Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 26
26 7. mars 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? SVOLÍTIÐ GRIMMUR „Hann er yfirleitt sanngjarn en getur verið svolítið grimmur,“ segir Alexander Högna- son knattspyrnumaður. Skemmtilegur og góður vinur Spurt er um karlmann. Hann vekurjafnan athygli þar sem hann er og kallar ekki allt ömmu sína. Borgar Þór Einarsson háskólanemi segir hann alltaf í miðri hringiðu atburð- anna: „Það er alltaf nóg að gerast í kringum hann og hann fer ekki ein- földustu leiðina að hlutunum,“ segir Borgar. Og okkar maður er skemmti- legur: „Hann er fjandanum skemmti- legri,“ segir Borgar, „og hefur af- skaplega gaman af að segja sögur. Já, og hann hefur gaman af sjálfum sér.“ „Þetta er drífandi maður og fjarska sannfærandi þegar svo ber undir,“ segir Alexander Högnason knattspyrnumaður. „Hann er yfirleitt sanngjarn en getur verið svolítið grimmur.“ Halldór Rafnsson húsasmíða- meistari segir okkar mann góðan vin: „Hann er frábær vinur, mikill vinur vina sinna og almennt vel liðinn. Hann er heiðarlegur og gríðarlega vel skipulagður í sínum störfum.“ Halldór segir hann búa yfir mikilli þekkingu á sínu fagi, meiri en al- mennt gerist. „Hann fylgist mjög vel með því sem er að gerast á hans sviði.“ En er hann algjörlega galla- laus? „Nei, nei. Hann er skapmikill og á auðvitað sína galla eins og aðrir,“ segir Halldór. Og hver er svo maðurinn? Svarið er að finna á blaðsíðu 28.■ Japanir glíma við mikla fjölgun í hópi aldraðra: Vélmenni sinna heima- hjúkrun Nokkur japönsk fyrirtæki hyggj-ast markaðssetja ýmsar nýjar tæknivörur á næstunni sem eru sér- hannaðar til þess að veita öldruðum aðstoð. Um er að ræða vélrænan búnað af ýmsu tagi. Til að mynda verður bráðlega sett á markað vél- menni, sem getur talað og er með tvær myndavélar fyrir augu. Það þykir reyndar einkum gagnast að- standendum aldraðra til þess að fylgjast með gamla fólkinu, en ekki til sérstakrar umönnunar. Önnur tól hafa verið hönnuð til þess arna. Nefna má sérstakar vél- buxur, sem eru buxur sem ganga fyrir batteríum og eru sérhannaðar til þess að hjálpa öldruðum að ganga um íbúð sína. Einnig býðst hinum öldruðu að vélvæða sturtur sínar, þannig að þær þvoi á þeim hárið, og virki eins og einhvers kon- ar þvottavélar fyrir menn. New York Times greinir frá þessu. Í blaðinu er rætt um að þessi vélvæðing heimahjúkrunar fyrir aldraða í Japan sé enn ein birtingar- mynd þess að Japanir eigi í stigvax- andi vandræðum með að sinna hin- um ört stækkandi hópi aldraðra í landinu. Mannleg heimahjúkrun er dýr og japanskir stjórnmálamenn hafa ekki reynst viljugir að opna landið fyrir ódýrara vinnuafli. Stjórnmálamenn á Filipseyjum og á Thailandi, sem freista þess um þessar mundir að ná fríverslunar- samningi við Japani, hafa raunar stungið upp á því að í stað þess að Japanir eyði milljörðum í þróun vélbúnaðar til þess að sinna öldruð- um, þá opni þeir land sitt frekar fyrir filippseysku og taílensku vinnuafli. Félög hjúkrunarfræðinga í Jap- an hafa einnig unnið gegn því að stjórnvöld veiti útlendum læknum og hjúkrunarfólki atvinnu í landinu. Slíkt hefur þó mælst illa fyrir. ■ Sykurmolinn fyrrverandi Ein-ar Örn Benediktsson gaf fyr- ir nokkru út sína fyrstu sóló- skífu, Einar Örn: Ghostigital. Skífan var