Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 24
24 7. mars 2004 SUNNUDAGUR
Íslendingar eru fordómafullir ígarð innflytjenda ef marka má
skýrslu sem bandaríska utanríkis-
ráðuneytið birti fyrir skömmu og
fjallar um mannréttindamál.
Samkvæmt skýrslunni hefur
orðið nýbúi neikvæða merkingu á
Íslandi og er aðallega notað um
sýnilega útlendinga. Þá er sagt í
skýrslunni að sjáist asískar konur
á ferli eftir sólarlag séu þær tald-
ar vera að stunda vændi, börnum
innflytjenda sé strítt og þau sögð
hafa verið keypt á Netinu og fólk
sem á erlenda maka hafi kvartað
undan því að hafa fengið nafn-
lausar hótanir.
Í skýrslunni kemur jafnframt
fram að Evrópunefnd sem berst
gegn kynþáttahatri og umburðar-
leysi hafi komist að þeirri niður-
stöðu í júlí á síðasta ári að skilyrði
fyrir innflytjendur á Íslandi séu
„ekki að fullu viðunandi“.
Kemur ekki á óvart
„Við heyrum alltaf af tilvikum
tengdum kynþáttafordómum en
höfum engan mælikvarða á hvort
þeir hafi aukist eða ekki,“ segir
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahúss, spurður út í
skýrslu bandaríska utanríkisráðu-
neytisins. „Skýrslan kemur hins
vegar ekki á óvart. Við höfum
áður heyrt af því sem þar kemur
fram. Það er hins vegar engin leið
að segja til um hversu miklir kyn-
þáttafordómarnir eru.“
Einar segist ekki vita til þess
að heildstæðar rannsóknir um
kynþáttafordóma hafi verið gerð-
ar á Íslandi. Hins vegar hafi
komið fram vísbendingar um
aukna fordóma hjá ungling-
um í rannsókn sem gerð var fyrir
skömmu á vegum Rannsókna og
greiningar en niðurstöður hennar
eru ekki tilbúnar. Alþjóðahúsið
vinnur nú að því ásamt Reykja-
víkurdeild Rauða kross Íslands að
safna fé svo hægt sé að klára
rannsóknina.
Duldir fordómar
Einar segir fólk ekki leita mik-
ið til Alþjóðahússins hafi það orð-
ið fyrir kynþáttafordómum en
þegar rætt sé við það komi ýmis-
legt í ljós. Því sé þó ekki að leyna
að sýnilegir útlendingar og
ákveðnir hópar verði fyrir meiri
fordómum en aðrir, en þó sé sem
betur fer lítið um ofbeldi tengt
fordómum. Eitthvað sé þó um
upphrópanir og svo virðist sem
þær séu aðallega hafðar uppi
seint á kvöldin og um helgar. „Það
er meira um svokallaða dulda for-
dóma – til dæmis mismunandi við-
mót í þjónustu,“ segir Einar.
Einar segir bandarísku skýrsl-
una vera góða áminningu úr
annarri átt. Skýrsla sem kom út á
vegum Evrópunefndar gegn kyn-
þáttafordómum og umburðarleysi
síðasta sumar hafi hins vegar ver-
ið mun ítarlegri.
„Þar er bent á atriði sem þarf
að bæta úr. Til dæmis þurfum við
að hætta að líta á innflytjendur
sem vinnuafl. Hér á landi er
atvinnuleyfið til dæmis í höndum
atvinnurekandans, sem getur
komið honum og einstak-
lingnum sem vinnur hjá
honum í óeðlilega
stöðu. Atvinnuleyfið
getur orðið þvingunar-
tæki. Einnig eru
gerðar athugasemdir við stefnu-
mótun varðandi móttöku innflytj-
enda og samlögun þeirra að þjóð-
félaginu. Það hefur farið fram
stefnumótun hjá einhverjum
sveitarfélaganna en afar tak-
mörkuð hjá ríkinu.“
Á milli skips og bryggju
Einar nefnir sem dæmi 16 ára
krakka sem koma hingað til lands.
Þeir eru of gamlir fyrir grunn-
skólann og því hafa sveitarfélögin
litlar skyldur gagnvart þeim.
Krakkarnir eru þar með komnir
inn á forræði ríkisins en geta átt
erfitt með að komast í framhalds-
skólana vegna skorts á íslensku-
kunnáttu eða vegna skorts á fram-
boði á úrræðum innan framhalds-
skólakerfisins. „Það getur
verið takmarkaður grund-
völlur fyrir þau vegna
lítillar menntunar og
vegna þess að þau
kunna ekki tungu-
málið. Krakkarnir lenda því milli
skips og bryggju því þeir eru enn-
þá börn samkvæmt skilgreiningu
laganna og hafa takmarkaða
möguleika til vinnu. Krakkarnir
leita því til annarra í svipaðri
stöðu og geta orðið sýnilegir sem
„vandamál“ í tengslum við hópa-
myndanir unglinga. Ef það væri
smá skipulag í því að taka á móti
þessum krökkum, eins og er fyrir
hendi í grunnskólum, væri að
minnsta kosti hægt að draga úr
þessari þróun,“ segir Einar.
