Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 19
sem það gerir og þannig er það.“ Í kjölfar vinnunnar í Royal Court leikhúsinu fékk Jón Atli umboðsmann í Evrópu sem að hans sögn er afar fær. „Hann er að koma mínum verkum á fram- færi og það gengur furðu vel. Þetta tekur samt allt sinn tíma því það þarf að þýða verkin og þess háttar. Ég bý samt að því að hafa góðan þýðanda.“ Jóni Atla finnst þó skemmtilegast að sýna verk sín fyrir Íslendinga. „Hjá þeim hafa verkin allt annað vægi. Um leið og verkin eru kominn til ann- arra landa þá verður ósjálfrátt til ákveðin fjarlægð. Þá leggur mað- ur meira undir.“ Gaman að vinna í leikhúsi Fyrir síðustu jól bárust fréttir af því að Jón Atli hyggðist senda frá sér skáldsöguna Í frosti. Ekk- ert varð þó af útgáfunni og er Jón Atli enn að vinna í sögunni. „Ég held að það sé gott að bíða aðeins með verkið enda liggur ekkert á. Ég veit samt ekki hvort þetta er skáldsaga eða eitthvað annað. Núna er þetta bara texti – tíu kafl- ar af einhverju. Ég hef ekki ákveð- ið hvað verður um textann kannski verður þetta bók og kannski finn ég þessu efni einhvern annan far- veg,“ segir Jón Atli. Jón Atli segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann haldi áfram að semja fyrir leikhús eða helli sér út í skáldsagnagerð. „Það er miklu skemmtilegra að vinna í leikhúsi því hitt er svo mikil ein- vera. Maður er bara einn inni í herbergi og hittir engan. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna með leikurum og leikstjór- um. Það er kannski ein af ástæð- unum fyrir því að ég vil skrifa og setja upp leikrit því það er mjög mikill talent á Íslandi. Bæði í leik- urum og alls konar leikhúsfólki. Í hjarta mínu ber ég þá von að það sé komið að kaflaskiptum í ís- lensku leikhúsi. Það væri gaman að fá að taka svolítinn þátt í því.“ kristjan@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 Listin að hámarka frammistöðu Námstefna verður haldin að Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík 2. mars kl. 9.00-17.00 Íþróttir og atvinnulíf eru í vaxandi mæli farin að læra hvort af öðru. Aðferðir íþróttanna, þar sem geta einstaklinga er nýtt til hins ýtrasta, eru í vaxandi mæli notaðar í atvinnurekstri og öfugt. Listin að há- marka frammistöðu var þess vegna áhugavert efni sem Pareto vildi taka fyrir á ráðstefnu og leitaði til þess sem hefur haft hvað mest áhrif á þessu sviði í heiminum í dag. Fyrirlesari er Krish Dhanam, aðalfyrirlesari Zig Ziglar corporation, sem hefur vakið óskipta athygli sem einn af fremstu fyrirlesurum Bandaríkjanna. Hann hefur samið námskeiðið með Zig Ziglar. Hverjum er námstefnan ætluð? Stjórnendum, þjálfurum, skólamönnum, markaðs- og sölumönn- um og starfsmannastjórum. Helstu efnisþættir: Ráðstefnustjóri er Logi Ólafsson. Tilboð á netinu kr. 14.800 Fyrirlesarinn Krish Dhanam er orðinn einn af fremstu fyrirlesurum Bandaríkjanna. Hann er fæddur og uppalinn á Indlandi. Hann flutti til Bandaríkjanna 1986, hóf fyrirlestra fyrir Zig Ziglar corp. 1992 og hefur síðan notið gífulegrar velgengni sem fyrirlesari um allan heim. Hann þykir hafa einstaka fyrirlestrartækni og fær einstaka dóma hjá áhorfendum. All nokkrir Íslendingar hafa séð hann á sviði og fær hann afburða einkunn: * Einn besti fyrirlesari sem hingað hefur komið. Upplifun * Frábært efni, topp fyrirleari, fær hæstu einkunn. * Námskeiðið var eins og besta leiksýning. Byrjaði að tileinka mér aðferðirnar strax og er enn að. * Ég missti einn dag úr í vinnu, bætti það upp með stóraukinni sölu fyrirr hádegi daginn eftir. Ein besta fjárfesting sem ég hef gert í lífinu. * Ógleymanlegur fyrirlesari, ég er talsvert betri kennari eftir námskeiðið. * Hafði áhyggjur af enskunni. Ástæðulaus ótti, hann talar svo skýra og góða ensku. Hefði ekki viljað missa af þessu námsskeiði fyrir nokkurn mun. Pareto fyrirlesarateymi stendur að komu Krish Dhananm. Skráning og frekari upplýsingar á www.starf.is, starf@starf.is í síma 588 4200 eða á faxi 588 9117. Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku á þessari námsstefnu. Með stuðningi atvinnurekanda komast margir frítt á námstefnuna. • Þeir meginþættir sem hafa áhrif á hámarks árangur. • Það sem hvatning gerir og hvað hún gerir ekki. • Hvernig getur þú orðið verðmeiri fyrir atvinnureksturinn og sjálfan þig. • Hvernig er hægt að afkasta meira án þess að vinna meira eða lengur. • Hvernig er hægt að koma í framkvæmd mikilvægum breytingum. •• Markmið sem stórauka árangur og virkni. • Hvernig setjum við markmið til að auka árangur og virkni. • Jafnvægið í áhrifaþáttunum. • Sala á hugmyndum, þjónustu eða vöru. • Markaðsala og traust. • Slakir markaðs- og sölumenn eiga horuð börn! • Samskiptafærni. JÓN ATLI JÓNASSON „Ég fer í bíó og allt það, færi jafnvel á Sugarbabes ef miðaverðið væri ekki svona hátt. Það sem ég hins vegar kýs að gera í leikhúsi er ekki skemmtun, þó ég sé skemmtilegur. Það eru tveir ólíkir hlutir.“ Kennari við háskólann í St Andrews telur sig hafa komist að því hvað varð um skipið sem Charles Darwin sigldi á um heim- inn þegar hann setti fram þróun- arkenningu sína. Dr. Robert Prescott og starfs- fólk hans telur sig hafa fundið leifarnar af skipinu HMS Beagle í flæðilandi í nágrenni Essex. Erfitt hefur reynst að rannsaka svæðið en svo gæti farið að tækni sem var notuð við misheppnaðan leið- angur Breta til plánetunnar Mars verði notaður til verksins. Afar nákvæmur tækjabúnaður var notaður til að finna leifar af tré og járni sem kann að hafa ver- ið í botni HMS Beagle. Leifarnar er að finna fimm metrum undir drullusvaði nálægt Potton- eyjunni. Eftir heimsreisu Darwins var skipið notað til að elta uppi smygl- ara í kringum suðurströnd Eng- lands. Rannsóknarmennirnir munu nú reyna að finna aðferð til að hafa uppi á leifunum. Dr. Prescott og félagar komust á slóð HMS Beagle þegar þeir rannsökuðu göm- ul kort, gögn frá strandgæslunni og eftir að hafa rætt við sjómenn í nágrenn- inu. ■ HMS BEAGLE Vísindamenn telja sig hafa fundið skip Charles Darwin HMS Beagle við strönd Englands. Ný uppgötvun í Englandi: Telja sig hafa fundið skip Darwins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.