Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.02.2004, Blaðsíða 6
6 29. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Miðausturlönd ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Um þesar mundir er minnst 90 árafæðingarafmælis ástsæls ljóða- og sönglagahöfundar. Hver var hann? 2Hvaða fyrrum þingmann réði Vestur-byggð til tímabundinna verkefna á sviði atvinnu- og ferðamála? 3Hver er annar ríkasti maður heimssamkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes? Svörin eru á bls. 46 Uppreisnarmenn tefja framrás sína á Haítí: Stjórnleysi ríkir í höfuðborginni HAÍTÍ, AP Stjórnleysi ríkir í Port-au- Prince, höfuðborg Haítí. Stuðn- ingssveitir Jean-Bertrands Aristide forseta hafa ráðist á veg- farendur og myrt í það minnsta fimm. Fjöldi fólks hefur rænt vöruhús í borginni. Aristide hefur neitað að verða við tilmælum Breta og Bandaríkjamanna um að segja af sér og í gær rændu stuðn- ingsmenn hans starfsmann banda- ríska sendiráðsins og börðu franskan sendiráðsstarfsmann, að því er virðist sem svar við ummæl- um utanríkisráðherra landanna tveggja. Guy Philippe, einn leiðtoga upp- reisnarmanna á Haítí, segist munu bíða í einn eða tvo daga með að ráðast á höfuðborgina. Með þessu segist hann vera að koma til móts við beiðnir Bandaríkjastjórnar. „Ég heyrði að Bandaríkin hefðu beðið liðsmenn okkar að hætta árásinni á Port-au-Prince. Þetta er á fréttavefum Netsins,“ sagði Phil- ippe. Hann neitaði því hins vegar að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hefðu sett sig í milliliðalaust sam- band við uppreisnarmenn. „Ef þeir biðja okkur um að bíða er það vegna þess að þeir hafa betri val- möguleika og friðsamlegri. Við viljum frið svo við bíðum og sjáum hvað gerist í einn eða tvo daga.“ ■ Vilja rækta samband við fjölskyldu skáldsins Vaka-Helgafell og fjölskylda Halldórs Laxness hafa gert viðbótarsamn- ing um útgáfu og kynningu á öllum verkum skáldsins. Forstjóri útgáfunnar segir sambandið ekki hafa verið ræktað sem skyldi. BÓKAÚTGÁFA Vaka-Helgafell, eitt for- laga Eddu útgáfu, og fjölskylda Halldórs Laxness skrifuðu á föstu- dag undir viðbótarsamning um út- gáfu og kynningu á öllum verkum Halldórs bæði innanlands og er- lendis. Það er því ljóst að fjölskylda Halldórs mun ekki fylgja Halldóri Guðmundssyni til JPV-útgáfu eins og vangaveltur voru uppi með í síð- ustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs ins felur samningur- inn í sér auknar tekjur fyrir fjöl- skyldu Halldórs auk þess sem á að gera átak í endur- útgáfu á verkum hans. Samningurinn er í átta liðum og felur í sér nánari staðfestingu á umsjón og heild- aryfirsýn af hendi forlagsins. „Við viljum með þessum samningi rækta sambandið okkar við fjölskyldu skáldsins, sem okkur finnst að hafi ekki verið ræktað með viðunandi hætti undan- farin ár,“ segir Páll Bragi Krist- jónsson, forstjóri Eddu útgáfu. Stofnuð verður Skrifstofa Halldórs Laxness sem á skipuriti mun verða formleg deild innan Vöku-Helga- fells og að henni kemur Dröfn Þór- isdóttir útgáfustjóri, Valgerður Benediktsdóttir, forstöðumaður réttindaskrifstofu, og Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu. Samningurinn felur það í sér að allt samstarf við fjölskyldu Hall- dórs Laxness mun fara fram í gegnum þessa skrifstofu og eru ákvæði um að slíkt samráð muni fara fram með reglubundnum hætti. „Þetta er nýmæli í samningn- um að fjölskyldan hafi þarna skipu- lagðan vettvang til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri.