Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 26
Almennt álit kvikmyndaáhuga-manna er að þriðji hluti Hringadróttinssögu muni verða valin besta mynd ársins á ósk- arsverðlaunahátíð bandarísku kvikmyndaakademíunnar í nótt. Sumir hafa gengið svo langt að segja að vinni myndin ekki sé það stærsta hneykslið í sögu Óskars- ins, en engin kvikmynd sögunnar hefur átt sér jafn stóran og öflug- an aðdáendahóp. Víst er að aðdá- endur leikstjórans Peters Jackson munu ekki taka því þegjandi að hann fari fýluferð á Óskarinn. Veð- bankar um allan heim spá honum sigri þegar kemur að bestu kvik- mynd og bestu leikstjórn. Sumir spá því þó að úrslitin verði óvænt og að Hringadróttinssaga muni einungis fá önnur af þessum tveimur verðlaunum. Lost in Translation eða Master and Comm- ander muni hrifsa hin. Murray og Penn Baráttan um Óskar fyrir bestan leik í aðalhlutverki er talin standa milli Bills Murray og Seans Penn. Það kann að vinna gegn Penn að hann er talinn fremur andfélags- lega sinnaður á Hollywood-mæli- kvarða og því engan veginn víst að hann mæti á hátíðina. Hann hefur verið harður andstæðingur Íraks- stríðsins, fór sjálfur til Íraks til að kynna sér ástandið og birti síðan opið bréf til Bush í Washington Post. Þakkarræða hans kynni að verða hápólitísk. Ekki er víst að akademían þori að taka áhættu á enn einu upphlaupi á Óskarnum í líkingu við það þegar Michael Moore veittist að Bush forseta í þakkarræðu sinni. Margir gagn- rýnendur hafa fullyrt að Penn sýni leik ársins í Mystic River en flest- ir veðja þó á að Bill Murray hreppi verðlaunin fyrir Lost in Translation. Theron talin líkleg Charlize Theron hefur sankað til sín verðlaunum fyrir leik sinn í Monster og virðist fyrirfram langlíkleg- ust til að hampa Óskarnum. Di- ane Keaton er þó talin eiga nokkra möguleika til að skáka henni. Konur á miðjum aldrei eiga erfitt uppdráttar þegar kemur að hlutverkavali í Hollywood þar sem æskudýrkun er allsráðandi en Keaton er talin rétta hlut þeirra nokkuð í Something’s Gotta Give þar sem hún er kynþokkafull, fyndin og dásamleg. Eldri meðlim- ir akademíunnar kunna að gefa henni atkvæði sitt. Pólitískar skoðanir Tim Robbins er talinn eiga góða möguleika á að vinna Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki en það er með hann eins og Sean Penn, hann hefur sterkar póli- tískar skoðanir sem kunna að vinna gegn honum. Renée Zellweger þykir standa með pálmann í höndunum þegar kemur að vali á bestu leikkonu í aukahlutverki þar sem hún hefur fengið gríðardóma dóma fyrir leik sinn og hlotið hver verðlaun- in á fætur öðrum. Úrslitin í þessum flokki hafa þó oft ver- ið mjög óvænt og hin hæfi- leikaríka Renée kann að fara tómhent heim. Starfsmenn breska blaðsins Guardian hafa þegar spáð í úr- slitin og veðja á Return of the King og leikstjórann Peter Jackson, Sean Penn, Charlize Theron, Tim Robbins og Renée Zellweger. Þeir taka fram að þeir hafi fulla trú á spá sinni en rætist hún ekki muni þeir eyða listanum og ekki minnast á hann meir. kolla@frettabladid.is Besta myndin Ásgrímur Sverrisson: Það er engin spurn- ing í mínum huga að Hilmir snýr heim mun fá verðlaunin. Það var held ég ákveðið með þegjandi samkomulagi þegar fyrsta myndin kom fram að vera ekkert að gefa myndunum toppverðlaun- in fyrr en allt væri komið. Mynd og serían öll vel að verðlaunum komin – en er ég sá eini sem varð fyrir töluverðum von- brigðum með þriðju myndina? Mér fannst allavega mikið vanta upp á að persónur sem maður hafði fylgt í tvö ár fengju nægilega ásættanlega úrlausn sinna mála. Og óttalega varð eitthvað brátt um þennan Sauron. Sú fyrsta er best en númer tvö er lítið síðri, hin þriðja er því miður svolítið á eftir. En allt um það, hún vinnur. Ólafur H. Torfason: The Lord of the Rings: The Return of the King fær Óskarinn og á skilið að fá hann. Þetta er spikaðasta steypireyður kvikmyndasögunnar, fánýtt að þykjast geta stímað fram hjá henni. Þórarinn Þórarinsson: Það sama má segja um bestu myndina og besta leikstjórann. Fái Hringurinn þessi verðlaun ekki núna þá er eitthvað mikið að. Það er auðvitað eitthvað mikið að þarna úti og Óskarinn verður aldrei raunhæfur mælikvarði á gæði eða hæfileika en The Return of the King trompar allar hinar myndirnar þó þær séu góðar. Það er dæmigert fyrir þetta lið að verðlauna þríleikinn í heild