Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 20
20 7. mars 2004 SUNNUDAGUR Það þóttu stórfréttir þegar hljómsveitin Pixies ákvað að taka upp þráðinn að nýju fyrir skemmstu. Íslendingum þykir eflaust stærri fréttir að sveitin ætli að halda sínu fyrstu tónleika í Evrópu í Kaplakrika þann 26. maí næstkomandi. Pixies á leið til Íslands Það er nær ótrúlegt að ímynda sérí dag að Pixies hafi hér áður fyrr nær einungis átt heima í undirdjúp- um tónlistar. Fyrir fimmtán árum síðan þótti tónlist sveitarinnar svo út á kant að eina útvarpsstöðin hér á landi sem treysti sér til þess að spila óútvarpsvæna óhugnaðinn var Útrás, stöð framhaldsskólanna. Áhrif Pixies á tónlistarsöguna eru slík að óhætt er að segja að langflestar rokkhljómsveitir sem á eftir fylgdu eigi þeim eitthvað að þakka. Sjálfur sagði Kurt Cobain um lag sitt Smells Like Teen Spirit, sem Nirvana sló í gegn með á sama ári og Pixies hætti, að það væri ekk- ert annað en slæm tilraun til þess að kópera stíl sveitarinnar. Stíll Pixies einkenndist af sker- andi surf-legum gíturum, plokkuð- um einföldum bassalínum og næmni Black Francis söngvara og aðallagahöfundar fyrir grípandi sönglínum sem hann öskraði oft út úr sér eins og pirraður köttur. Blíð- ur söngur Kim Deal bassaleikara var svo ágætis mótvægi við ofsann. Gítarinn var aðalhljóðfæri Pix- ies en aldrei var ráðist í nein hetju- sóló. Frekar var lögð áhersla á melódíska uppröðun gítarhljóma og síðan var spilað á strengina með miklum þunga. Gítarbjögunin var svo nær The Kinks og Hüsker Dü en þungarokksveitanna. Textarnir voru einnig ólíkir því sem áður þekktist. Stundum sam- hengislausir og undarlegir orðaleik- ir, óður til fljúgandi furðuhluta eða einfaldlega blautir draumar um skyldmenni. Skemmtileg orðatil- tæki eins og að „mála hana yfir lak- ið“ voru eitthvað sem hver ein- manna unglingur með frjótt ímynd- unarafl gat tengt sig við undir sænginni. Útlitslega séð voru Pixies svo ólíklegustu rokkstjörnur heims. Venjulegt fólk, alls konar í laginu, í gallabuxum og skyrtum, sem leit út eins og það skildi ekki meiningu orðsins „tilgerð“. Fyrsta platan átti ekki að verða plata Pixies var stofnuð í Boston árið 1986 af gítarleikurunum Charles Michael Kittridge Thompson III (síðar Black Francis) og Joey Santi- ago, sem höfðu verið herbergis- félagar í háskóla. Aðeins fimm árum síðar höfðu þeir breytt þróun rokksins með fimm plötum. Charles hafði gefið nám sitt í mannfræði upp á bátinn og flust um stundarsakir til Puerto Rico til þess að læra spænsku. Sex mánuðum síð- ar sneri hann aftur til Boston til þess að stofna hljómsveit. PIXIES Meðlimir Pixies hafa alltaf verið afskaplega venjulegir í útliti en saman mynduðu þau Joey Santiago, Black Francis, Kim Deal og David Lovering eina sérstæðustu rokksveit tónlistarsögunnar. Pixies leikur í Kaplakrika þann 26. maí næstkomandi. ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. Dyrabjöllur Það er eitthvað við dyrabjöllur.Það er, eitthvað við öll þessi nöfn á dyrabjöllum og dyrasímum. Öll þessi tölvuprentuðu, vélrituðu eða handskrifuðu nöfn. Allt þetta fólk. Hvaða fólk er þetta? Augljós- lega hlýtur þetta að vera fólkið sem maður mætir stundum á stétt- um Reykjavíkur. En eftir því sem maður rekst á fleiri nöfn áttar maður sig betur á að maður þekk- ir alls ekki alla í borginni. Varla helminginn. Hver er til dæmis „Arnbergur Þ“ á annarri hæð til vinstri á miðju Bergstaðastræti? Það er eitthvað við þetta. Þess- vegna er ég í göngutúr, að kíkja á dyrabjöllur. Það er rigning. Það er hornarok. Það eru fáir á ferli. Eig- inlega enginn. Þetta er einhvern- veginn akkúrat réttur dagur til að skoða dyrabjöllur. Nákvæmlega þannig dagur. Í Þingholtunum. Það hverfi hent- ar vel því oft standa útihurðirn- ar við stéttarnar svo maður þarf ekki annað en stoppa í sporunum til að lesa á takk- ana. Það hefur gengið vel. Samt er eitt í þessu. Eftir því sem maður átt- ar sig betur á að maður þekkir alls ekki öll nöfnin í Reykjavík, langar mann sífellt meir til að dingla og kynnast fólkinu á bakvið þau. Friedland Í hverfinu eru Friedland bjöll- urnar hvað algengastar og svo „LT“ dyrasímar úr hvítu eða svörtu plasti. En einhverra hluta vegna eru þessir gömlu gylltu hvað mest heillandi. Á einum þeirra í miðju hverfinu eru fjórir svartir takkar og