Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 4
4 7. mars 2004 SUNNUDAGUR
Á að reisa verslunarmiðstöð í
miðborg Reykjavíkur?
Spurning dagsins í dag:
Fylgistu með Formúlu 1 í sjónvarpinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
49%
51%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Evrópa
■ Asía
Vandi barna með Goldenhar-heilkenni:
Ráðuneyti lýsir vilja til aðstoðar
HEILBRIGÐISMÁL „Ráðuneytið mun
jafnframt vekja athygli viðkom-
andi sveitarfélaga á stöðu for-
eldra langveikra og fatlaðra
barna.“
Svo segir í bréfi sem félags-
málaráðuneytið hefur sent for-
eldrum barna með Goldenhar-
heilkenni.
Þessi sjúkdómur hefur verið
mikið til umfjöllunar að undan-
förnu. Einkenni hans eru marg-
vísleg; misvöxtur í líkama, skert
ónæmiskerfi og svo mætti áfram
telja. Foreldrar Goldenhar-barna
hafa háð áralanga baráttu fyrir
réttindum barna sinna en lítið hef-
ur miðað. Félagsmálaráðuneytið
hefur nú sýnt vilja til þess að
styðja við bakið á aðstandendum
þessara barna.
Í bréfinu segir enn fremur, að
félagsmálaráðuneytinu sé kunn-
ugt um þau sjónarmið sem að-
standendur barna sem hér um
ræði hafi um kjör sín og aðbúnað,
sem og þörf barna þeirra fyrir
sértæka þjónustu. Þegar sé til
staðar alvarleg og langvinn rösk-
un á þroska eða færni barns eigi
barnið og fjölskylda þess rétt á
þjónustu þeirra stofnana félags-
málaráðuneytisins sem starfi að
málefnum fatlaðra. Jafnframt
eigi þeir rétt á stuðningi félags-
þjónustu sveitarfélags, ýmissi
þjónustu og fyrirgreiðslu á veg-
um heilbrigðisráðuneytisins og
Tryggingastofnunar ríkisins.
Loks kemur fram í bréfinu að
félagsmálaráðuneytið hafi þegar
rætt málefni þessara barna við
Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins og viðkomandi svæðisskrif-
stofur og lagt á það áherslu, að
þessi börn fái þá þjónustu sem sé
í fullu samræmi við lög um mál-
efni fatlaðra. ■
Vantraustsyfirlýsing
á tvo skólastjóra
Mikil óánægja er meðal starfsfólks í Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla. Talsmað-
ur Valhúsaskóla segir framlengdan umsóknarfrest um stöðu skólastjóra van-
traustsyfirlýsingu á núverandi skólastjóra. Margir íhuga uppsagnir.
SKÓLAMÁL „Við túlkum það svo, að
um sé að ræða vantraustsyfirlýs-
ingu, bæði á skólastjóra Valhúsa-
skóla og Mýrarhúsaskóla með því
að framlengja
umsóknarfrest-
inn, þar sem þeir
höfðu báðir sótt
um þegar það
var gert,“ segir
t a l s m a ð u r
starfsmanna Val-
húsaskóla á Sel-
tjarnarnesi um
ráðningarferli
nýs skólastjóra
eftir að umrædd-
ir skólar voru
sameinaðir. Við-
mælandi blaðs-
ins sagði að
framlengingin hefði ýft óróann
meðal starfsmanna skólans aftur og
„hleypt illu blóði í fólk“.
Skólastjórastaða sameinaðs
skóla var auglýst á sínum tíma og
sóttu þá fimm
um, þar á meðal
skólastjórar beg-
gja skólanna. Síð-
an var umsóknar-
fresturinn fram-
lengdur og bætt-
ust þá tveir nýir
umsækjendur í
hópinn. Jón-
mundur Guð-
marsson bæjar-
stjóri sagði í viðtali við Fréttablaðið
í vikunni að hann liti svo á að óá-
nægjuraddir með aðferðafræði við
sameininguna færu dvínandi.
