Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 2
2 7. mars 2004 SUNNUDAGUR „Nei - en við tökum inn lýsi reglulega.“ Róbert Wessmann er forstjóri lyfjafyrirtækisins Pharmaco. Félagið hefur margfaldast í verði á undanförnum misserum og skilaði methagnaði á árinu 2003. Spurningdagsins Róbert, þið eruð ekki á neinu örvandi þarna í Pharmaco, er það? Telur að skerða þurfi kjör ríkisstarfsmanna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að semja hefði átt um breytingar á launakjörum ríkisstarfsmanna í stað tengingar lífeyrisréttinda við almenn laun. Formaður BSRB segist ekki munu fallast á neinar skerðingar. LÍFEYRISSJÓÐIR Bjóða ætti ríkis- starfsmönnum hærri laun gegn því að ganga í almenna lífeyris- sjóði og leysa þannig skuldbind- ingavanda lífeyrissjóða ríkissins, segir Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. Hann segir að opinberir starfsmenn búi við margfalt betri lífeyrissjóðskjör en aðrir en það skorti á að menn líti á þau sem hluta af launakjörum. Því þurfi að breyta. Pétur segist ítrekað hafa varað við vanda lífeyrissjóða með ríkis- ábyrgð í ræðum sínum á Alþingi síðastliðin átta ár en fyrst nú sé farið að viðurkenna þá hættu sem slæm skuldastaða sjóðanna geti haft í för með sér. Hann segir að í stað skattahækkunar megi leysa vandann með því að breyta launa- kjörum ríkis- starfsmanna. Pétur segir jafnframt að upp- hafið að nei- kvæðri þróun skuldastöðu líf- eyrissjóða ríkis- ins megi rekja til lagabreytinga um lífeyrissjóði árið 1997, þegar sam- þykkt var að laga dagvinnulaun rík- isstarfsmanna að r a u n v e r u l e g a greiddum launum þeirra. Koma hefði mátt í veg fyrir vandann að hluta til með því að bjóða starfs- mönnunum hærri laun og venju- leg lífeyrisréttindi annars vegar eða lægri laun með góðum lífeyr- isréttindum hins vegar. „Opinber- ir starfsmenn fengu hins vegar hvort tveggja, markaðslaun og þessi góðu lífeyrisréttindi,“ segir hann. „Ég barðist mikið á móti að- lögunarsamningnum á Alþingi en tillögur mínar voru allar felldar,“ segir Pétur. „Á sínum tíma giskaði ég á að vandinn yrði um 50 millj- arðar, sem þá þótti óheyrilegt, en því miður reynist hann hafa auk- ist um 150 milljarða þegar upp er staðið.“ Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segist undrandi á umræðum síðustu daga um skuldbindingar lífeyrissjóðanna og vísar þar til ábendingar Gylfa Arnbjörnsson- ar, framkvæmdastjóra ASÍ, um slæma skuldastöðu sjóðanna. „Hins vegar kemur það mér ekki á óvart að ýmsir vildu nota þessa umræðu um gamla lífeyris- kerfið til að brjóta niður það líf- eyriskerfi sem samið var um,“ segir hann. „En það get ég fullvissað menn um að af hálfu samtaka launafólks í almannaþjónustu stendur ekki til að fallast á neinar slíkar skerð- ingar. Í nýja kerfinu koma lífeyr- isþegar sem unnið hafa fullan starfsdag til með að fá á milli 70 og 80 prósent af þeim launum sem þeir bjuggu við og tel ég engan of sælan af því,“ segir Ögmundur. sda@frettabladid.is Björgunarskipið ónýtt: Gæti raskað áætlunum Landsbjargar LANDSBJÖRG Brak björgunarskips- ins sem tók út af flutningaskip- inu Skaftafelli 2. mars fannst í gærmorgun skammt frá Sela- töngum, 10 kílómetra austan við Grindavík. Skipið er gjörsamlega ónýtt. Að sögn Valgeirs Elíassonar, talsmanns Landsbjargar, er mikill missir að skipinu og gætu áætlunir samtakanna um fjölgun björgunarskipa hringinn í kringum landið raskast, þó svo að skipið hafi verið tryggt fyrir kaupverði. „Vandamálið er að mjög erfitt er að komast yfir skip af þessari tegund,“ segir Valgeir. „Tjónið er ekki fjárhagslegt en gæti hins vegar tafið fyrirætlanir okkar. Við kaupum skipin notuð af konunglega breska sjóbjörgunar- félaginu, sem endurnýjar einung- is ákveðinn fjölda skipa á ári.“ Birkir Agnarsson hjá Björg- unarsveitinni í Grindavík sagði að komið hefði verið auga á brakið úr flugvél á vegum Lands- bjargar skömmu áður en skipu- lögð leit af landi og sjó hófst á vegum Landsbjargar. Talið er að skipið hafi rekið beint upp í fjöru er það tók út af flutningaskipinu, en sökum slæmra skilyrða og mikils brims hafi ekki sést í skipið í fjörunni þegar Land- helgisgæslan leitaði þess á mið- vikudag. ■ Akureyri: Þrjú tekin með e-pillur LÖGREGLUMÁL Þrjú ungmenni undir tvítugu voru handtekin á Akur- eyri í gær og gisti fangelsis- geymslur í fyrrinótt. Fólkið var stöðvað á bíl á föstudagskvöld og við athugun kom í ljós að þau höfðu í fórum sínum á milli fimm- tíu og sextíu e-pillur. Að sögn lögreglu var fólkið stöðvað við reglubundið eftirlit. Fólkinu var sleppt að loknum yfir- heyrslum í gær og telst málið að fullu upplýst. ■ ÁTÖK Á LANDAMÆRUNUM Palestínumaður kastar grjóti í ísraelska hermenn við Erez-landamærastöðina. Árás á landamærastöð á Gaza: Fjórir féllu GAZA-STRÖNDIN Að minnsta kosti fjórir Palestínumenn féllu og um tuttugu særðust þegar