í umræðunum ef undirliggjandi er sú hugmynd að innleiðing þjóðaratkvæða- greiðslna leiði til þess að forset- inn verði settur af. Þjóðaratkvæði og embætti forsetans eru vissu- lega af sama toga – tæki sem þjóð- in hefur til að stemma stigu við valdagírugum stjórnmálamönn- um. Nauðsyn þess að hamla yfir- gangi stjórnmálamanna er hins vegar svo brýn að okkur veitir ekki af sem flestum tækjum til þeirra verka. Og um hvort tveggja – embætti forsetans og þjóðaratkvæði – á það við að það er æði erfitt að hefja umræðuna með þeim hætti sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa gert; sem eins- konar afleiðu af deilu Ólafs Ragn- ars og Davíðs Oddssonar. Þeir eru of fáir sem telja skap þessara manna svo merkt að þangað megi sækja upphaf gagngerrar breyt- ingar á stjórnsýslunni. Mikið fyrir einum manni haft Og annað þessu skylt. Davíð Oddsson forsætisráðherra skrif- aði pistil á tíkin.is, vef sjálfstæð- iskvenna, og kaus að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum – hvað annað? Davíð telur ekkert mál brýnna ef marka má ákefð hans í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um hverjir séu hæfir til að eiga fjölmiðla – og þá sérstak- lega hverjir séu ekki til þess hæf- ir. Þessi þráhyggja ráðherrans hlýtur að standa í vegi fyrir þarf- ari verkum; svo sem samræmingu lífeyrisréttinda landsmanna, end- urskoðun heilbrigðiskerfisins, endurmat á hlutverki ríkisvalds- ins, nýrri stefnu í varnarmálum, aukinni skilvirkni í ríkisrekstri og mörgu öðru sem flokka mætti undir brýn úrlausnarefni. Ef ráð- herrann gæti einbeitt sér að ein- hverju þessara af sama þrótti og býr í löngun hans til þess að banna eigendum Fréttablaðsins að eiga fjölmiðla gæti hann fleytt ís- lensku samfélagi langt fram á veg. Í stað þess eyðir hann orku sinni í stríð við tiltekna fjölmiðla – og erjur við sitjandi forseta. Efnislega er fátt hægt að segja um skrif Davíðs. Þau eru drifin áfram af sannfæringu um að út- gáfa Fréttablaðsins tengist honum persónulega. Ráðherrann trúir því að menn skrifi og gefi út dagblað 360 daga á ári, prenti það í 100 þúsund eintökum, beri það út á 85 þúsund heimili og hafi til þess 1.400 manns í vinnu til þess eins að hrekkja hann. Við svona hugmyndum er náttúrlega ekkert að segja nema ef væri eitthvað úr orðasafni Guðna Ágústssonar: Obbobobb. Davíð telur það vera enn eina sönnunina fyrir kenningu sinni að enginn aðstandenda Fréttablaðs- ins hafi nennt að svara fullyrðing- um Halls Hallssonar, kynningar- stjóra Heimastjórnarafmælis, um hversu allt væri rotið á síðum þess. Ég veit ekki um aðra sem tengjast útgáfu blaðsins, en ég hef fyrir löngu hætt að láta það sem Hallur segir eða skrifar trufla mig. Ég get ekkert gert fyrir Hall. Ekkert sem ég segi fær breytt af- stöðu hans. Ef staðreyndir stang- ast á við það sem hann heldur fram þá breytir hann staðreynd- unum eða býr til nýjar. Hann sendi okkur á Fréttablaðinu grein til birtingar þar sem hann sagðist vita hvenær og hvert upplýsingar hefðu borist hingað og hafa fyrir því traustar heimildir. Þær heim- ildir voru ekki traustari en svo að fullyrðingar Halls voru augljós ósannindi. Og þar sem það sama gildir um Hall og aðra þá birtum við ekki þessi augljósu ósannindi. Það er því rangt hjá Davíð að draga þá ályktun af skrifum Halls að allt sé satt sem ekki birtist í Fréttablaðinu. Og ég vil ekki trúa að ráðherrann sé orðinn svo heit- ur í andúð sinni að hann trúi því að svo sé. Það er heldur ekki svo að allt sem sagt er um Fréttablað- ið og sem starfsmenn þess mót- mæla ekki formlega sé satt. Fremur en allt sem sagt er um Davíð sé satt sem hann mótmælir ekki – eða einhver hinna tryggu fótgönguliða hans. Það bætir held- ur engan málstað að fylgjendur hans éti ósannindin og delluna hver upp eftir öðrum. Eins og ráð heimskra mann gefast verr eftir því sem fleiri slíkir koma saman þá verður vitlaus kenning ekki gáfulegri við að fleiri tyggi hana upp. ■ 10 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fullt starf og ekki fullt starf ■ Ráðherrann trú- ir því að menn skrifi og gefi út dagblað 360 daga á ári, prenti það í 100 þúsund eintök- um, beri það út á 85 þúsund heimili og hafi til þess 1.400 manns í vinnu til þess eins að hrekkja hann. Við svona hug- myndum er náttúrlega ekk- ert að segja nema ef væri eitthvað úr orðasafni Guðna Ágústs- sonar: Obbobobb. Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ spáir í ráðherraembættin. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál – og um hver skuli vera forseti. Böndum komið á forsetann og fjölmiðlana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.