Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Grenada, Grenada, Grenada mín nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er heimildarkvikmynd um borgara- styrjöldina á Spáni 1936–39. Skýringar á ensku. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Stórsveit Reykjavíkur held- ur sína fyrstu tónleika á árinu á Hótel Borg. Flutt verður tónlist Stórsveitar Dizzy Gillespie. Stjórnandi er bandaríski trompetleikarinn og útsetjarinn Greg Hopkins.  19.00 Íslenska óperan frumsýnir Brúðkaup Fígarós eftir Mozart með Bergþóri Pálssyni, Auði Gunnarsdótt- ur, Huldu Björk Garðarsdóttur, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Sesselju Krist- jánsdóttur og Davíð Ólafssyni í helstu hlutverkum.  21.00 Djassorgeltríóið B3 leikur á Hótel Borg í tónleikaröð djassklúbbsins Múlans. ■ ■ LEIKLIST  11.00 Grease með Birgittu og Jónsa í Borgarleikhúsinu.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Leikbrúðuland sýnir í Iðnó brúðuleikritin „Pápi veit hvað hann syngur“ og „Flibbann“, bæði byggð á sögum H.C. Andersen.  15.00 Grease með Birgittu og Jónsa í Borgarleikhúsinu.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Nemendafélag Verzlunar- skóla Íslands sýnir Sólsting í Loftkastal- anum.  20.00 Vesturport sýnir Brim eftir Jón Atla Jónasson í félagsheimilinu Hnífsdal.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins. ■ ■ SKEMMTANIR  Moody Company verður á afmælis- veislu 22 ásamt Krumma í Mínus og Franz í Ensíma. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 42 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 1 2 3 FEBRÚAR Sunnudagur Moz-art er svona eins og pop-art. Það lá svolítið í orðinu sjálfu hvernig útlit sýningarinnar ætti að vera,“ segir Ingólfur Níels Árnason leikstjóri, sem stjórnar uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós. „Mozart er heimur út af fyrir sig. Við ákváðum að hafa hvítar hárkollur og búningarnir eru allir unnir upp úr þessum hefðbundnu búningum frá þessu tímabili.“ Brúðkaup Fígarós er stærsta verkefni Íslensku óperunnar á þessum vetri. Frumsýning er í kvöld og átta aðrar sýningar eru ráðgerðar. Í helstu hlutverkum eru Berg- þór Pálsson, sem leikur Almaviva greifa, Auður Gunnarsdóttir, sem leikur greifynjuna, Hulda Björk Garðarsdóttir, sem er Susanna, þerna greifynjunnar, og svo Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson í hlut- verki Fígarós. Hljómsveitarstjóri er Christopher Fifield, en Ingólfur Níels stjórnar sýningunni, enda sérhæfði hann sig til þess á Ítalíu að stjórna óperusýningum þegar hann var þar í leikstjórnarnámi. „Ég bjó á Ítalíu í sex ár og heillaðist gjörsamlega af þessu leikhúsformi,“ segir Ingólfur Níels Árnason leikstjóri, sem stjórnar uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós. „Það er engu líkt að hafa heila sinfóníuhljómsveit sem segir sög- una með þér. Tónlistin er svo sterkur sögumaður, og maður þarf að virða hann. Það þýðir ekk- ert að leikstýra bara eins og þetta sé leikrit með sándtrakki.“ Ingólfur Árni hefur áður stjórnað uppfærslu Íslensku óp- erunnar á Rakaranum í Sevilla, sem var sýndur haustið 2002. Þótt tónlistin við Rakarann í Sevilla sé eftir Rossini, þá er Brúðkaup Fígarós í beinu fram- haldi af Rakaranum, enda eru báðar óperurnar byggðar á leik- ritum eftir franska rithöfundinn Beaumarchais. Brúðkaup Fígarós fjallar um þjóninn Fígaró og þjónustustúlk- una Súsönnu, sem ætla að ganga í hjónaband. Almavíva greifi, sem þau vinna bæði hjá, hefur hins vegar mun meiri áhuga á Súsönnu en greifynjunni, eigin- konu sinni. Greifinn fær þó makleg mála- gjöld og þarf að biðjast afsökun- ar á háttalagi sínu að lokum. ■ ■ ÓPERA SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND kl. 1.50, 3.50, 6, 8 og 10.10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 4 og 8 LÚXUSSAL 2, 6 og 10 SÝND KL. 2, 4 og 6 M. ÍSL TEXTA kl. 2 og 4 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO kl. 2THE HUNTED MANSON kl. 4.30, 7.30 og 10,30 B. i. 14 Einnig sýnd í Lúxus kl. 3 LAST SAMURAI kl. 8.15 og 10.30LOVE ACTUALLY SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHH ÓHT RÁS 2 HHHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 3, 6 og 9 B.i. 16 kl. 3 og 8KALDALJÓS kl. 1.40 og 3.45UPTOWN GIRLS kl. 5.30 & 10 B.i. 14HOUSE OF SAND... kl. 8 og 10.30 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 3 og 5HEIMUR FARFUGLANNA FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 4.50 og 6.55HESTASAGA FILM-UNDUR KYNNIR SÝND kl. 1.30, 4.30, 7.30 og 10.30 B.i. 16 SÝND kl. 2, 4 og 6 M. ÍSL. TALI kl. 3 M. ÍSL. TALIBJÖRN BRÓÐIR Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna SKEMMTILEGASTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið Mozart er heimur út af fyrir sig Örfáar hitaeiningar Gómsæta bökunardufti› frá - einfaldlega létt og gott! TÓNLEIKAR Kór Glerárkirkju Akureyri, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17:00. Á efnisskrá er frönsk-rómantísk tónlist, m.a. sálumessan Requiem op.48 e. Gabriel Fauré. Flytjendur auk Kórs Glerárkirkju: Óskar Pétursson tenór, Haukur Steinbergsson bariton, Daníel Þorsteinsson píanó, Halldór G. Hauksson slagverk, Karl Petersen slagverk, Kristján Edelstein gítar, Pétur Ingólfsson kontrabassi, Valgarður Óli Ómarsson slagverk. Stjórnandi: Hjörtur Steinbergsson. Miðasala við innganginn. Miðaverð kr. 1500. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Nánari uppl. á www.glerarkirkja.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FÍGARÓ Í GÓÐRI SVEIFLU Íslenska óperan frumsýnir í kvöld Brúðkaup Fígarós, eina vinsælustu óperu Mozarts.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.