palestínskir vígamenn gerðu árás á landamærastöð á Gaza- ströndinni. Að sögn vitna óku árásar- mennirnir upp að Erez- landamærastöðinni í tveimur jeppum. Annar bíllinn sprakk við palestínsku eftirlitsstöðina með þeim afleiðingum að öku- maðurinn og tveir palestínskir lögreglumenn biðu bana. Hinn jeppinn sprakk við eftirlitsstöð ísraelska hersins. Að minnsta kosti einn árásarmaður féll fyr- ir skotum ísraelskra hermanna. Hamas, samtökin Íslamskt Ji- had og al-Aqsa-herdeildirnar hafa sameiginlega lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. ■ KJARAMÁL Lítið þokar í samkomu- lagsátt í heimahjúkrunardeilunni. Óformlegar þreifingar voru á milli formanna stéttarfélaga hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða annars veg- ar og stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík hins vegar í gær. Ekki þótti þó tilefni til að boða til form- legs fundar í deilunni. „Deilan er í hnút ennþá, en svo virðist sem báðir aðilar hafi áhyggjur af þessari stöðu og vilji reyna mjög ákveðið að ná niður- stöðu og leiða málið til lykta,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. En því miður ber enn of mik- ið í milli.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, tók í sama streng og sagði að mikið bæri í milli. Formenn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélagsins áttu meðal annars fund með trúnaðarmönnum þess hóps sem ekki er lengur í vinnu. „Við vorum að vonast eftir formlegum fundi með Heilsugæsl- unni í dag,“ sagði Kristín. „En það gekk ekki eftir.“ „Þau hafa ekki svarað tilboði okkar frá í gær,“ sagði Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunn- ar. „Við vitum ekki alveg hvernig staðan er.“ Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Heilsugæslunnar, kvaðst meta það svo að viðræður hefðu skilað aðilum heldur nær samkomu- lagi. „En það eru nokkur atriði sem enn eru óleyst og þarf að ræða,“ sagði hún. „Deilan er nú á mjög við- kvæmu stigi.“ Viðmælendur Fréttablaðsins töldu líklegra en ekki að formlegur fundur yrði haldinn í dag. ■ Stöðugar þreifingar í heimahjúkrunardeilunni: Lítið þokar í samkomulagsátt Lögreglan: Mikið um hraðakstur LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi stöðvaði um áttatíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í síðustu viku og mega þeir eiga von á sekt- um. Að sögn lögreglu er óvenju- legt að svo mikið sé um hraðakst- ur á þessum tíma árs. Í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki hefur einnig verið mikið um hraðakstur á síðustu dögum og segir varðstjórinn þar hægri fóturinn sé greinilega held- ur þungur á mönnum. ■ Laumufarþegi í flugvél: Fraus í hel AMSTERDAM, AP Ungur maður fannst látinn í hjólabúnaði far- þegaþotu hollenska flugfélags- ins KLM á flugvellinum í Amsterdam. Vélin var að koma frá Aruba í Karíbahafi með millilendingu í Curacao. Hollensk yfirvöld telja að maðurinn hafi laumast um borð í Curacao og frosið í hel á leið- inni yfir Atlantshafið. Flugið frá Curacao til Amsterdam tekur um níu klukkustundir. ■ Fjölskyldufaðirinn Osama bin Laden: Spilar blak og hefur gaman af ljóðum TORONTO, AP Osama bin Laden, leið- togi hryðjuverkasamtakanna al- Kaída, er strangur heimilisfaðir sem spilar blak í frístundum og hefur gaman af ljóðum, að því er fram kemur í kanadískri heimild- armynd. Í myndinni er rætt við fjöl- skyldu sem bjó í sömu húsaþyrp- ingu og bin Laden skammt frá Jalalabad í Afganistan frá 1996 til 2001. Hryðjuverkaleiðtoganum er lýst sem „venjulegri manneskju“ sem hafi rifist við eiginkonur sín- ar og skammað börnin sín eins og flestir aðrir íslamskir heimilis- feður. Greint er frá því að bin Laden hafi spilað blak með börnum sín- um, hvatt þau til að lesa ljóð og gefið þeim hesta í verðlaun fyrir að læra Kóraninn utanbókar. Hann kaus fábrotin híbýli án nú- tímaþæginda á borð við rennandi vatn og rafmagn og sniðgekk allar vestrænar vörur. Eiginkonur bin Ladens þurftu að spyrja hann leyfis til að fá að fara út úr húsi og hann stjórnaði því hvert þær fóru og hverja þær hittu. ■ FUNDAÐ UM STÖÐUNA Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, sagðist hafa vonast eftir að fundað yrði í gær en það hafi ekki gerst. OSAMA BIN LADEN Hryðjuverkaleiðtoginn var strangur heimilisfaðir en gaf sér tíma til að leika við börnin sín. Vélsleðaslys: Nafn manns- ins sem lést BANASLYS Maðurinn sem lést í vélsléðaslysi í Kaldsárdal norð- an Dalvíkur á föstudagskvöld hét Guðmundur Jón Magnússon. Hann var tuttugu og fjögurra ára og lætur eftir sig unnustu og tvö börn. ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON Samtök launafólks munu ekki fallast á skerðingar á líf- eyrissjóðskjörum. PÉTUR BLÖNDAL Koma hefði mátt í veg fyrir skuldastöðuvanda lífeyrissjóða ríkissins með breytingu á launakjörum starfsmanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.