Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 43
Í kvöld ætlar StórsveitReykjavíkur að halda á Hótel Borg fyrstu tónleika sína á þessu ári. Stjórnandi verður bandaríski trompetleikarinn og útsetjarinn Greg Hopkins, en hann hefur nokkrum sinnum áður stýrt Stórsveit Reykjavík- ur með góðum árangri. „Ég kynntist honum þegar ég var í námi úti í Boston. Þá sótti ég meðal annars tíma hjá hon- um,“ segir Jóel Pálsson saxófónleikari um stjórnand- ann. „Þannig byrjaði þetta. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera og er frábær trompetleikari. Það er gott að vinna með honum og þess vegna höfum við fengið hann aftur og aftur. Þetta er sennilega í fjórða skiptið sem hann kemur. Hann hefur komið einu sinni á ári og er farinn að þekkja sveitina vel. Það má segja að hann sé orðinn aðalstjórnandi okkar.“ Á tónleikunum í kvöld verður tónlist frá stórsveit Dizzys Gil- lespie allsráðandi. Dizzy Gillespie gerði fyrstu tilraunir sínar til þess að færa bebop-tón- list í stórsveitarbúning árið 1946. Viðtökurnar voru ekki góðar, en allar götur síðan stofnaði Dizzy reglulega stór- sveitir til að flytja tónlist sína og annarra beboppara. „Við erum að spila orginal nóturnar sem bandið notaði á sínum tíma. Við gerðum það líka þegar við tókum tónlist Buddy Rich. Hopkins var sjálf- ur í Buddy Rich bandinu og hefur spilað með ótrúlega miklu af þessu liði.“ ■ SUNNUDAGUR 29. febrúar 2004 ■ MYNDLIST ■ TÓNLEIKAR 43 SÝND kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40 ★★★1/2 SV MBL ★★★★ BÖS FBL ★★★ Kvikmyndir.com ★★★ ÓTH Rás 2 SÝND kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 2.30, 4.30 6.30, 8.30 og 10.30 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHH ÓHT RÁS 2 HHHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.15 B. i. 16 áraSýnd kl. 8 og 10.30 B. i. 16 ára kl. 2, 4 og 6THE HAUNTED MANSION kl. 2LOONEY TUNES ÍSL. TAL SÝND kl. 2 og 4 M. ÍSL. TALI SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B. i. 14 ára SÝND kl. 8 M. ENSKU TALI Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! SKEMMTILEGASTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 2, 4 og 6 M/ísl tali ATH miðaverð kr. 500 SKEMMTILEGASTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ SÝND kl. 5, 8 og 10 B.i. 16 Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law Ein frumlegasta og villtasta mynd ársins. Með hreint út sagt frábærum leikurum Við erum að sýna nýjar hliðar áokkur með þessari sýningu,“ segir Haraldur Jónsson myndlist- armaður. Hann sýnir um þessar mundir á Nýlistasafninu við Vatnsstíg ásamt félögum sínum, þeim Daníel Þorkeli Magnússyni og Hrafnkeli Sigurðssyni. „Að vísu er þetta allt saman í beinu framhaldi af því sem við höfum verið að gera áður, en þetta er samt mun persónulegra en ann- að sem við höfum gert. Við erum að taka á reynsluheimi karl- mannsins á nýstárlegan hátt. Um leið erum við að velta því fyrir okkur hvernig er að vera íslensk- ur þjóðfélagsþegn í þessu botn- leysi sem einkennir okkur eyjar- skeggja.“ Þeir Daníel Þorkell, Haraldur og Hrafnkell eru gamlir skóla- félagar úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands. Skóla sem er ekki lengur til, því Listaháskóli Íslands hefur tekið við hlutverki hans. Þeir ákváðu að endurnýja vin- skapinn og sýna saman í Nýlista- safninu. „Þetta eru þrjár einkasýningar sem mynda eina samsýningu,“ segir Haraldur. „Við erum nokk- urs konar boðflennur hver hjá öðrum, eins og í jólaboði.“ Svo dæmi sé tekið þá sýnir Daníel Þorkell verk sem hann nefnir Circulator, sem þýða mætti sem „hringrásari“. „Þar sjáum við nakta fígúru á stalli sem pissar stöðugt upp í sjálfa sig, nokkurs konar sjálfbær gosbrunnur,“ segir Haraldur til útskýringar. „Daníel Þorkell er með hakakrossinn í sælgætis- umbúðum. Það verk fjallar um erfðasyndina og kærleikann. Svo er ég til dæmis með heila seríu af frekar líkamlegum teikningum.“ Haraldur viðurkennir að þeir gangi dálítið nærri sjálfum sér með þessari sýningu. „Jú, maður gefur sig allan í þetta. Við hendum okkur í djúpu laugina. Þetta er kannski ekki erfitt ferli, en það tekur á.“ Sjálfur sýnir Haraldur verk sem krefst beinnar þátttöku áhorfandans. „Þar getur fólk séð sjálft sig í nýju ljósi. Þetta er stund sannleik- ans fyrir fólk sem þarf að skoða einhverja þætti í sér.“ ■ ÞRÍR GAMLIR SKÓLAFÉLAGAR Þeir sýna á sér nýjar hliðar á Nýlistasafninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R Þrír gerast persónulegir GREG HOPKINS STJÓRNAR STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Tónlist frá stórsveit Dizzys Gillespie verður allsráðandi á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur á Hótel Borg í dag. Stórsveitin glímir við Gillespie FRÉTTAB LAÐ IÐ /IN G Ó LFU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.