Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS * Gengi bréfa síðustu sjö daga. 6,1% -6,0% -9,1% 9,1% 9,3% Mesta hækkun (%)* * Gengi bréfa síðustu sjö daga. Mesta lækkun (%)* Mesta veltaÞormóður rammi-Sæberg hf.Tryggingamiðstöðin hf. Kaupþing Búnaðarbanki hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Kaupþing Búnaðarbanki hf. 6.143 milljónir Straumur Fjárfestingarbanki hf. 4.837 milljónir Íslandsbanki hf. 14.276 milljónir mán. þri. mið. fim. fös. -19,3% á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r 25 20 15 10 5 0 -5 Fjárfestingarfélagið Atorka hf. Jarðboranir hf. Kaldbakur hf. Það er leiðinlegt að vera blankur.Enn leiðinlegra er að vera blank- ur og hafa mikinn tíma. Ævistarfið tekur enda. Þegar því lýkur gefst tími til þess að sinna hugðarefnum. Þá er synd að hafa ekki búið í hag- inn og hafa ekki fjárhagslegt svig- rúm til að njóta lífsins. Enda þótt við höfum ekki alla þræði örlaganna í eigin höndum er ýmislegt sem við getum gert til þess að búa í haginn og gera okkur kleift að takast á við aðstæður okkar. Vaxandi áhugi Verðbólguáratugirnir léku grátt þá ágætu dyggð að leggja til hliðar og mynda sjóði til framtíðar. Með stöðugra fjár- málaumhverfi hefur áhugi al- mennings á sparnaði aukist. „Við finnum fyrir miklum og vaxandi áhuga,“ segir Gunnar Baldvins- son, forstöðumaður lífeyrissviðs eignastýringar Íslandsbanka. Bankinn hefur verið iðinn við að svala forvitni og áhuga fólks um skipulag fjármála sinna. Í fyrra kom út bókin Hlutabréf og eignastýring, sem fjallar um val hlutabréfa og uppbyggingu eigna. Fyrir helgina kom svo út bók Gunnars, Verðmætasta eign- in, sem er ítarlegt yfirlitsrit um sparnað og undirbúning starfs- loka. „Titillinn er valinn til þess að vekja athygli á því að við starfslok er eign í lífeyrissjóði og annar eftirlaunasparnaður í mörgum tilfellum verðmætasta eign fólks,“ segir Gunnar. Næstverðmætasta eignin er íbúðarhúsnæði. Engum myndi detta í hug að leggja út í slíka fjárfestingu nema að vel ígrund- uðu máli. Sama ætti því að gilda um sparnaðinn. „Við erum með yfir 20 þúsund sjóðfélaga í líf- eyrissjóðum og það er mikil þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði. Kveikja bókarinnar er að við vildum gera heildarsamantekt um lífeyrismál sem við gætum vísað viðskiptavinum á.“ Bókin er ítarleg og efnismikil og Gunn- ar segir að fljótt hafi menn farið að hugsa sem svo að bókin gæti átt erindi við fleiri. Tíminn vinnur með þeim ungu Ungt fólk berst við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Skuldirnar eru í mörgum tilvikum miklar og eignamyndunin hæg. Samhliða því verður til eign í lífeyrissjóði. Það eru því margir sem hugsa að ekki sé ástæða til að bæta við þennan sparn- að. Gunnar segir sérstaklega mikil- vægt að ráðleggja ungu fólki að spara eins mikið og það mögulega treystir sér til. „Ef fólk sér fram á að nægilegur sparnaður hafi mynd- ast er hægt að draga úr honum síð- ar.“ Í bókinni Verðmætasta eignin eru dæmi um hvernig tími og vextir vinna saman að uppbyggingu eigna. Tíminn vinnur með yngra fólki, jafnvel þótt upphæðirnar sem lagð- ar séu til hliðar séu ekki háar. „Fyr- ir þá sem eru að byrja á vinnumark- aði er ráðleggingin að leggja að minnsta kosti tvö prósent í viðbótar- lífeyrissparnaðinn.“ Gunnar bendir á að greiðslur í lífeyrissjóð tryggi ekki nema hluta launa. Vilji menn tryggja sér sambærileg lífskjör eft- ir að starfsævinni lýkur sé nauðsyn- legt að leggja meira til hliðar. Starfslokin munu koma, svo mik- ið er víst. Gunnar segir æskilegt að vera í þeirri stöðu að geta valið sjálfur hvenær maður hættir störf- um. „Það er dapurlegt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum eftir starfslok, sérstaklega ef heilsan er í lagi og maður er tilbúinn að njóta lífsins. Í bókinni er lögð áhersla á að fólk taki frumkvæðið í þessum mál- um og komi sér í þá stöðu að geta ákveðið starfslokin sjálft.“ Borga sér fyrst Vandinn varðandi sparnað er að byrja. „Menn hugsa gjarnan sem svo; fyrst borga ég gluggaumslögin, svo ætla ég að lifa. Ef eitthvað verð- ur eftir í lok mánaðar þá legg ég fyrir. Hættan er sú að aldrei sé neitt eftir.“ Í bókinni bendir Gunnar fólki á að borga sjálfum sér fyrst. „Það er hægt að taka lítið í byrjun og finna hvað maður getur. Með þessum hætti er maður ótrúlega fljótur að byggja upp eignir.“ Enda þótt lífeyrissparnaður sé höfuðviðfangsefni bókarinnar er hún ekki síður almenn handbók um leiðir til að skipuleggja fjármál með þeim hætti að tryggja betur fjár- hagslegt öryggi. „Það má að hluta til líta á bókina sem handbók í almenn- um fjármálum.“ Í bókinni er fjallað um sjúkdóma og líftryggingar og önnur þau atriði sem varða stöðu fjármála hvers og eins. Samhliða út- gáfu bókarinnar var gangsett net- reiknivél á slóðinni www.skjodan.is. Aðgangslykill fylgir bókinni. Í net- reiknivélinni getur hver og einn skoðað hvert stefnir miðað við nú- verandi stöðu. „Netreiknivélin reiknar eftirlaun fyrir einstakling eða hjón út frá upplýsingum um nú- verandi eignir og áunnin lífeyris- réttindi og miðað við forsendur um áframhaldandi sparnað.“ Niðurstöðurnar af útreikningn- um gefa svo notandanum góða hug- mynd um hver líkleg staða verði við starfslok. „Síðan geta menn sett inn viðbótarlífeyrissparnað og annan sparnað,“ segir Gunnar. Vandinn er sá að margir vita ekki mikið um rétt 6 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 mán. þri. mið. fim. fös. FYRSTA EINTAKIÐ Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók við fyrsta eintaki bókarinnar úr höndum Gunnars Baldvinssonar. Geir er án efa vel upplýstur um eigin lífeyrisrétt eftir ítarlegar umræður um lífeyrisrétt þingmanna og ráðherra í desember. Þeir eru þó margir sem mættu sinna betur þeirri mikilvægu eign sem lífeyrissparnaðurinn er. Eignin sem ræður Verðmætasta eign venjulegs fólks við starfslok er ekki íbúðarhúsnæði eins og margir halda, heldur sparnaður og lífeyrissparnaður. Íslandsbanki mætir vaxandi áhuga fólks á að fylgjast með þessari eign með útgáfu bókarinnar Verðmætasta eignin. FR RÉ TT AB LA Ð IÐ /G VA ÞÖRFINNI MÆTT Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður líf- eyrissviðs eignastýringar Íslandsbanka, skrifaði bókina Verðmætasta eignin. Þar er farið ítarlega yfir lögmál uppbyggingar eigna til að mæta áföllum og starfslokum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.