unnin í samkrulli við Birgi Örn Thoroddsen, betur þekktan sem Bibba „Curver“. Samstarf þeirra félaga gekk svo vel að þeir runnu í eitt – Ghostigital. Sveitin hefur vakið talsverða athygli fyrir frumlega og kraftmikla tónlist og ekki síð- ur fyrir hinn ellefu ára gamla trompetleikara sem leikur með henni á flestum tónleikum. Trompetleikarinn ungi heitir Hrafnkell Flóki og er sonur Einars Arnar. Auk Hrafnkels spila gítarleikararnir Kristján Frosti Logason, Elís Örn Péturs- son og Óðinn Örn Hilmarsson með sveitinni. Í fylgd með fullorðnum „Hrafnkell kom og spurði hvort hann mætti ekki spila með okkur á tónleikum og það varð á,“ segir Einar Örn um aðdrag- anda þess að sonur hans var tek- inn inn í sveitina. „Við höfum síðan reynt að halda því við. Ég hef aldrei lært á hljóðfæri en Hrafnkell hefur lært í þrjú eða fjögur ár svo ég treysti honum alveg til að koma fram. Ég held að honum sé alveg óhætt í fylgd fullorðinna. Það er samt ekki alltaf æskilegt að hann spili á vínveitingastöðum og hann spil- ar því ekki alla konserta með okkur vegna aldurs.“ Auk Ghostigital leikur Hrafn- kell Flóki með lúðrasveit Vest- urbæjar og hefur gert um nokk- urt skeið. „Við erum í raun með spuna yfir það sem pabbi og Bibbi gera. Í lúðrasveitinni erum við hins vegar með sér- stakar nótur sem við lesum og spilum. Þetta er því aðeins frjálsara hjá pabba,“ segir Hrafnkell Flóki um muninn á hljómsveitunum tveimur. Hon- um finnast sveitirnar – þótt ólík- ar séu – jafnskemmtilegar. „Það er samt skemmtilegri félags- skapur í lúðrasveitinni,“ segir hann við litlar undirtektir föður síns. „Þið eruð miklu eldri en ég,“ segir hann til útskýringar. Hrafnkeli finnst skemmtilegra þegar Óðinn Örn, fjórtán ára guðsonur Einars, spilar með þeim. Hann býr í London og spil- ar með sveitinni þegar hún er þar. „Það er gaman að þeir geti verið með okkur í þessu og þeir koma inn í þetta á jafnræðis- grundvelli,“ segir Einar Örn að- spurður hví hann hafi svo unga drengi innanborðs. „Þeir hafa verið að skila toppvinnu og það er mjög fallegt sem þeir gera. Það er gaman að geta gefið og þeir gefa okkur einnig mikið. Aldurinn skiptir engu máli fyrir það sem við erum að gera.“ Ein- ar Örn segist aldrei hafa verið í vafa um að Hrafnkell myndi standa undir því að leika fyrir fullum sal. „Það tók smá tíma fyrir hann að læra að eltast ekki við mig og vera í sínu eigin spileríi og breika,“ segir Einar Örn. Sonurinn betri trompetleikari Hrafnkell á ekki langt að sækja áhugann á blásturshljóð- færinu því Einar Örn spilaði á trompet með Sykurmolunum og Kuklinu. Einar Örn segist þó ekki kunna á hljóðfærið. „Ég bara blæs og er eiginlega með mitt eigið lag á trompetið. Sé það sparlega notað virkar það. En öllu má ofgera þannig að ég blæs ekki mikið nú. Hrafnkell er mér við hlið og hann stendur sig ágætlega.