Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Stærra typpi Alltaf finnst mér jafn skemmtilegtþegar ég opna tölvupóstinn minn og þar er póstur til mín, þar sem ég er spurður á mjög hressilegan og glaðlegan máta hvort ég vilji nú ekki slá til og fá mér stærra typpi. Mér finnst þetta svo ofsalega vinalegt. Um daginn grasseraði tölvuvírus á Netinu, sem virðist hafa leitt til þess að opið skotveiðileyfi var gefið á mig – ungan mann á Íslandi – hvað varð- ar ruslpóst. Allir gáttir hafa opnast. Ruslpósturinn dynur á mér. MÁ BJÓÐA þér viagra, gus? (Gus er netfangið mitt.) Má bjóða þér líf- tryggingu, gus? Gus! Fáðu ódýr lán hjá okkur! Hvers vegna ekki að slá til, Gus, og skella sér í lögfræðinám á Netinu! Einmana húsfreyjur leita að félagsskap, Gus, í nágrenni við þig! (Hvernig vita þeir hvar ég bý?) Langar þig í platínukort, Gus? Komdu magavöðvunum í lag á einni viku, Gus, með magabeltinu frá okkur! Fáðu þér líftryggingu, Gus! Flottar skvísur vilja bara þig, Gus! Berðu á þig brúnkukrem, Gus! Lifðu lengur, Gus! Vertu hamingjusamari, Gus! Kauptu hlutabréf, Gus! BEST VAR nú samt þegar einn dæmigerður ruslpóstur slæddist inn á netfang hljómsveitarinnar sem ég er í, og heitir Ske. Í honum stóð: Má bjóða Ske stærra typpi? Vitaskuld var þetta tilboð tekið fyrir á hljóm- sveitarfundi. Sem leiðir auðvitað hugann að eftirfarandi: maður yrði náttúrlega ansi flottur ef maður tæki öllum þessum kostaboðum. Spáið í það. Sólbrúnn kvennabósi með flotta magavöðva, lögfræðigráðu, platínu- kort, birgðir af víagra, líftryggingu og stórt typpi. ÉG VERÐ bara að segja að ég er svo ofsalega hrifinn af þessu að ég skil ekki af hverju sölumennirnir ganga ekki í hús og bjóða þjónustu sína augliti til auglitis. Það er falleg sýn: ding dong... Jú, góðan daginn. Má bjóða herranum stærra typpi? Best væri ef boðið yrði upp á stærra typpi í framtíðinni um leið og maður kaupir sér buxur. Kannski verður ný starfsgrein til með aukinni eftir- spurn: typpalingar? Svona getur Internetið verið upphafið að mörgu æðislegu. En það er bara eitt sem plagar mig í öllu þessu: af hverju halda þessir aðilar, sem eru að senda manni þennan póst, að maður sé með eitthvað sérstaklega lítið typpi núna? Ég er smá paranojd yfir því, verð ég að viðurkenna. ■ Íslenska óperan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.