Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 25
25SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Þarf að opna dyrnar Helgi segir útlendingana sem koma hingað til lands auka fjöl- breytileikann og að þeir hafi já- kvæð áhrif á íslenskt samfélag. „Við þurfum að taka vel á móti þeim og það þarf að koma upp kerfi sem gerir aðkomu þessara hópa greiðfærari. Það er oft talað um alþjóðavæðingu og jákvæð áhrif hennar – frelsi fólks og fjár- magns. Við eigum því að opna dyrnar fyrir útlendingum og gera það keikir, stoltir og með fullri reisn. En það þarf að gera það þannig að þeim sé gert kleift að aðlagast og þá verðum við að gefa eitthvað af okkur sjálfum.“ Öðru hvoru hafa borist fréttir af íslenskum þjóðernissinnum. Skemmst er að minnast Félags ís- lenskra þjóðernissinna en fyrir nokkrum árum var varaformaður samtakanna dæmdur fyrir að hafa farið niðrandi orðum um svertingja í viðtali við DV. Aðspurður um íslenska þjóð- ernissinna sagði Helgi: „Við höf- um haft hópa sem eru arískir og það hefur borið aðeins meira á þeim í seinni tíð en áður. Þetta eru samt algjörir minnihlutahópar og lýsa alls ekki íslensku þjóðinni“. Þrjú félög þjóðernissinna Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa tvö félög sem kenna sig við þjóðerniskennd ver- ið starfandi hér á landi síðustu ár. Það er áðurnefnt Félag íslenskra þjóðernissinna og einnig félagið Arísk upprisa sem stofnað var árið 1996. Bæði félögin hafa hald- ið úti heimasíðum þar sem nálgast má boðskap þeirra. Fréttablaðið hefur einnig haft spurnir af þriðja félaginu sem starfrækt er á höf- uðborgarsvæðinu. Lítið hefur farið fyrir starf- semi Félags íslenskra þjóðernis- sinna eftir að varaformaðurinn Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í garð annarra kynþátta. Hlynur Freyr sagði í samtali við Fréttablaðið að lægð hefði verið hjá félaginu und- anfarið en starfsemi þess hafi aðallega verið falin í fundarhöld- um og dreifingu lesefnis, þar á meðal efnis sem ekki hefur verið leyft að selja á Íslandi. Menntun íslenskra kynþáttasinna Samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Arískrar upp- risu var félagið stofnað árið 1996 í þeim tilgangi að gefa út blað til að mennta íslenska kynþáttasinna og aðra áhugasama um stöðu kyn- þátta á Íslandi og úti í heimi. Fé- lagar Arískrar upprisu þvertaka fyrir að vera kynþáttahatarar en stefnuskrá þeirra er fjórtán orð sem þeir kenna við David Lane: „Okkur ber skylda til að varðveita tilveru fólksins okkar og framtíð fyrir hvít börn“. Aðalstarfsemi félagsins, að heimasíðunni undanskilinni, er fólgin í útgáfu blaðsins Arísk upp- risa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur félagið ekki verið virkt um nokkurt skeið og síðasta tölublað Arískrar upprisu kom út fyrir um ári síðan. Ekki beint gegn fólki Fjórða félagið, sem hefur inn- flytjendamál að viðfangi og vill heldur sporna við fjölda innflytj- enda hér á landi, nefnist Fram- farafélagið. Það heldur úti vefsíð- unni framfarir.net þar sem fjallað er um innflytjendamál. „Það hafa ýmsir aðilar haft til- hneigingu til að spyrða okkur saman við aðila eins og Félag ís- lenskra þjóðernissina, sem er alls ekki rétt,“ segir Hjörtur J. Guð- mundsson, fulltrúi félagsins. „Við höfum aldrei skírskotað til kyn- þátta- eða þjóðernisuppruna nema með vísan í heimildir frá fjölmiðl- um eða opinberum aðilum. Það er hins vegar þannig að þegar menn tjá sig um þetta mál eru þeir sak- aðir um rasisma.