sinni núna en gerist það ekki verður gerð bylting. Besti leikstjóri Ásgrímur Sverrisson: Peter Jackson mun fá þetta og ég er sáttur því þetta er stór- virki og frábært afrek hjá manninum – þrátt fyrir aðfinnslur mínar hér að ofan. Ef akademían vildi hinsvegar fríska svolítið upp hjá sér myndi hún kjósa Sofiu – Lost in Translation er afbragðs mynd. Hinir leikstjórarnir eru líka í toppformi. Ólafur H. Torfason: Peter Jackson ætti að fá Óskarinn en ég held að Clint Eastwood fái hann fyrir Mystic River. Pétur er stórfenglegt samræmingarafl. En ef BNA-leikarar leikstýra einhverju af viti eru þeir talsvert öruggir með Óskar. Þórarinn Þórarinsson: Peter Jackson hefði átt að fá þessi verðlaun bæði fyrir The Felllowship of the Ring og The Two Towers og ef þetta lið sniðgengur hann eina ferðina enn má það allt brenna í helvíti. Ég er samt smeykur við þjóðremb- inginn í Bandaríkjamönnum sem hefur stigmagnast eftir að brjálæðingurinn tók við völdum í Hvíta húsinu. Svo er kosn- ingaár. Ætli Nýsjálendingur eigi nokkurn séns? Besti leikari í aðalhlutverki Ásgrímur Sverrisson: Held að baráttan standi á milli Johnnys Depp og Bills Murray. Tel að Murray muni hafa þetta en þeir eru báðir svolítið glataðir synir Hollywood – sem tárast þegar þeir snúa heim. Ólafur H. Torfason: Ég spái því að Bill Murray fái Óskarinn fyrir Lost in Translation en mér finnst Ben Kingsley eiga verð- launin skilið fyrir House of Sand and Fog. Bill er þarna velheppnað tákn sí- versnandi karlakrísu en Ben enn öflugri í manninum sem neitar að gefast upp. Þórarinn Þórarinsson: Ég er í miklum vanda staddur hérna. Ef ég léti tilfinningarnar ráða segði ég Johnny Deep vegna þess að hann er æði. Ef ég á að vera heiðarlegur finnst mér samt að Sean Penn eigi að fá þetta. Ef það væri eitt- hvert réttlæti í Hollywood fengi Penn stytt- una en ætli Bill Murray taki þetta ekki, enda Depp og Penn báðir utangarðsmenn í Hollywood. Besta leikkona í aðalhlut- verki Ásgrímur Sverrisson: Charlize Theron fær Óskar fyrir Monster. Ekki aðeins er það eitt af trixunum til að fá styttuna að vera sæt og leika skrímsli eða fatlafól – heldur mun hún víst vera alveg fjári góð stelpan (hef ekki séð myndina enn). Ólafur H. Torfason: Diane Keaton á að fá Óskarinn fyrir Something’s Gotta Give. Miðaldra konan er mesta undrið. Þórarinn Þórarinsson: Charlize Theron tekur þetta. Engin spurning. Fyrir það fyrsta er hún mjög góð leikkona en með því að láta breyta sér í skrímsli sannar hún að á bak við fríða snoppuna leynist þrusu talent. Það hefur líka alltaf verið líklegt til árangurs að bæta á sig aukakílóum eða afskræma sig fyrir hlutverk. Fólk fær umbun fyrir slíkt í formi styttu. Besti leikari í aukahlutverki Ásgrímur Sverrisson: Hér veðja ég á Ben- icio Del Toro fyrir 21 Grams – veit ekki alveg hvað það er, en það er 26 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR F R A M U N D A N Farið í grunnatriði vefsmíða í Dreamweaver og hvað það er sem einkennir góða vefi. N Á M S K E I Ð Vefsmíði — grunnnámskeið Lærið hvernig þrívíddarbrellur og teiknimyndir eru búnar til. Þrívíddarvinnsla fyrir tölvur — 3d kynning Námskeið í litstýringu í tölvuforritum með notkun ICC prófíla. Litastýring Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Fullt af skemmtilegum námskeiðum GÚSTA Allir félagsmenn í FBM fá afslátt af námskeiðum í prenti og margmiðlun. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í nótt. Flestir spá Hringadróttinssögu Peters Jackson góðu gengi en aðrir veðja á óvænt úrslit. Ýmist Bill Murray eða Sean Penn er spáð verðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverkum og Charlize Theron fyrir leik sinn í Monster. Veðjað á Peter Jackson Fréttablaðið bað þrjá kvikmyndasérfræðinga að spá fyrir um hverjir muni hampa óskarsverðlaununum í nótt. Þeir eru á einu máli um að það yrði meiriháttar hneyksli ef þriðji hluti Hringadróttinssögu verður ekki valin besta myndin. Hverju spá sérfræðingarnir? PETER JACKSON Spekúlantar eru á því að það yrði meiriháttar hneyksli ef hann yrði ekki valinn besti leikstjórinn og Hringadróttinssaga besta myndin. SEAN PENN Hann sýnir stórleik í Mystic River og kemur sterklega til greina sem verðlaunahafi. CHARLIZE THERON Margir spá henni verð- launum fyrir leik sinn í Monster.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.