Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 38
38 7. mars 2004 SUNNUDAGUR DRAMATÍK Bandaríkjamaðurinn Duane Ross fellur í veg fyrir Líberíumanninn Sultan Tucker í undanrásum í 60 metra grindahlaupi. Tucker fékk sæti í undanúrslitum eftir úr- skurð dómara. Frjálsar íþróttir FÓTBOLTI Íslendingar leika við Skota í Egilshöll á laugardag. Þjóðirnar hafa leikið fjórum sinn- um áður, tvisvar vináttuleiki og tvisvar í undankeppni Evrópu- keppni. Skotar voru í 30. sæti á styrk- leikalista FIFA sem var gefinn út í desember. Síðan þá hafa þeir leik- ið við Grikki, sem eru í 57. sæti styrkleikalistans og við Frakka sem eru í riðli með Íslendingum í undankeppni Evrópukeppninnar. Skotar náðu jafntefli í fyrri leikn- um við Frakka en töpuðu seinni leiknum 6–3. Leikur Skota við Íslendinga er liður í undirbúningi þeirra fyrir leik gegn Úkraínumönnum í und- ankeppni Evrópukeppninnar. Skotar eru í þriðja sæti riðilsins á eftir Þjóðverjum og Tékkum en á undan Úkraínumönnum og Portú- gölum. Í skoska hópnum eru tveir liðs- menn ÍBV á síðustu árum, Michelle Barr og Pauline Hamill. Barr var fyrirliði ÍBV í sumar en Pauline Hamill lék með ÍBV 2001 og varð næstmarkahæst í efstu deild. Þriðji Eyjamaðurinn, Mhairi Gilmour, lék með Skotum gegn Grikkjum í janúar en hún er ekki í hópnum að þessu sinni. Í nítján manna hópi sem lands- liðsþjálfarinn Vera Pauw tilkynnti í síðustu viku eru tíu leikmenn frá Hibernian, efsta félagi úrvals- deildarinnar, og fjórir frá Kilmarnock sem lék gegn KR í Evrópukeppninni í fyrra. Mark- sæknasti leikmaður Skota er Julie Fleeting, sem leikur með Arsenal, og varnarmaðurinn Ifeoma Dieke er liðsmaður bandaríska félagsins Atlanta Beat. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magn- ússon er í sjötta sæti í tugþraut eftir fyrri dag sjöþrautarkeppn- innar á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest. Jón Arnar hefur 3.449 stig eftir fyrri daginn en aðeins munar 70 stigum á honum og Rússanum Lev Lobod- in sem er í þriðja sæti. Tékkinn Roman Sebrle hefur forystu í keppninni og á góða möguleika á að slá ellefu ára gam- alt heimsmet Dans O'Brian sem er 6.476 stig. Sebrle hefur 41 stigs forskot á Bandaríkjamanninn Bryan Clay þegar fjórum grein- um er lokið. Clay sigraði í fyrstu grein keppninnar, 60 metra hlaupi. Hann var langfyrstur, á 6,65 sek- úndum og hefði tíminn dugað hon- um í áttunda sæti í úrslitum 60 metra hlaups heimsmeistaramóts- ins. Jón Arnar Magnússon varð fimmti í 60 metra hlaupinu á 7,02 sekúndum. Jón Arnar varð fjórði í lang- stökki með stökki upp á 7,64 metra. Dimitri Karpov sigraði í greininni og með 7,97 metra stök- ki, einum sentimeter lengra en Roman Sebrle. Sebrle sigraði með glæsibrag í kúluvarpi. Hann kastaði 16,28 metra og bætti perósunlegt met sitt um 20 sentimetra. Hann sigr- aði einnig í hástökkinu með stökki upp á 2,11 metra. Jón Arnar kas- taði kúlunni 15,77 og var þriðji og stökk 1,96 metra í hástökkinu. Rússneska stúlkan Tatyana Lebedeva jafnaði og tvíbætti síð- an heimsmetið í þrístökki. Hún jafnaði metið í fyrsta stökkinu, 15,16 metrar, bætti það um níu sentimetra í næsta stökki og bætti metið enn ellefu sentimetra í loka- stökkinu. Lebedeva stökk 15,36 metra en Yamile Aldama, sem keppir fyrir Súdan, stökk 14,90 og varð önnur. Lebedeva stökk einnig lengst í undankeppninni í langstökki, 6,78 metra, en úrslitin fara fram í dag. Enginn hefur hingað til sigrað bæði í langstökki og þrístökki á heimsmeistaramótinu innanhúss. Keppni í stangarstökki kvenna var einnig söguleg. Rússinn Jel- ena Isinbajeva sigraði á nýju heimsmeti, 4,86, en Ólympíu- meistarinn Stacy Dragila var önn- ur á nýju