Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 22
22 7. mars 2004 SUNNUDAGUR MARKÚS ÖRN ANTONSSON „Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa neinar mótaðar hugmyndir um framtíð stofnunarinnar og þar eru uppi ólíkar hugmyndir og engin samstaða hefur náðst. Menn hafa oft verið að gefa upp bolta sem hafa síðan skoppað út á gólf og rúllað út í horn.“ Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir stjórnvöld ekki hafa mótaða stefnu í málefnum RÚV, endalaust sé verið að gefa upp bolta sem síð- an rúlla út í horn. Hann auglýsir eftir framtíðarstefnu í viðtali við Fréttablaðið um fjölmiðlaheiminn, Ríkisútvarpið og afskipti sín af pólitík. Framtíðarstefnu vantar Þrír þingmenn Sjálfstæðis-flokksins hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp um breytingar á útvarpslögum. Þar er lagt til að RÚV verði gert að hlutafélagi, allt efni þess verði boðið út og afnotagjöld lögð af. Litlar líkur eru á því að frumvarpið verði samþykkt. Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri segir frum- varpið í miklu ósamræmi við meginstrauma annars staðar í Evrópu, þar sem mönnum verði æ ljósara mikilvægi þess að standa vörð um hina opinberu fjölmiðla er starfi í almanna- þágu í samkeppni við einka- rekna fjölmiðla: „Örugg fjár- mögnun þeirra með afnotagjöld- um er besta tryggingin fyrir fjölbreyttum efnisþáttum í op- inni dagskrá handa öllum, lýð- ræðislegri umræðu og trúverð- ugum fréttaflutningi.“ Áberandi stefnuleysi Markús Örn segir stöðu Rík- isútvarpsins vera mjög sterka í samanburði við aðra fjölmiðla. „Í Gallup-könnun, sem gerð var fyrir tveimur árum, kom fram að 73 prósent aðspurðra töldu að RÚV, sjónvarpið og útvarpið, væru mikilvægustu fjölmiðlar landsins. Þetta er glæsileg ein- kunn sem hefur verið staðfest í áhorfs- og hlustendakönnunum. Hins vegar er ýmislegt sem snýr að fjárhag stofnunarinnar sem er ekki jafn ánægjulegt enda áberandi stefnuleysi ríkj- andi um langa hríð varðandi stöðu Ríkisútvarpsins. Framtíð- arstefnuna vantar,“ segir Mark- ús Örn. Hann telur að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkis- ins. „Sú hugmynd hefur ekki fengið hljómgrunn hjá stjórn- völdum og því þýðir ekki að ein- blína á hana. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa neinar mót- aðar hugmyndir um framtíð stofnunarinnar og þar eru uppi ólíkar hugmyndir og engin sam- staða hefur náðst. Menn hafa oft verið að gefa upp bolta sem hafa síðan skoppað út á gólf og rúllað út í horn.“ Það fyrirkomulag að skylda almenning til að greiða mánað- arlegt gjald til RÚV hefur oft verið harðlega gagnrýnt. Mark- ús Örn bendir á að 92-93 prósent greiðenda greiði afnotagjöldin alltaf skilvíslega og lítill minni- hlutahópur haldi uppi andróðri gegn þessu fyrirkomulagi og þar fari keppinautarnir á fjöl- miðlamarkaði fremstir í flokki. „Almennt er fólk þeirrar skoð- unar að það finni alltaf eitthvað við sitt hæfi í dagskrá Ríkisút- varpsins og fái góða þjónustu fyrir afnotagjaldið.“ Markús Örn vill ekki setja Ríkisútvarpið á fjárlög: „Þegar grannt er skoðað verður ekki annað séð en að afnotagjöldin séu skásti kosturinn. Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að setja Ríkisútvarpið á fjárlög og óttast að fjárveitingar til Ríkis- útvarpsins yrðu skornar niður milli ára vegna þess að brýn verkefni í öðrum málum yrðu látin ganga fyrir. Ítök stjórn- málamanna í rekstri stofnunar- innar myndu um leið aukast og það yrði ekki af hinu góða.“ Finnst þér að afnotagjöldin ættu að hækka? „Það þarf að hækka þau. Af- notagjaldið hefur ekki fylgt verðlagsþróun. Langt í frá. Rekstrarféð hefur rýrnað um 20 prósent á 10 árum, afnotagjöldin um 10 prósent og á sama tíma- bili hefur sparnaður stofnunar- innar verið um 10 prósent. Fjar- lög sýna rekstrarhalla ár eftir ár. Mér finnst þetta afskaplega slæm þróun. Það þarf að taka á þessum málum. Við bentum á að RÚV þyrfti um 22 prósenta hækkun á afnotagjöldum síðast- liðið haust en höfum ekki fengið nema 5 prósent. Það er engan veginn viðunandi.“ Þessi fjárskortur hlýtur að koma niður á innlendri dagskrá. Hvaða forgangsröðun á að vera þar að þínu mati? „Já, þetta er hárrétt með inn- lenda efnið. En afleiðingarnar segja til sín í öllum rekstrarþátt- um. Fréttir og fréttatengt efni á að vera í fyrirrúmi. Innlent efni af sérhverjum toga er auðvitað höfuðviðfangsefni okkar. Nauðsynlegar auglýsingar Nú hefur verið gagnrýnt að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Er það ekki réttmæt gagnrýni? „Það eru fyrst og fremst keppinautar okkar sem halda þessu fram enda snertir þetta fjárhag þeirra. Ég hef heyrt þau viðhorf frá auglýsendum sjálf- um og samtökum þeirra að hluti af lýðræðisþróuninni sé að Rík- isútvarpið verði meðal annars nýtt til að koma skilaboðum og auglýsingum á framfæri við neytendur og að fyrirtækin eigi að hafa greiðan aðgang að því. Fyrir tveimur árum könnuðum við hver væri afstaða áhorfenda og hlustenda til auglýsinga í Ríkisútvarpinu. Fólk taldi að stefna ætti að því að auka aug- lýsingamagnið í Sjónvarpinu. Almenningur virðist líta svo á að byggja megi reksturinn meir á auglýsingafé en gert hefur verið og sér það kannski þannig fyrir sér að afnotagjöldin myndu standa í stað eða hækka minna en ella. Hlutfall auglýs- inga hefur hins vegar farið lækkandi vegna samkeppninnar. Dagskráin yrði svipur hjá sjón FB -M YN D P JE TU R SI G U RÐ SS O N En ég er mjög efins um að við náum skynsamlegri niðurstöðu um opinber afskipti af eignar- haldi. Það sem ég óttast mest er að slík lagasetning byði því heim að menn færu í kringum hana og til yrði neðanjarðarstarfsemi: ný fyrirtæki stofnuð með nýjum nöfnum og auðmenn í stöð- ugum feluleikjum. Það tel ég ekki af hinu góða. ,, Mér fannst óþægi- lega mikið um það af hálfu félaga minna og póli- tískra samherja að gera mig að persónugervingi fyrir ótrygga stöðu Sjálfstæðis- flokksins í borginni og ákvað því að kveðja þá og gefa öðrum sem hafði verið ná- tengdari þessum samvirka hópi ný tækifæri. Síðan hafa verið gerðar ýmsar tilraunir með breytingu á forystu sjálfstæðismanna í borginni og staðan í dag er óbreytt frá kosningaúrslitunum 1994. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.