Þessi ummæli vöktu hörð við-
brögð meðal starfsmanna í Valhúsa-
skóla, sem sendu blaðinu athuga-
semd þess efnis að þau mótmæltu
þessum fullyrðingum bæjarstjór-
ans.
Talsmaður Valhúsaskóla sagði
enn fremur að einhverjir kennar-
anna væru að íhuga að hætta við
skólann og einn starfsmaður hefði
þegar sagt upp. Mikil óánægja og
óvissa væri meðal starfsmanna
meðan staðan væri sú sem hún væri
í dag. Starfsmenn hefðu lagt
áherslu á að halda þessum málum
innan skólans, en í kjölfar yfirlýs-
ingar bæjarstjórans hefði það
ákveðið að tjá sig um stöðuna.
Sigurður Þór Ágústsson trúnað-
armaður í Mýrarhúsaskóla sagði að
undirliggjandi óánægja væri meðal
starfsmanna þar með sameiningar-
ferlið.
„Það hefur verið mikið rætt
hve fólki finnst undarlega að
þessu staðið á allan hátt,“ sagði
Sigurður Þór. „Mér heyrist á
fólki að staðan sé þannig að hver
og einn verði að meta fyrir sig
hvað hann gerir. Það virðast
margir í lausu lofti hvað það
varðar, ekki síst vegna þess að
enn er ekki búið að ráða í skóla-
stjórastöðuna. Við teljum að
fyrrverandi skólastjórarnir
tveir séu mjög hæfir og við
mælum sérstaklega með okkar
skólastjóra.“ ■
Elsti maður í heimi:
Lést 114
ára gamall
LANGLÍFI Spánverji sem talinn var
elsti maður í heimi er látinn. Joan
Riudavets Moll, sem hélt upp á 114
ára afmælið sitt fyrir þremur mán-
uðum, lést á heimili sínu í bænum
Es Migjorn Gran á eynni Menorca
aðfaranótt föstudags.
Riudavets fæddist í Es Migjorn
Gran 15. desember 1889. Hann
starfaði sem skósmiður þar til hann
fór á eftirlaun fyrir um hálfri öld.
Eiginkona Riudavets var einnig
fædd árið 1889 en hún lést fyrir 24
árum.
Riudavets þakkaði langlífið hollu
mataræði en hann nærðist einkum á
fiski, tómötum og ólífuolíu og fór
daglega í göngutúr. ■
Drengir úrskurðaðir
óforbetranlegir:
Tólf ára
morðingjar
WASHINGTON-RÍKI, AP Dómari í Wash-
ington-ríki hefur komist að þeirri
niðurstöðu að réttað skuli yfir
tveimur þrettán ára drengjum, sem
ákærðir eru fyrir morð að yfirlögðu
ráði, sem fullorðnum einstakling-
um. Í úrskurði dómarans kemur
fram að sú meðferð sem í boði sé
hjá unglingadómstólnum muni ekki
duga til að beina drengjunum á
rétta braut.
Jake Eakin og Evan Savoie voru
tólf ára þegar þeir voru sakaðir um
að hafa barið og stungið til bana
þrettán ára fatlaðan dreng í
skemmtigarði í bænum Ephrata.
Árásin var svo hrottafengin að brot
úr hnífsblaði varð eftir í höfuðkúpu
fórnarlambsins. Eakin og Savoie
hafa neitað sök. ■
edda.is
Úr rústum Njálsbrennu
Æsispennandi, íslensk
teiknimyndasaga byggð á
lokaþætti Njáls sögu. Hér
lifna þekktar persónur við
á glænýjan hátt og
þúsund ára gömul átök
eru færð í mál og myndir
nýrra tíma.
Hópur Íslendinga:
Kaupir franskt
matvælafyrirtæki
ATHAFNALÍF Þrír íslenskir athafna-
menn hafa fest kaup á franska
fiskvinnslufyrirtækinu Marcel
Baey. Að kaupunum standa
Kristján Kristjánsson, sem starf-
að hefur hjá Bakkavör og SÍF í
Frakklandi, Baldur Guðnason,
framkvæmdastjóri Sjafnar á Ak-
ureyri, og Steingrímur Péturs-
son aðstoðarframkvæmdastjóri
Sjafnar. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Íslending-
unum þremur.
