Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Út í heim Uppáhaldsborgin: Paradís á jörð Ég er auðvitað fyrst og fremstmaður auðna, fjalla og nátt- úru, en hef þó sæmilega glöggt auga fyrir skemmtilegu borgar- landslagi og sjarmerandi mann- lífi, sem er í raun það sem gerir borg að uppáhaldi í mínum huga. Get vart gert upp á milli Kathmandu í Nepal, Mendoza í Argentínu og Sydney í Ástralíu, en held að sú síðastnefnda hafi vinninginn,“ segir ævintýramað- urinn og lögfræðingurinn Harald- ur Örn Ólafsson, sá hinn sami og kleif „Tindana sjö“ og fór ein- samall á Norðurpólinn. Haraldur Örn átti skamma viðdvöl í Sydney veturinn 2001 þegar hann kleif hæsta fjall Eyjaálfu, Kosciuszko, í ferðinni upp á sjö hæstu fjöll heimsins. Ástralskur félagi Haraldar hýsti fjallagarpinn í fagurri íbúð við hjarta miðbæjar- ins og spottakorn frá einni mestu gersemi borgarinnar; óperuhús- inu fagra og víðfræga. „Myndi hiklaust segja að Sydn- ey sé paradís á jörð,“ segir Har- aldur Örn með talsverðri festu. „Veðrið þar er yndislegt, hitastig- ið fullkomið og algjörlega ómót- stæðilegt að skella sér á einhverja af ströndum borgarinnar til að leika sér á brimbretti í sólinni. Fólkið er svo sér kapítuli. Svolítið sveitalegt, eins og við Íslendingar, stolt af landi og þjóð, vingjarnlegt og mun opnara en í öðrum stór- borgum. Held það sé vegna þess að Ástralía, eins og Ísland, er einn af útkjálkum heimsins.“ Haraldur segist ólmur vilja heimsækja Sydney á ný, því borg- in sé hreint ævintýraland þegar kemur að mannlífi, matarkúltúr, menningu og afþreyingu. „Eftir- minnilegt var að klifra upp á Harbour Bridge, eitt helsta tákn Sydney-borgar. Þegar maður stendur á toppnum er maður kom- inn í 134 metra hæð yfir áttföld- um akreinum og tvennum anna- sömum lestarteinum. Hristir trú- lega upp í lofthræddum og kanns- ki ögn glæfralegt, en ákaflega til- komumikið þegar horft er yfir hafnarlífið og upp eftir Parramatta-ánni.“ ■ Ferðaskrifstofan Terra Novabíður nú upp á ferðir til Ligna- no á Ítalíu, eða „Gullnu strandar- innar“ eins og þetta mikla sandrif við botn Adríahafsins hefur löng- um verið kallað. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Íslendingum er boðið upp á skipulagðar hópferðir þangað því árið 1974 hóf ferða- skrifstofan Útsýn, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, að flytja þangað sólþyrsta farþega fyrst ís- lenskra ferðaskrifstofa. Þær ferð- ir lögðust svo af eftir rúman ára- tug og hefur Terra Nova nú tekið upp þráðinn að nýju. Að sögn Hildar Gylfadóttur, sölustjóra hjá Terra Nova, var ákveðið að taka aftur upp þráðinn þar sem beint flug býðst nú til Trieste. „Við erum í samvinnu við Heimsferðir sem eru að bjóða ferðir til Króatíu og verður flogið þangað tvisvar í viku fram í sept- ember.“ Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Lignano og einn þeirra er Andri Már Ingólfsson, eigandi og framkvæmdastjóri Heimsferða. „Ég var á barnsaldri þegar ég kom fyrst til Lignano og á þaðan ljúfar minningar eins og fleiri Íslendingar sem lögðu leið sína þangað og til Bibione. Alla vega hafa margir sýnt þessu framtaki áhuga.“ Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur og fararstjóri til margra ára, var fararstjóri í einni af fyrstu ferðunum til Lignano en segir að það hafi verið fyrir al- gjöra tilviljun. „Þetta var árið 1974 þegar ég var fararstjóri í Grikklandi. Það stóð til að senda þangað þrjá hópa um sumarið en aðeins viku áður en sá fyrsti átti að halda utan hrökklaðist gríska herstjórnin frá völdum. Landinu var lokað á meðan ný stjórn var að taka við völdum. Hópn- um var því boðið að fara til Lignano í staðinn og flestir þáðu það. Fyrirvarinn var stuttur en þetta gekk bara vel,“ sagði Sig- urður. Aðspurður um Lignano sagði Sigurður að staðurinn hafi verið mjög fjölskylduvænn og ströndin frábær. „Þarna var allt mjög glæsilegt og mikið gert fyrir börnin. Annars fannst mér and- rúmsloftið mjög alþjóðlegt eins og gengur og gerist á baðströnd- um en þarna var þó mjög stutt í menninguna. Við fórum til dæmis í mjög s k e m m t i l e g a ferð til Flórens og svo er stutt til Feneyja. Ég held að fólk hafa bara ver- ið ánægt með d v ö l i n a þarna.“ ■ HELGARFERÐ TIL DUBLINAR Plús- ferðir bjóða helgarferð til Dublinar helgina 12. til 14. mars. Tilboðið er tvær nætur á Omond Quay sem kostar 34.900 á mann. Inni- falið er flug, gisting, morgun- verður, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli í Dublin kosta 1.500 kr. Síðustu sætin til Kanarí Heims- ferðir bjóða síðustu sætin til Kanarí 9. mars á tilboðverði frá kr. 59.990 fyrir eina viku miðað við tvo í stúdíóíbúð og að bókað sé á netinu. Verðið er frá kr. 69.990 fyrir tvær vikur. HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON Hefur sæmilega glöggt auga fyrir flottu borgarlandslagi. HARBOUR BRIDGE Boðið er upp á spennandi brúarklif á þessa frægustu bogabrú Ástralíu. Bjóða aftur ferðir til „Gullnu strandarinnar“: Margir eiga góðar minningar frá Lignano LIGNANO Flogið verður þangað tvisvar í viku fram í september. ANDRI MÁR INGÓLFSSON Á ljúfar minningar frá Lignano. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Var fararstjóri í einni af fyrstu ferðunum til Lignano. SUMARFRÍIÐ „Ætli ég verði ekki mest hér heima við í sumar. Það stendur til að fara í söngferðalag um landið með kór eldri borgara og ég læt mig ekki vanta þar. Við fórum til Finnlands, Rússlands og Eistlands í fyrra í heil- mikla reisu. Það getur þó vel verið að ég skreppi til Svíþjóðar í sumar og heimsæki dótturson minn og nafna, Pétur Hafliða, sem spilar þar fótbolta.“ PÉTUR H. ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.