Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Draugalestina sem sýnt er í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin líklega út fyrir landsteinana. Platan verður líklega gefin út í fleiri löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, og eru félag- arnir að fara að vinna að nýjum lögum. „Við erum í raun tilbúnir með þrjár plötur í viðbót; eina remix- plötu, eina tónleikaplötu og svo tón- listina við Draugalestina sem við getum gert að einhverskonar naumhyggjuplötu,“ segir Einar Örn. „Síðan er verið að reyna að finna fyrir okkur stað og stund á tónlistarhátíðum í Evrópu í sumar.“ Það leggst vel í Hrafnkel að fara í tónleikaferðalag til út- landa. „Ég er fremur spenntur fyrir því, ef ég fer – og líst bara vel á,“ segir hann og er ekki frá því að rokkstjörnulíf eigi svolít- ið við hann. kristjan@frettabladid.is EINAR ÖRN OG HRAFNKELL FLÓKI Hljómsveit Einars Arnar, Ghostigital, hefur vakið athygli, ekki síst fyrir framgöngu 11 ára gamals sonar Einars, Hrafnkels Flóka, sem er í hljómsveitinni ásamt föður sínum. Hrafn- kell á tvo yngri bræður, fjögurra og þriggja ára. Þeir eru að hans sögn farnir að tromma. FAÐIRINN „Ég hef aldrei lært á hljóðfæri en Hrafnkell hefur lært í þrjú eða fjögur ár svo ég treysti honum alveg til að koma fram.“ SONURINN „Ég vissi ekki að þetta væru ný lög. Ég hélt að þetta væri einhver tæknivilla því þetta var alltaf sama stefið sem fór hækkandi,“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.