Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.03.2004, Qupperneq 2
KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vinna upp allt það fylgi sem hann tapaði í síðustu kosn- ingum samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins. Sam- kvæmt henni fengju sjálfstæðis- menn 40,8% atkvæða, sem er sama fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999, en sjö pró- sentustigum meira en hann fékk í síðustu kosningum. „Þetta undirstrikar sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins,“ seg- ir Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokks. „Við höfum greinilega sótt í okkur veðrið frá því í síð- ustu alþingiskosningum.“ Fylgi Framsóknarflokks minnkar enn. Hann fengi 10,1% atkvæða samkvæmt könnuninni en fékk 17,7% í kosningum og 11,2% í síðustu könnun. „Þetta er alltof lít- ið fylgi fyrir Fram- sóknarflokkinn mið- að við þá framtíð sem blasir við í landinu,“ segir Guðni Ágústs- son landbúnaðarráð- herra og treystir því að flokkurinn eigi mikið fylgi meðal þeirra sem taka ekki afstöðu í könnuninni. Samfylkingin bæt- ir við sig fylgi, hvort tveggja frá kosn- ingum og síðustu könnun. „Það er sannar- lega ánægjulegt að Samfylkingin standi vel í könn- unum og það er í samræmi við þær undirtektir sem ég hef fund- ið við málflutningi okkar,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, en ítrekar að flokkur sinn sé í langhlaupi sem ljúki í næstu kosningum.. Nær 40% kjósenda Frjáls- lynda flokksins hafa snúið baki við honum samkvæmt könn- uninni. Hann fékk 7,7% atkvæða í kosningum, en aðeins 4,7% í þessari könnun. Í síðustu kön- nun Fréttablaðsins, í byrjun febrúar, fékk hann sjö prósent atkvæða. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins, segir hátt hlutfall óákveðinna þýða að skekkjumörkin séu stór og fyrir þeim séu litlir flokkar viðkvæmari en þeir stærri. „Þetta er meira fylgi en við fengum í síðustu alþingiskosn- ingum,“ segir Ögmundur Jónas- son, þingflokksformaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs, og segir niðurstöður skoðanakannana ekki raska ró sinna manna. Vinstri grænir tapa lítillega fylgi frá síðustu könnun en eru með talsvert meira fylgi en þeir fengu í kosningunum. Sjálfstæðisflokkur fengi 26 þingmenn samkvæmt könnun- inni og Framsókn sex þannig að stjórnin héldi eins manns meiri- hluta en í síðustu könnun féll meirihlutinn sem telur þrjá þingmenn frá kosningum á síðasta ári. Samfylking fengi 21 þingmann og bætti einum við sig frá kosningum. Vinstri grænir fengju sjö í stað fimm og frjálslyndir töpuðu einum þingmanni af fjórum miðað við kosningar. Skoðanakönnunin var unnin í gærkvöldi. Hringt var í 800 manns, jafnt skipt milli kynja og hlut- fallslega eftir búsetu, og þeir spurðir: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?“ 63,5% tóku afstöðu og 3,8% kváðust ekki myndu kjósa. 32,9% voru óákveðin eða neit- uðu að svara. ■ George W. Bush: Berst áfram WASHINGTON, AP Bandaríkjaforseti hvatti þjóðir heims til dáða í bar- áttunni gegn hryðjuverkum í ræðu sem hann hélt í tilefni af því að ár er lið- ið frá inn- rásinni í Írak. Hann sagði það skyldu hverrar einustu ríkis- stjórnar að berjast gegn hryðjuverkum og vernda borgara sína. „Það getur enginn samið frið við hryðjuverkamenn. Öll merki um veikleika eða flótta sýn- ir aðeins fram á að hryðjuverk beri árangur og býður hættunni heim,“ sagði forsetinn. Dominique de Villepin, utan- ríkisráðherra Frakklands, sagði hins vegar að heimurinn væri hættulegri en áður vegna innrás- arinnar í Írak sem hefði aukið hættuna á hryðjuverkum. ■ 2 20. mars 2004 LAUGARDAGUR „Nei. Ætli við fáum okkur ekki ýsu og horfum á mynd með Clint Eastwood.