Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 58
Tónlist 44
Leikhús 44
Myndlist 44
Íþróttir 56
Sjónvarp 60
LAUGARDAGUR
DAGURINN Í DAG
20. mars 2004 – 79. tölublað – 4. árgangur
ÁR FRÁ INNRÁS Ár er liðið síðan inn-
rásin í Írak hófst. Ógnarstjórn Saddams var
hrundið frá völdum en í staðinn kom óöld
hryðjuverka og glæpa. Sjá síðu 4
RÆTT VIÐ STARFSFÓLK Viðræður
eru hafnar milli heilbrigðisráðuneytisins og
starfsfólks endurhæfingarþjónustu fjöl-
fatlaðra í Kópavogi um að starfsfólkið taki
að sér rekstur deildarinnar. Sjá síðu 2
MEÐ EIMSKIP Í VÍKING Björgólfur
Thor Björgólfsson, nýkjörinn stjórnar-
formaður Burðaráss, móðurfélags Eim-
skipafélagsins, stefnir í stórfellda erlenda
fjárfestingu. Sjá síðu 6
24 UNGMENNI LÉTUST Þjóðarsorg
var lýst yfir í Finnlandi eftir umferðarslys þar
sem hópferðabifreið lenti í hörðum árekstri
við drekkhlaðinn flutningabíl. Sjá síðu 8
Alsæll með enska boltann
● sextán hafa verið misnotaðar kynferðislega
Angela Shelton:
▲
SÍÐA 20
Talaði við þrjátíu
og tvær alnöfnur
● hverjir eru vinsælustu skemmtikraftarnir?
Skemmtanalífið:
▲
SÍÐA 22
Árshátíðir út
um allan bæ
● á ársafmæli íraksstríðsins
Valur Grettisson:
▲
SÍÐA 18
Kaldhæðin
mótmæli
Magnús Ragnarsson, leikari og framkvæmda-
stjóri Skjás eins, er kominn með boltann –
enska boltann. Ljóst er að framkvæmdastjór-
inn leggur áherslu á sóknarleik í starfsemi
fyrirtækisins. ▲SÍÐA 24 og 25
toyota prius ● afmælissýning lexus
Vill engar druslur
lengur
bílar o.fl.
Marta Halldórsdóttir:
▲
SÍÐUR 40 og 41
VEÐRIÐ Í DAG
JAFNDÆGUR AÐ VORI er í dag. Veðr-
ið verður einna best í höfuðborginni, sæmi-
lega bjart og skaplegur vindur. Snjókoma og
strekkingur fyrir norðan. Sjá síðu 6.
Magnús Ragnarsson:
Hverjir eiga séns í Ólaf?
Forsetakosningar eru á næsta leiti, en ekki
er þó útséð með fleiri framboð. Mun Ólafur
þurfa að berjast fyrir endurkjöri? Hverjir
gætu velgt Ólafi undir uggum?
STÓRLEIKUR Í GRINDAVÍK Grinda-
vík og Keflavík mætast í undaúrslitum
Intersport-deildarinnar í körfubolta klukkan
16. Fjórir leikir verða í Remax-deild kven-
na. Fram mætir ÍBV klukkan 14. Þrír leikir
verða klukkan 16. Þá tekur Grótta KR á
móti FH, KA/Þór sækir Val heim og Stjarn-
an Víking.
SÍÐA 28 og 29
▲
Forsetakosningar:
SAMHERJAMENN ÞAKKA HJÁLPINA Samherjamenn buðu dómsmálaráðherra og tíu mönnum frá Landhelgisgæslunni til hádegis-
verðar um borð í Vilhelmi Þorsteinssyni í þakklætisskyni í gær. „Við áttum saman góða stund þar sem við snæddum djúpsteiktan þorsk,
skötusel og lúðu. Ákveðið var að hittast aftur síðar til að fara í gegnum björgun Baldvins Þorsteinssonar úr fjörunni,“ segir Kristján
Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, að hádegisverðinum loknum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Hættulegir almenningi
Lögregla telur sakborninga í líkfundarmálinu hafa beitt óvenjuharkalegum aðferðum við glæpi
sína. Rannsókn málsins er á lokastigi. Niðurstöður krufningar leiddu í ljós að Vaidas Jucevicius
lést vegna þarmastíflu en ekki vegna eitrunar af völdum morfínlyfsins.
LÍKFUNDUR Héraðsdómur Reykja-
víkur úrskurðaði þrjá sakborninga
í líkfundarmálinu í Neskaupstað í
svokallaða lausagæslu í gærkvöld.
Samkvæmt úrskurðinum verða
mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi,
en nú sem afplánunarfangar fram
til 30. apríl næstkomandi.
Lögreglan taldi nauðsynlegt
vegna almannahagsmuna að sak-
borningarnir yrðu áfram í gæslu-
varðhaldi þó þess þyrfti ekki vegna
rannsóknar málsins.Í ljósi þess fór
ríkislögreglustjóri fram á að sak-
borningarnir þrír sitji í varðhaldi
þar til dómur fellur. Lögregla segir
aðferðir þeirra hafa verið óvenju
harkalegar og að þeir eigi yfir
höfði sér þunga dóma.