“ Aðilar samningsins vilja lítið gera úr þeim ágreiningi sem hefur verið á milli fjölskyldu Halldórs Laxness og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og hótunum Guðnýj- ar Halldórsdóttur í DV í síðustu viku þess eðlis að fara í mál við Hannes. Undirritun þessa samn- ings og þögn Guðnýjar frá áramót- um í garð Eddu útgáfu ber það þó með sér að Guðný muni draga for- lag Hannesar inn í þá deilu. svanborg@frettabladid.is Kjarnorkudeilan: Náðu ekki samkomulagi PEKING, AP Samkomulag náðist ekki í viðræðum sex ríkja í gær um lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga og ber talsvert í milli. Bandaríkjamenn fögnuðu að mik- ill árangur hefði náðst þrátt fyrir það. Norður-Kóreumenn gagn- rýndu Bandaríkjamenn hins veg- ar fyrir að sýna engan vilja til að ná samningum. Fundarlok dróg- ust um þrjár klukkustundir þar sem ekki náðist samkomulag um yfirlýsingu fundarins. Var því lát- ið nægja að formaður sendi frá sér yfirlýsingu án þess að fulltrú- ar ríkjanna sex gerðu hana að sinni eigin. ■ Lægri áfengisgjöld: Vín lækkar mjög í verði HELSINKI, AP Áfengisreikningur finnskra neytenda lækkar veru- lega á morgun þegar áfengisverð lækkar um allt að 40 prósent. Að því gefnu auðvitað að þeir stór- auki ekki áfengisneyslu sína sem margir hafa þó orðið til að lýsa áhyggjum yfir. Finnsk stjórnvöld ákváðu að lækka gjöld á áfengi þar sem þau sáu fyrir sér að Finnar myndu flykkjast til Eistlands til að kaupa áfengi þegar landið gengur í Evrópusambandið í maí. Fram- leiðendur og innflytjendur áfengis hafa búið sig undir breytinguna og búast við að sala aukist mjög í kjölfar hennar. ■ BÍLVELTA EFTIR KAPPAKSTUR Bíll valt á Sæbraut í gærmorgun. Tveir bílar voru í kappakstri og rakst annar utan í hinn með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Hinn bíllinn stakk af en lögregla náði öku- manni bílsins síðar í gær og var honum sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í bílnum sem valt. www.plusferdir.is Krít - 50 sæti í júní og júlí 39.232 kr. N E T á mann, m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 49.980 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is Kjaraviðræður járniðnaðarmanna: Vilja undir- búa aðgerðir KJARAVIÐRÆÐUR Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna gagnrýnir samninganefndir atvinnurekenda fyrir að fara ekki að samþykktum viðræðuáætlunum. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum seg- ir að Samtök atvinnulífsins hafi í engu sinnt efnislegum viðræðum um nýjan kjarasamning í samfellt fjórar vikur og að ekki sé komin niðurstaða í neinum málaflokki þegar mánuður er liðinn frá því að samningur var laus. Þá hafi samn- inganefndir fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar lýst því yfir að þær muni ekki gefa nein efnisleg svör fyrr en samningar hafi verið gerðir á almennum markaði. Því sé tímabært að vísa kjaradeilum félagsins til sáttasemjara og hefja undirbúning að aðgerðum. Járniðnaðarmenn vilja að gerðir verði kjarasamningar við einstök fyrirtæki utan Samtaka atvinnu- lífsins og hvetja fyrirtæki til að ganga til samninga við Félag járn- iðnaðarmanna. ■ RÁNSFENGURINN BORINN HEIM Stjórnarliðar hafa ráðist á vegfarendur og almenningur, sem er farinn að skorta matvæli, hefur rænt birgðageymslur í höfuðborg Haítí. ÁFENGISSALA Í FINNLANDI Verð á áfengi lækkar um 13–36 prósent. PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON Skrifaði undir samning við fjöl- skyldu Laxness sem felur í sér átak í kynningu og útgáfu á verkum hans. GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Mun ekki fara í mál við Eddu, þó svo hún höfði einkamál við Hannes Hólmstein vegna ónægra gæsalappa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A ÞRÍR FÉLLU Þrír Palestínumenn létust og fimmtán særðust, þar af þrír lífshættulega, þegar ísraelsk herþyrla skaut tveimur flugskeytum að bíl í þéttri byggð á Gazasvæðinu. Einn þeirra sem létust var félagi í herskáu samtökunum Íslamskt Jihad.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.