“ Steinþór Helgi Arnsteinsson er fyrirliði liðs Borgar- holtsskóla í Gettu betur. Á fimmtudaginn vann liðið frækinn sigur á MR en í lokaspurningunni munaði minnstu að sigurinn tapaðist þar sem liðsmenn þekktu ekki ufsa af mynd – og töldu ýsu vera. Spurningdagsins Steinþór, ætla menn að fá sér ufsa til að halda upp á sigurinn? ■ Dómsmál Fylgið snýr aftur til Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkur er orðinn jafn stór og í kosningunum 1999. Frjáls- lyndi flokkurinn tapar þriðjungi fylgis síns og Framsóknarflokkur er kominn niður í tíu prósent. Stjórnin heldur eins manns meirihluta. Endurhæfing fjölfatlaðar í Kópavogi: Rætt við starfsmenn um yfirtöku reksturs HEILBRIGÐISMÁL Viðræður eru hafnar milli heilbrigðisráðuneytisins og starfsfólks endurhæfingarþjónustu fjölfatlaðra í Kópavogi um að starfs- fólkið taki að sér rekstur deildarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins miðar viðræðunum vel. Þær voru settar af stað í kjölfar tillagna starfshóps þriggja ráðuneyta og Landspítala háskólasjúkrahúss um tilhögun þjónustunnar til framtíðar litið. Í sparnaðartillögum Land- spítala hafði verið gert fyrir að henni yrði hætt, en starfshópurinn telur henni best fyrir komið í þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er í Kópa- vogi. „Það er búið að taka þá grundvall- arákvörðun, að þessi þjónusta verði þarna,“ sagði Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra um stöðu málsins. Tillögur starfshópsins byggjast á því að stofnaður verði sérstakur rekstur um endurhæfinguna. Þær miða jafnframt að því að efla göngu- deild hennar. Í þeim efnum er rætt um að beina þeim fjölfötluðu ein- staklingum, sem búa vítt og breitt á höfuðborgarsvæðinu og sækja end- urhæfingu annars staðar á , á Kópa- vogsstöðina. Aðstaðan þar er mjög góð, mjög hæft starfsfólk og góður húsakostur, auk þess sem góð sund- laug er á staðnum. Um 33 fatlaðir einstaklingar fá nú göngudeildarþjónustu í Kópa- vogi. Þá dvelja þar nú 24 fatlaðir vistmenn. ■ Fíkniefnamál í Þýskaland: Íslendingur í varðhaldi FÍKNIEFNI Tveir Íslendingar á þrí- tugsaldri voru handteknir í Þýska- landi í síðustu viku fyrir smygl á fíkniefnum frá Hollandi. Annar þeirra situr nú í gæsluvarðhaldi en hinum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Hjá utanríkisráðuneytinu fékkst staðfest að Íslendingarnir hefðu verið handteknir og að sendi- ráðið í Berlín fylgdist með málinu. Heimildir blaðsins herma að um 100 grömm af kókaíni hafi fundist í bíl mannanna á landamærum Þýskalands og Hollands. Starfsmað- ur sendiráðsins í Berlín vildi engar upplýsingar um málið gefa. ■ VEGAFARENDUR Í MADRÍD Vegfarendur við Atochalestarstöðina virða fyrir sér kerti sem voru kveikt til minningar um þá látnu. Árásirnar í Madríd: Þrír ákærðir MADRÍD, AP „Ég er saklaus,“ kallaði einn sakborningur og annar grét þegar spænskur dómari gaf út ákæru á hendur þremur Marokkó- mönnum sem er gefið að sök að hafa tekið beinan þátt í hryðju- verkaárásunum í Madríd í byrjun mánaðarins. Mennirnir voru