Niðurstöður krufningar leiddu í
ljós að Vaidas Jucevicius, sem
fannst í höfninni við netagerðar-
bryggjuna í Neskaupstað miðviku-
daginn 11. febrúar, lést af þarma-
stíflu vegna fíkniefnapakkn-
inganna er hann bar innvortis.
Rannsókn málsins er á lokastigi.
„Staðfesting liggur ekki fyrir,
en grunur er uppi um fíkniefna-
tengsl við Litháen og um vitorðs-
menn hér á landi. Verið er að skoða
hvort nokkrir einstaklingar hér
hafi tengst ætlaðri dreifingu og þá
hugsanlega hvort fíkniefnainn-
flutningur hafi átt sér stað í fleiri
tilvikum,“ segir Arnar Jensson hjá
ríkislögreglustjóra.
Um 400 grömm í 60 plast-
hylkjum voru í iðrum unga
mannsins þegar lík hans var krufið.
Að sögn Arnars er ekki útilokað að
maðurinn hafi náð að losa sig við
einhvern hluta efnanna með upp-
köstum.
Tveir þre-
m e n n i n g a n n a
þeir, Grétar og
M a l a k a u s k a s ,
hafa játað aðild að
málinu og gefið ít-
arlegar skýrslur
sem tekist hefur
að sannreyna með
ýmsum sönnunar-
gögnum. Jónas
Ingi neitar stað-
fastlega sökum.
Fullvíst þykir að
Juceviciusi hafi verið gefið morfín-
tengda lyfið contalgin einn til tvo
síðustu dagana sem hann lifði. Hann
virðist þó ekki hafa látist af völdum
eitrunar heldur þarmastíflu. Þeir
Jónas og Tomas eru taldir hafa vaf-
ið líkið inn í plastpoka og síðan inn í
gólfteppi og ekið síðan með það til
Neskaupstaðar þar sem Grétar beið
þeirra. Um miðnætti sunnudagsins
8. febrúar losuðu svo þremenning-
arnir líkið úr teppinu á netagerðar-
bryggjunni, stungu á það fimm göt
til að hleypa úr því lofti og sökktu í
höfnina.
hrs@frettabladid.is
HÆTTULEGIR MENN
Grétar Sigurðarson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson
beittu óvenju harkalegum aðferðum.
Stóru flokkarnir bæta við sig á kostnað þeirra litlu:
Sjálfstæðisflokkur yfir 40 prósent
KÖNNUN „Við höfum greinilega sótt í
okkur veðrið frá því í síðustu
alþingiskosningum og höfum ótví-
ræða forystu í fylgi sem er auðvitað
gleðilegt,“ segir Einar K. Guðfinns-
son, þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokks, en samkvæmt skoðana-
könnun Fréttablaðsins, sem var
gerð í gær, er Sjálfstæðisflokkur
kominn með rúmlega 40% fylgi.
Samkvæmt þessu fengju sjálf-
stæðismenn 26 þingmenn en fengu
22 í síðustu kosningum. Framsókn-
arflokkur tapar hins vegar miklu
fylgi frá kosningum eða helmingi
þingmanna sinna.
Samfylkingin bætir lítillega við
sig, hvort tveggja frá kosningum og
síðustu könnun. Vinstri grænir tapa
lítillega frá síðustu könnun en eru
talsvert yfir kjörfylgi. Frjálslyndir
tapa fylgi og fengju tæp fimm pró-
sent atkvæða.
Sjá nánar bls. 2
Rannsókn á kynferðis-
brotum vatt upp á sig:
Tveir menn
grunaðir
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á
máli manns sem hefur verið
ákærður fyrir kynferðisbrot gegn
sex ungum drengum varð til þess
að grunur féll á tvo menn um að
þeir hefðu gerst sekir um samskon-
ar brot. Annar mannanna hefur
starfað sem afleysingaprestur hjá
þjóðkirkjunni en er ekki starfs-
maður hennar núna.
„Það vaknaði grunur að um
fleiri tilvik væri að ræða. Það er
búið að yfirheyra mennina og mál-
in eru enn í rannsókn,“ segir Hörð-
ur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn
í Reykjavík.
Mennirnir þrír eru grunaðir um
að hafa sett sig í samband við börn
á Netinu, mælt sér mót við þau og
brotið gegn þeim kynferðislega. Þó
grunur hafi fallið á tvo síðustu
mennina við rannsókn á máli þess
fyrsta eru ekki tengsl milli mann-
anna heldur féll grunur á þá vegna
þess að þeir notuðu svipaðar að-
ferðir og sá fyrsti við að komast í
kynni við börnin.
Húsleit var gerð á heimili ann-
ars mannanna um hádegisbilið í
gær. Það er sá mannanna sem hef-
ur þjónað sem prestur. Upp úr því
frétti Biskupsstofa af málinu og er
fylgst með því þar. Þjóðkirkjan
hefur staðið fyrir fræðslu meðal
starfsfólks síns og hefur fagráð
starfað hjá henni um meðferð kyn-
ferðisafbrota um fimm ára skeið
án þess að nokkurt mál hafi komið
inn á borð til þess. ■