Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 19
mikilvægt sé að tryggja hagsmuni smærri hluthafa. „Meginsjónar- miðið er það að minni hluthafar geti treyst því að fjárfesting þeirra sé í fyrirtækjum þar sem farið er eftir skýrum leikreglum og engar ráðstafanir gerðar sem bitna á minni hluthöfum þannig að það er afskaplega mikilvægt að tryggja þetta umhverfi smærri hluthafa þannig að þeir geti verið sáttir við að fjárfesta í hlutafélög- um,“ segir hann. Þórður leggur einnig áherslu á að gera verði skýran greinarmun á almenningshlutafélögum á mark- aði annars vegar og öðrum félög- um sem starfa í hlutafélagaform- inu. Hann segir ekki réttmætt að gera sömu kröfur til fyrirtækja utan markaðar og þeirra sem starfa á markaði. „Það er algjört grundvallaratriði í viðskiptum á markaði með hluta- bréf að almenningur hafi aðgang að réttum og traustum upplýsingum. Þetta er markaður þar sem á að vera jafnræði. Varðandi annars konar hlutafélög, til dæmis fjöl- skyldufyrirtæki og félög sem rekin eru í hlutafélagaforminu, þá er alls ekki eðlilegt eða sjálfsagt að gera sömu kröfur til þeirra einfaldlega vegna þess að það eru ekki almenn- ingshlutafélög,“ segir hann. Reglur markaðsaðila á leiðinni Síðar í þessum mánuði verða kynntar reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Samtök atvinnulífs- ins, Kauphöll Íslands og Verslunar- ráð hafa unnið að þeim í sameiningu ásamt fleiri aðilum. Í þeim reglum verður sérstök áhersla lögð á sjálf- stæði stjórnarmanna gagnvart stjórnendum en í almenningshluta- félögum er hlutverk stjórnar að veita stjórnendum aðhald og sjá til þess að ákvarðanir í félögum séu í samræmi við hagsmuni allra hlut- hafa. Þannig er reynt að girða fyrir svonefndan umboðsvanda sem verður þegar hagsmunir aðila skar- ast svo sem oft kemur upp og hefur verið undirrót þeirra hneykslismála sem á undanförnum misserum hafa grafið undan trausti almennings- hlutafélaga víða um heim. thkjart@frettabladid.is ekki augun af boltanum.“ Ein- faldleikinn væri dyggð í rekstrin- um og ekki sjálfgefið að halda hlutunum einföldum. „Við erum komin til að vera,“ sagði Jón Ásgeir um veru Baugs á breskum sérvörumarkaði. Hann sagði að verið væri að skoða þrjú vænleg fjárfestingar- verkefni. Baugur væri tilbúinn að miðla af reynslu og styrk og veitti stjórnendum sjálfstæði í rekstrinum. „Ef þið eruð að leita að samstarfsaðila,“ sagði hann og beindi orðum sínum til stjórn- enda smásölufyrirtækja: „Hikið ekki við að hringja í okkur“. haflidi@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Frá hugmynd að fullunnu verki Heildarlausnir H ön nu n: G ís li B You make it a Sony Tempur heilsukoddi frá Betra bak fylgir nú KV-21CL10 sjónvarpstækinu frá Sony. 21" flatur Trinitron myndlampi 2 skarttengi og textavarp Nicam Stereo Kr. 8.325.- með léttgreiðslum Visa eða Euro í 6 mánuði. Staðgreiðslu verð er kr. 49.950,- Heilsukoddi fylgir með sjónvarps- tækjunum frá Sony. Opið í dag frá kl. 13-17. Aðeins í dag eða á meðan birgðir endast! Kringlunn 588 7669 www.sonycenter.is HRINGIÐ Í OKKUR! Jón Ásgeir Jóhannesson lýsti stefnu Baugs í fjárfestingum á ráðstefnu sérvöruverslana í London. Hann notaði tækifærið og hvatti stjórnendur fyrirtækja sem leita bakhjarla til að hafa samband við fyrirtækið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.