bandarísku meti, 4,81. Fyrirfram var búist við einvígi Is- inbajeva og Svetlana Feofanova um gullverðlaunin en sú síðar- nefnda stökk 4,70 en felldi 4,76 metra og eftir það var Dragila sú eina sem gat ógnað Isinbajevu. Bandaríska stúlkan Jillian Schwartz stökk 4,60 og varð fjórða og hefur hún aldrei áður náð jafn langt á stórmóti. Vanessa Boslak stökk 4,50 metra og setti nýtt franskt met og deildi fimmta sætinu með Pólverjanum Monika Pyrek. ■ Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is  16.15 Völsungur leikur við KS í Boganum í Powerademótinu í fótbolta.  17.00 Haukar og Víkingur keppa á Ásvöllum í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.00 KA mætir Haukum í KA- heimilinu í úrvalsdeild RE/MAX-deildar- innar í handbolta.  18.15 Hvöt og Leiftur/Dalvík leika í Boganum í Powerademótinu í fótbolta.  19.00 KR keppir við Val í Egilshöll í Meistarakeppni KSÍ í kvennaflokki.  19.15 ÍR leikur við Stjörnuna í Austurbergi í úrvalsdeild RE/MAX-deild- arinnar í handbolta.  19.15 HK og Valur keppa í Digra- nesi í úrvalsdeild RE/MAX-deildarinnar í handbolta.  19.15 Fram leikur við Gróttu/KR í Framhúsinu í úrvalsdeild RE/MAX-deild- arinnar í handbolta.  11.30 Formúla 1 á RÚV. Upptaka frá keppninni í Ástralíu.  12.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Millwall og Tranmere Rovers í 6. umferð bikarkeppninnar.  14.00 HM í frjálsum íþróttum innanhúss á RÚV. Bein útsending frá keppninni í Búdapest.  15.00 Bandaríska mótaröðin á Sýn. Upprifjun á eftirminnilegum augna- blikum í síðasta mánuði.  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Sunderland og Shef- field United í 6. umf. bikarkeppninnar.  17.50 Bandaríska mótaröðin á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku móta- röðina í golfi.  18.20 Bandaríska mótaröðin á Sýn. Þáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.10 Evrópska mótaröðin 2003 Sýn. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  20.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild UEFA.  20.30 NBA á Sýn. Bein útsending frá leik Los Angeles Lakers og New Jersey Nets.  21.35 Helgarsportið á RÚV. Íþróttaviðburðir helgarinnar hér heima og erlendis.  23.35 Markaregn á RÚV. Sýnt frá leikjum 23. umferðar þýsku Býndeslíg- unnar. hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MARS Sunnudagur MICHELLE BARR Fyrirliði ÍBV leikur með skoska landsliðinu. A-landslið kvenna: Leikur við Skota á laugardag LEIKIR SKOTA Á ÞESSU ÁRI 15. jan. Grikkland - Skotland 1-1 Pauline Hamill 17. jan. Grikkland - Skotland 0-3 Julie Fleeting 2, Mhairi Gilmour 18. feb. Frakkland - Skotland 1-1 Joanne Love 21. feb. Frakkland - Skotland 6-3 Debbie McWhinnie, Julie Fleeting 2 TATYANA LEBEDEVA Jafnaði heimsmetið í þrístökki í fyrstu til- raun og tvíbætti það síðar í keppninni. ÁRANGUR JÓNS ARNARS Í GÆR 60 metra hlaup 7,02 875 stig Langstökk 7,64 970 stig Kúluvarp 15,77 837 stig Hástökk 1,96 767 stig Keppnin í dag: 60 metra grindahlaup Stangarstökk 1000 metra hlaup STAÐAN EFTIR FYRRI DAGINN Roman Sebrle (Tékklandi) 3.718 Bryan Clay (Bandaríkjunum) 3.673 Lev Lobodin (Rússlandi) 3.519 Dmitriy Karpov (Kazakstan) 3.502 Aleksandr Pogorelov (Rússlandi) 3.473 Jón Arnar Magnússon 3.449 Erki Nool (Eistlandi) 3.400 Ranko Leskovar (Slóveníu) 3.245 RÚSSNESKA STANGARSTÖKKSKONAN YELENA ISINBAYEVA Stökk 4,86 og endurheimti heimsmetið á heimsmeistaramótinu innanhúss í Búdpaest í gær. Jón Arnar sjötti eftir fyrri daginn Tékkinn Roman Sebrle hefur forystu í tugþrautinni. Tatyana Lebedeva setti heimsmet í þrí- stökki og Yelena Isinbayeva endurheimti heimsmetið í stangarstökki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.