“ Hjörtur segir aðaltilgang síðunnar vera þann að hvetja til almennrar umræðu um innflytjendamál og á síðunni er skýrt tekið fram að hún hafi ekk- ert með meint kynþáttahatur að gera. Þó virðist – þegar síðan er skoðuð – að þar sé fyrir hendi sterk tilhneiging til þess að safna einungis saman neikvæðum frétt- um af innflytjendum. „Fréttirnar eru teknar beint úr fjölmiðlum,“ segir Hjörtur aðspurður um þetta atriði. „Og ef það er rasisimi að safna saman fréttum þá eru fjöl- miðlarnir væntanlega sekir um rasisma. Síðunni er ekki beint gegn fólki og er það skýrt tekið fram á henni.“ Berst gegn fjölmenningar- legu samfélagi Hjörtur segir síðunni þó beint gegn svokölluðu fjölmenningarsam- félagi, þar sem mörg þjóðfélög þríf- ast í sama landinu. „Evrópulönd eins og Holland og Danmörk hafa fylgt þeirri braut síðustu áratugina en eru að hverfa af henni. Þau kjósa frekar að fara aðlögunarleiðina,“ segir Hjörtur. „Við erum hlynntir alþjóðlegu samstarfi og opnir fyrir alþjóðlegum jákvæðum straumum. Við vörum hins vegar við því að menning sem hefur þróast hinum megin á hnettinum sé tekin upp hrá hér á landi. Ég er ekki spenntur fyr- ir því að stuðla að einhvers konar Balkanskagaástandi hér á landi. Ég er ekki að segja að það séu miklar líkur á því en ég er ekki tilbúinn að taka þá áhættu og vil ekki standa í einhverju fjárhættuspili um fram- tíð þjóðarinnar.“ Hjörtur segir að í Framfara- félaginu séu aðallega „hófsamir einstaklingar úr Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum“. Skiptir máli að kunna málið Það er við hæfi að íslenskur nýbúi eigi lokaorðið í þessar út- tekt. Akeem Cujooppong er 31 árs Ganabúi sem kom til Í s - lands fyrir níu árum. „Ég kom eiginlega til Íslands á sínum tíma af forvitni og ævintýraþrá. Ég kynntist Ís- lendingi sem bjó í London og hann bað mig um að koma hingað til að kenna á trommur,“ segir Akeem. Hann fór strax að vinna með ung- lingum hjá Götusmiðjunni en vinnur nú í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Akeem segist ekki hafa fundið fyrir fordómum hér á landi. „Ég hef ekki fundið fyrir fordómum en kannski er það af því að ég fylgist ekki nógu vel með. En ég hef ekki fundið fyrir neinu sem ég get tengt litarhætti mínum – í það minnsta ekki persónulega. Ég hef aldrei verið kallaður nein- um nöfnum og mér hefur aldrei verið meinaður aðgangur að veitingastöðum af því að ég er svartur.“ Akeem hefur mikið unnið með unglingum, meðal annars í Götusmiðjunni, og segist aldrei hafa fundið fyrir fordómum hjá þeim. „Unglingunum finnst gaman að geta tjáð sig við út- lending. Ég held að það skipti líka máli að kunna tungumálið og ég tala ágætis íslensku. Þegar fólk gerir sér grein fyrir því þá er það að tala við Akeem en ekki Akeem svertingja. Það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég hef ekki fundið fyrir fordómum á Íslandi.“ Akeem líður afar vel á Íslandi og á íslenska konu. „Lífið hjá mér á Íslandi er dásamlegt. Ég var heldur ekki búinn að plana það að koma hingað og það er margt sem hefur komið mér á óvart – þannig að ég er sáttur.“ kristjan@frettabladid.is mar Íslendinga Toshiki Toma 45 ára Fæddur í Japan. Kom til Íslands fyrir 12 árum. Sonijai Siriniekha 30 ára Fædd í Taílandi. Kom til Íslands fyrir 10 árum. Logi Karlsson 23 ára Fæddur á Íslandi. Ólst upp í Hafnarfirði. Félagar Arískrar upprisu þvertaka fyr- ir að vera kynþáttahatarar en stefnuskrá þeirra er fjórt- án orð sem þeir kenna við David Lane: „Okkur ber skylda til að varðveita tilveru fólksins okkar og framtíð fyrir hvít börn“. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.