“ Feðgarnir eru sammála um að Hrafnkell sé mun betri trompetleikari. „Hann spilaði í giftingu, sjálfan brúðarmarsinn, svo hann kann ýmislegt fyrir sér,“ segir hinn stolti faðir. Hrafnkeli finnst gaman að því að spila á tónleikum og stefnir að því að starfa við tón- list í framtíðinni. Hann segist hlusta talsvert á tónlist – aðal- lega hip-hop; rapparana 50 cent og Eminem. Hann hefur þó lítið hlustað á Sykurmolana. „Ég hef aðeins kíkt á þá en ekki það mik- ið,“ segir trompetleikarinn ungi. „Það er heldur ekki skylduefni á heimilinu að sjá hvað pabbi hef- ur verið að gera,“ segir Einar Örn. Góð gagnrýni Tónlist Ghostigital er ekki allra en Hrafnkell segist þó hafa gaman af henni. „Hún er svolítið öðruvísi en ég er búinn að venj- ast henni,“ segir hann og viður- kennir fúslega að honum hafi í fyrstu þótt þetta frekar líkjast hávaða en tónlist. Hrafnkell og gítarleikararnir æfa ekki með Einari Erni og Bibba heldur mæta á sviðið og spinna yfir grunnana sem þeir gera. Sveitin lék tvö ný lög síð- ast þegar hún var á sviði og kom það Hrafnkeli og félögum í opna skjöldu. „Ég vissi ekki að þetta væru ný lög. Ég hélt að þetta væri einhver tæknivilla því þetta var alltaf sama stefið sem fór hækkandi,“ segir Hrafnkell. „Sko, hvað þetta er fallegt. Sonur minn kallar lögin okkar tæknivillur. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri krítik,“ segir Einar Örn og skellihlær. Eins og gefur að skilja var Hrafnkell dálítið óöruggur á fyrstu tónleikunum. Hann horfði stöðugt á föður sinn og fylgdi honum eftir. „Ég átti það til að horfa á fíflalætin í honum enda á hann það til að hristast svolítið,“ seg- ir Hrafnkell og brosir út í annað. Sviðsskrekkurinn var þó fljótur að fara úr honum. „Það var einn góður vinur okkar sem sá Hrafnkel spila og hann heldur því fram að hann eigi framtíðina fyrir sér. Hann breikdansaði og blés í trompetið um leið,“ segir Einar Örn. Hrafnkell - kallaður Kaktus Hrafnkell Flóki gengur undir gælunafninu Kaktus og líkar vel. „Þegar ég var í maganum á mömmu vissu þau ekki hvað ég átti að heita þannig að þau köll- uðu mig Kaktus,“ segir Hrafn- kell óviss en lítur á föður sinn til staðfestingar. „Jú, þetta er svona nokkurn veginn rétt. Í stað þess að við myndum kalla þig Litla prinsinn eða eitthvað álíka ákváðum við að kalla þig Kaktus,“ bætir Einar Örn við. Hrafnkell Flóki útilokar ekki að gera Kaktusar-nafnið að lista- mannsnafni sínu. Trompetleikarinn ungi leikur einnig á gítar, bassa og hljóm- borð. Hann er í Korpuskóla og í frístundum rennir hann sér á hjólabretti eða hjóli. „Svo er ég dálítið mikið á skautum. Ef ég myndi fara að æfa einhverja íþrótt yrði það íshokkí,“ segir hann. Hrafnkell segir skólafélaga sína ekki hlusta á Ghostdigital og efast um að þeir hafi heyrt sveitarinnar getið. „Besti vinur minn gaf samt mömmu sinni og pabba plötuna í jólagjöf. Ég held að hann sé sá eini af skólafélög- unum sem hafi hlustað á hana.“ Þrjár plötur tilbúnar Það hefur verið í nógu að snú- ast hjá Ghostigital síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út. Hún samdi tónlist fyrir leikritið Hljómsveitin Ghostigital er hugmynd Einars Arnar Benediktssonar. Hann hefur nú feng- ið fleiri til liðs við sig, þar á meðal ellefu ára gamlan son sinn. Fréttablaðið hitti þá feðga að máli og ræddi um samstarf þeirra yfir heitu kaffi og köldu appelsíni. Tónlist pabba eins og tæknivilla SAMAN Í HLJÓMSVEIT. Hranfkell Flóki er að spá í að taka upp listamannsnafnið Kaktus, en hann var kall- aði því nafni af foreldrum sínum á meðan hann var enn í móðurkviði. Sko, hvað þetta er fallegt. Sonur minn kallar lögin okkar tæknivill- ur. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri krítik.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.