Hefðbundin
unglingavandamál
Sigurbjörn Víðir Eggertsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík, segist ekki hafa orðið
var við meira af ofbeldisglæpum
sem tengist kynþáttafordómum.
Síðustu mánuði hafa borist
fréttir af slagsmálum í Breiðholti
á milli hópa af asískum og íslensk-
um uppruna. Fyrir nokkru réðst
hópur pilta inn í íbúð hjá fólki frá
Filippseyjum og gekk í skrokk á
dreng sem þar býr. Húsmóðirin
gerði hvað hún gat til að verja son
sinn en hópurinn lagði íbúðina í
rúst. Engar kærur voru lagðar
fram í kjölfarið.
Í síðasta mánuði voru síðan
tveir piltar af asískum uppruna og
einn íslenskur kærðir eftir
hópslagsmál sem brutust út í Efra
Breiðholti.
Sigurbjörn Víðir vill ekki
meina að slagsmálin tengist kyn-
þáttafordómum heldur hefð-
bundnum unglingavandamálum.
Hann segir jafnframt að slík átök
hafi áður brotist út milli hverfa og
bæjarfélaga.
Samfélag í mýflugumynd
Helgi Gunnlaugsson afbrota-
fræðingur segist ekki hafa orðið
var við fleiri ofbeldisglæpi gegn
nýbúum. Hann segir nýbúa hér á
landi ekki vera það marga að það
hafi skapast aðstæður fyrir
árekstra eins og þekkist í öðrum
löndum.
„En samfélagið hefur breyst
mjög hratt og á síðustu tíu árum
hefur hlutfall nýbúa í íslensku
samfélagi hækkað mikið. Það er
þó ekki með sambærilegum hætti
og í Bandaríkjunum þar sem þjóð-
ernishópar leggja heilu hverfin
undir sig. Hjá okkur er þetta í
mýflugumynd,“ segir Helgi.
Helgi segir eðlilegra að bera
Ísland saman við önnur Norður-
lönd en bendir jafnframt á að
þróunin þar hafi verið öðruvísi
en hér. Þar hafi vaxið úr grasi
önnur og þriðja kynslóð nýbúa –
eitthvað sem þekkist varla hér.
„Í Danmörku hefur til dæmis
heyrst að helmingur allra af-
brota unglinga sé tengdur er-
lendum minnihlutahópum. Þetta
eru oft á tíðum hópar fólks sem
hefur alla tíð búið í Danmörku og
þekkir ekkert annað. Það talar
dönsku eins og Danir en er samt
ekki fyllilega gjaldgengt. Þetta
er vandi sem við höfum ekki rek-
ið okkur á en auðvitað er nauð-
synlegt fyrir okkur að vera á
verði því þetta gerist svo hratt,“
segir Helgi. „Þar sem samsetn-
ingin er önnur og af því hversu
hratt þetta hefur gerst hefur
þetta ekki valdið neinum sér-
stökum vanda í okkar samfélagi
enn sem komið
er.“
Hið
nýja Ísland
Samsetning íslensku þjóðarinnarhefur breyst nokkuð á síðustu
árum. Á Íslandi býr nú talsvert af
fólki sem fætt er og uppalið í öðrum
löndum. Frá árinu 1950 hefur hlutfall
erlendra ríkisborgara af mannfjölda
vaxið úr 1,9% í 3,5% árið 2003. Á síð-
asta ári voru erlendir ríkisborgarar
hér á landi 10.180 og hafði þeim
fækkað um 41 frá árinu á undan. Þá
eru ekki meðtaldir þeir einstaklingar,
fæddir erlendis, sem hafa fengið
íslenskan ríkisborgararétt. ■
Kynþáttafordóm
Bandarísk skýrsla gefur til kynna að Íslendingar séu fordómafullir í garð útlendinga. En
hvað segja þeir sem unnið hafa að innflytjendamálum hér á landi, fræðimenn, lögregla og
nýbúar sjálfir? Erum við fordómafull? Að minnsta kosti þrjú félög sem kenna sig við
þjóðernishyggju eru starfrækt hér á landi en starfsemi þeirra virðist lítil.
Akeem Cujooppong
31 árs
Fæddur í Gana.
Kom til Íslands fyrir
níu árum.
En samfélagið hefur
breyst mjög hratt og
á síðustu tíu árum hefur
hlutfall nýbúa í íslensku
samfélagi hækkað mikið.
Það er þó ekki með sam-
bærilegum hætti og við sjá-
um í Bandaríkjunum þar
sem þjóðernishópar leggja
heilu hverfin undir sig. Hjá
okkur er þetta í mýflugu-
mynd.
,,