bara tveir merktir. Á þann neðst til vinstri er prentað „Adolf Smith“ en uppi í hægra horninu hefur verið hand- skrifað „Ragnar“. Því lengur sem ég horfi á nöfnin á ég erfiðara með að ímynda mér að þeim komi vel saman. Það gæti einhvernveginn ekki verið lengra á milli nafnanna. Hugsanlega hafa þeir sem áður voru á ómerktu bjöllunum flutt út vegna sífelldra rifrilda á stiga- ganginum. Og kannski ekki. Í næstu götu geng ég fram á bjöllu sem er áberandi rólegt yfir. Á henni stendur „Þuríður R. Jó- hannesdóttir“ með vélrituðum stöfum. Þarf maður ekki að vera svolítill dútlari til að vélrita nafn- ið sitt svona á bjöllumiðann? Alla- vega fæ ég á tilfinninguna að Þur- íður sé kona sem prjóni mikið og fylgist alltaf með Gettu betur. Finnist jafnvel allt á þessu landi komið út í tóma vitleysu. Ég er enn að velta fyrir mér fyrir hvað errið standi þegar ég kem að tveimur svörtum dyra- bjöllum sem eru skemmtilega ná- lægt hvor annarri á veggnum. Nánast snertast. Inn í þær er skrifað „einsi“ og „teitur“. Það er ekki bara að upphafsstafurinn sé lítill í báðum nöfnum, heldur er skriftin næstum eins svo þeir líta út fyrir að vera mjög nánir, vinirn- ir? Örugglega báðir í Listaháskól- anum. Og eiginlega fáránlegt að þeir leigi ekki bara saman frekar en að vera að vesenast þetta á tveimur bjöllum. Ofar í hverfinu er meira af út- lendum nöfnum – „Juan“ „Chung“ „Slawomir“ – og enn einn gyllti garmurinn með fjórum tökkum. Á neðri til vinstri stendur „Einar Eiðsson og Annie Atkins“ með fín- legu tölvuletri. Á bjöllunni við hliðina er feitletrað „Hörður J“. Fyrir ofan hann hefur „Sigrún Sig“ vélritað nafnið sitt. En á bjöll- unni í vinstra horninu stendur „Sigurður Kári“. Þetta hlýtur að vera þingmaðurinn okkar. Þótt nafnið sé prentað með smekklegu letri er svolítið neyðarlegt að sjá Sigurð Kára svona uppi í vinstra horninu. Hann hefur örugglega ekkert pælt í þessu þegar hann ákvað að koma sér fyrir þarna. Nokkrum skrefum lengra er grár „LT“ dyrasími með áberandi litríkum miða. Á honum eru þrjú nöfn – „Annette Holm Billund“, „Claudia Overesch“ og „Elina Haapala“ – en á milli þeirra eru tússuð blá, græn og rauð skástrik. Þessvegna er miðinn það sem kall- að er krúttaralegur. Þær hljóta að vera skiptinemar. Sennilega allar í íslensku í háskólanum. Hafa hist í fyrsta sinn síðastliðið haust en þá ákveðið að leigja saman. Og það er búið að vera ferlega gaman. Auð- vitað mættu námslánin vera hærri og allt það og því er bara verslað einu sinni í viku. En djammað all- ar helgar. Gæti maður búið svona? Ushi bebee Það rignir. Það er hornarok. Enn enginn á ferli. Allt eins og það á að vera. Stuttu síðar geng ég fram á svartan dyrasíma sem lík- ist engu. Klossaður, með þremur hnöppum og moldarskýum. Það vantar miðahlífarnar fyrir fyrstu og aðra hæð svo út úr tökkunum standa vírar. En framan á mið- hnappinn hefur verið tússað: „Vlad“. Af skriftinni að dæma gæti þetta verið einn af þessum skemmtilega groddalegu Úkraínu- mönnum. Og áður en ég veit af, er ég búinn að ýta á takkann. Í hátal- aranum heyrast skruðningar sem er fylgt af hrjúfri rödd: „Jambo?“ „Uh...Vlad?“ „Ushi bebee line aku,“ segir ákveðin röddin. Á meðan ég velti fyrir mér hvaða mál þetta er – hugsanlega swahili – aukast brestirnir í þögn- inni svo ég flýti mér að endurtaka: „Vlad?“ „Ushi bebee! Ushi bebee Vlad!“ svarar rafmögnuð röddin. „Do you speak English?“ En röddin endurtekur pirruð: „Ushi bebee!“ Á eftir er eins og rispaður and- ardrátturinn leki út um rifurnar á dyrasímanum. Það er stressandi svo ég flýti mér að segja: „Ushi beebe buh dingaling.“ Og röddin svarar: „Eh?“ Eftir stutta stund drukknar andardrátturinn í dimmum skruðningum og það er lagt á. Ég stend eftir og stari á „Vlad“. En meika ekki að dingla aftur og rölti áfram, eiginlega með smá áhyggj- ur af honum. Og allt þetta fólk. Það er bara eitthvað við það. ■ DYRABJALLA Í hverfinu eru Friedland bjöllurnar hvað algengastar og svo „LT“ dyrasímar úr hvítu eða svörtu plasti. En einhverra hluta vegna eru þessir gömlu gylltu hvað mest heillandi. ■ Það rignir. Það er horn- arok. Enn eng- inn á ferli. Allt eins og það á að vera. Stuttu síðar geng ég fram á svartan dyrasíma sem líkist engu. Klossaður, með þremur hnöpp- um og moldar- skýum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.