handteknir fyrir viku en þar til í gær höfðu þeir ekki verið sakaðir um beina aðild að árásunum. Í ákærunum er þeim gefið að sök að hafa banað 190 manns, það er sá fjöldi sem tekist hefur að bera kennsl á. Þeir eru ein- nig ákærðir fyrir 1.400 morðtilræði og aðild að hryðjuverkasamtökum. Tveir Indverjar voru kærðir fyr- ir samstarf við hryðjuverkamenn. ■ SLAGSMÁL Á DANSGÓLFI Rúm- lega tvítug kona var dæmd til að greiða 20 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á tvítuga konu á dans- gólfi veitingastaðarins Sjallans á Ísafirði. Konan sparkaði í sköfl- ung hinnar konunnar, togaði í hár og sló hana með þeim afleiðing- um að hún marðist og bólgnaði. Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Vestfjarða. Bónusræningjar: Fengu eitt og hálft ár DÓMSMÁL Mennirnir sem stóðu að vopnuðu ráni í verslun Bónus í Kópavogi í desember síðastliðn- um voru í gær dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjaness. Mennirnir eru allir fæddir árið 1984. Fjórði maður var einnig ákærður í málinu en sá lánaði þre- menningunum afsagaðar hagla- byssur sem notaðaðar voru til að ógna starfsólki. Hann var sýknaður. Ránsfengurinn nam um sex hundruð þúsund krónum en einn þremenninganna var starfsmaður í versluninni þar sem ránið átti sér stað. ■ Næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík dró sér fé: Fíkniefnadeildin til rannsóknar LÖGREGLAN „Það er ljóst að við erum mjög slegnir yfir þeim vanda sem hefur komið hér upp. Vissa er fyrir því að ekki hefur verið farið með haldlagt fé eins og reglur mæla fyrir um,“ segir Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, en næstæðsti maður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík tók um 900 þúsund krónur sem lagt hafði verið hald á í fíkniefnamáli. Lögreglumaðurinn bað um lausn frá starfi á þriðjudag og hætti strax. Hann hefur skilað öll- um peningunum sem hann tók. „Allir þurfa að draga lærdóm af því sem fyrir kemur. Við munum að sjálfsögðu kanna hvort þarna sé ekki tæmandi talið og að aðrir hlutir í deildinni séu í lagi,“ segir Böðvar. Böðvar segir peninga hafa komið á lögreglustöðina sem ekki hafi verið afhendir réttum aðilum til innlagnar á færslureikninga. Eigandi peninganna átti að fá þá aftur í sínar hendur en þegar hann leitaði eftir þeim komst lögreglan að því að ekki var allt með felldu. Böðvar segir að búið sé að vísa málinu til ríkissaksóknara eins og reglur segja til um þegar hugsan- legt er að lögreglumaður hafi brotið af sér í starfi. Ríkis- saksóknari mun mæla fyrir um rannsókn eða annað er hann vill láta gera af þessu tilefni. Þá segir hann ríkislögreglustjóra hafa veitt manninum lausn eins og hann óskaði eftir. ■ BÖÐVAR BRAGASON Lögreglustjórinn í Reykjavík segir lögreglumenn mjög slegna eftir að vissa fékkst við því að næstráðandi í fíkniefnadeildinni hefði tekið um 900 þúsund krónur sem lagt hafði verið hald á í fíkniefnamáli. ENDURHÆFING Viðræður standa yfir við starfsfólk endur- hæfingarinnar í Kópavogi um yfirtöku rekstrar deildarinnar. BUSH Skaut á nýja stjórn Spánar. 7, 0% 12 ,6 % 10,1% 40,8% 4,7% FYLGI FLOKKANNA Hvaða stjórnmálaflokk myndirðu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? B D F S U 11,8% 32,1% 30 ,9 % 37 ,9 % Nú 5. febrúar Kosningar 2003 11 ,2 % 7, 4% 8, 8% 31 ,0 % 33 ,7 % 17 ,7 %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.