Íslendingarnir hafa keypt öll
hlutabréf í félaginu en þrír úr
hópi fyrrverandi eigenda gegna
áfram stjórnunarstöðum. Stærsti
þátturinn í rekstri Marcel Baey er
framleiðsla á reyktum fiskafurð-
um.
„Frá stofnun Marcel Baey hafa
allar framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins verið seldar á Frakklands-
markaði, fyrst og fremst til veit-
ingastaða og sérhæfðra fiskversl-
ana, og eru þar mjög vel þekktar.
Bróðurpartur hráefnis sem
Marcel Baey vinnur úr kemur frá
Noregi og Íslandi,“ segir í tilkynn-
ingunni
Þar segir einnig að árleg velta
félagsins sé um einn milljarður
króna, þar vinni á fjórða tug
manna og að reksturinn hafi skil-
að góðum hagnaði á undanförnum
árum. ■
KÍNVERJAR VÍGBÚAST Yfirvöld í
Kína ætla að auka fjárframlög
til varnarmála um 11,6%. Á
sama tíma segist Chen Shui-
bian, forseti Taívans, ætla að
minnka her landsins um þrjátíu
prósent og afnema herskyld-
una, verði hann endurkjörinn í
kosningunum 20. mars.
BANDARÍSKI HERINN FELLDI
NÍU TALIBANA Níu herskáir tali-
banar féllu í skotbardaga við
bandarískar hersveitir í austur-
hluta Afganistan. Að sögn
bandaríska hersins réðust um
þrjátíu til fjörutíu vopnaðir
menn á bandarískar og af-
ganskar hersveitir sem voru á
verði skammt frá landamærum
Pakistans. Bandarískir her-
menn skutu níu til bana en hinir
lögðu á flótta.
Á ANNAÐ HUNDRAÐ SLÖSUÐ-
UST Í LESTARSLYSI Einn maður
lést og á annað hundrað slösuð-
ust þegar sjö lestarvagnar fóru
út af sporinu í austurhluta Ind-
lands. Lestin var á leið yfir brú
þegar atvikið átti sér stað. Einn
vagn féll niður í á en tveir
héngu fram af brúnni. Ekki
liggur fyrir hvað olli slysinu.
SPRENGJA VIÐ BÆKISTÖÐVAR SÞ
Friðargæsluliðar Nató aftengdu
sprengju sem fannst skammt frá
bækistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í Pristina, höfuðborg
Kososvo, eftir að lögreglunni
hafði borist sprengjuhótun.
Sprengjan, sem var heimatilbúin,
var falin í svartri íþróttatösku.
MAFÍUFORINGI HANDTEKINN
Lögreglan á Ítalíu hefur handtek-
ið mafíuforingja sem dæmdur
var í lífstíðarfangelsi fyrir að
myrða þekktan rannsóknarlög-
reglumann og fimm lífverði hans.
Morðin voru framin árið 1992 en
Cosimo Vernengo hefur verið á
flótta undan réttvísinni síðan
dómurinn féll árið 2002.
ÁRNI MAGNÚSSON
Félagsmálaráðherra hefur nú gengið fram
fyrir skjöldu og lýst yfir vilja ráðuneytisins
til að aðstoða börn með Goldenhar-heil-
kenni og aðstandendur þeirra eins og tök
séu á.
BALDUR GUÐNASON
Baldur er stjórnarformaður í Marcel Baey
en hann er einnig stjórnarformaður í
Ingvari Helgasyni hf. og situr í stjórn Eim-
skips.
VALHÚSASKÓLI
Mikil óánægja er enn undirliggjandi hjá starfsmönnum Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla
vegna sameiningar þeirra.
JÓNMUNDUR
GUÐMARSSON
Bæjarstjórinn telur
óánægjuraddir fara
dvínandi.
„Framleng-
ing á um-
sóknarfresti
um stöðu
skólastjóra
„hleypti illu
blóði í fólk.“