Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 6
6 29. mars 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvaða söngvari, sem einnig er þekkt-ur sem leikari, heldur tónleika í Laug- ardalshöllinni 14. júní? 2Hver gaf Bandaríkjamönnum upplýs-ingar um það hvar Saddam Hussein faldi sig? 3Hvaða leikmaður Chelsea skoraðiþrennu gegn Wolves á laugardaginn? Svörin eru á bls. 38 Dagblað í Wichita fékk bréf frá raðmorðingja eftir 25 ára þögn: Raðmorðingi skýtur upp kollinum BANDARÍKIN, AP Meira en tveir ára- tugir hafa liðið síðan raðmorðingi ógnaði íbúum Wichita í Kansas með því að hreykja sér í fjölmiðlum af því að hafa kyrkt sjö fórnarlömb og stungið á hol. Í tuttugu og fimm ár höfðu lögregluyfirvöld ekki heyrt múkk frá morðingjanum fyrr en þann 19. mars síðastliðinn að dagblaðinu The Wichita Eagle barst bréf sem tengist óupplýstu morðmáli frá 1986. Í umslaginu var ljósrit af ökuskírteini fórnarlambsins Vicki Wegerle og þrjár mismunandi myndir af illa förnu líki hennar. Bréfið, sem póst- lagt var í Wichita, virðist vera frá morðingjanum „BTK Strangler“ og hefur sett mikla pressu á lögreglu- yfirvöld að auka öryggi íbúanna. Bréfið vekur einnig von um að nú- tíma réttarlæknisfræði geti gefið vís- bendingar sem loks leiði lögreglu á spor morðingjans, sem flestir héldu að væri annað hvort dauður eða í fangelsi fyrir aðra glæpi. Bréfið er fyrsta vísbendingin um að morðingi Vicki Wegerle hafi verið „BTK Strangler“, en nafn hans er myndað úr upphafsstöfum orðanna ‘bind, torture and kill’ (binda, kvelja og drepa). Sex fórnarlamba morð- ingjans voru kyrkt og eitt þeirra stungið til bana. Fjögur þeirra voru meðlimir sömu fjölskyldu, tvö börn og foreldrar þeirra. Eftir morðin á áttunda áratugnum fannst fyrsta bréf morðingjans fyrir tilviljun í bók á almenningsbóka- safni. Hann hélt svo áfram að senda frá sér ljóð og hringdi tvisvar í lög- reglu vegna morðsins á Nancy Fox. Í einu bréfinu sagði hann: Er ekki orð- ið tímabært að finna mér einhverja nafngift? Ég hef nú þegar slátrað þeim sjö, og er hvergi nærri hættur.“ Rannsóknarlögreglan í Wichita skoðar nú nöfn fanga sem nýlega hafa fengið reynslu- lausn í þeirri von að ástæðan fyr- ir því að þeir hafi ekki heyrt í „BTK Strangler“ síðan 1979 sé sú að hann hafi setið inni. ■ Skaðabætur fengn- ar með dómssátt Dómssátt hefur náðst milli tryggingafyrirtækis Leiguflugs Ísleifs Ottesen og aðstandanda þeirra sem fórust í Skerjarfjarðarslysinu. Skaðabótaupphæð trúnaðarmál. DÓMSMÁL Dómssátt hefur náðst á milli tryggingafyrirtækisins Cod- an í Bandaríkjunum, fyrir hönd Leiguflugs Ísleifs Ottesen, og að- standenda þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði um versl- unarmannahelgina árið 2000. Aðstandendur sóttu málið ytra þar sem þeim þótti málið ekki nógu vel rannsakað hér heima. R a n n s ó k n a r - nefnd flugslysa hafði komist að þeirri niður- stöðu að vélin hefði hrapað vegna bensín- leysis en sam- kvæmt gögnum a ð s t a n d e n d a hafði hreyfill vélarinnar ver- ið úrbræddur. L ö g f r æ ð i - stofa í Texas tók málið að sér gegn því að hún fengi helming bóta ef ein- hverjar yrðu en ef málið hefði tapast hefðu aðstandendur ekki þurft að greiða fyrir lögfræði- þjónustuna. Mótaðilar höfðu gert kröfu um að málið yrði rekið á Ís- landi en því var hafnað. „Eftir það giska ég á að þeir hafi talið málið í heild sinni tapað og því var þetta tilboð gert,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, sem missti son sinn í slysinu. Að kröfu tryggingarfélagsins er upphæð dómssáttarinnar trún- aðarmál og fellur úr gildi ef hún er opinberuð. Aðstandendur hafa einnig höfðað mál gegn vottunarfyrir- tækinu Julie’s Aricraft Service, sem er í eigu Þorleifs Júlíussonar, en þar var vélin skoðuð og fékk lofthæfisskírteini áður en slysið varð. Aðalmeðferð í því máli verð- ur ytra í október. Friðrik Þór segir dómssáttina vera sterka vísbendingu um að að- standendur fórnarlamba slyssins hafi haft rétt fyrir sér. „Það er ekki endanlega leitt í ljós þar sem hluti málsins heldur áfram,“ segir Friðrik Þór. „Þetta er ekki áfellis- dómur yfir einu né neinu en sýnir að til að ná fram réttlæti eða rétt- látum bótum þurfti að leita út fyr- ir landsteinana. Það segir kannski eitthvað um íslenska löggjöf og stofnanir.“ kristjan@frettabladid.is JACQUES VERGES Telur brotið á rétti Saddams Hussein. Réttarhöld yfir Saddam Hussein: Ekki verið ákærður ÍRAK, AP Nýráðnum lögmanni Saddams Hussein, Frakkanum Jacques Verges, finnst óeðlilegt að einræðisherranum fyrrverandi hafi ekki enn verið birtar neinar ákærur af hálfu Bandaríkjastjórnar. Þannig væri óvissa fyrir hvað hann yrði ákærður og einnig hvar réttarhöld- in færu fram ef af yrði. Verges tel- ur einnig líkur á að Saddam verði drepinn áður en til réttarhalda get- ur komið og segir Bandaríkjamenn líklega til alls. Á vef BBC kemur fram að ýmis- legt bendi nú til þess að réttað verði yfir Saddam Hussein í Írak. Ekkert hefur þó verið endanlega ákveðið. ■ Gröfuslysið: Ballest losnaði KÁRAHNJÚKAR Vinnueftirlitið rann- sakar ennþá orsakir þess að stór beltagrafa féll tugi metra niður hlíð við gerð Kárahnjúkavirkjunar fyrir viku síðan. Líkur benda til að ballast gröfunnar, sem gerir ökumanni kleift að halda jafnvægi ef unnið er í halla, hafi slitnað frá með þeim af- leiðingum að grafan byrjaði að renna. Ekki er útilokað að um fram- leiðslugalla sé að ræða enda er ball- astin fest við búk gröfunar með átta stórum boltum og nánast útilokað talið að þeir gefi sig allir í einu. ■ ÓVINSÆLL Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, er ekki vinsæll heima fyrir. Ríkisstjórnarflokkarnir í Frakklandi töpuðu meirihluta í minnst níu borgarstjórnum af fjórtán í héraðskosningum í gær. Þar á meðal í Chasseneuil-du-Poitou, heima- héraði Raffarin. Frönsku héraðskosning- arnar: Áfall fyrir stjórnina PARÍS, AP Frönsku ríkisstjórnar- flokkarnir urðu fyrir áfalli í gær þegar kosið var í seinni umferð héraðskosninganna. Samkvæmt útgönguspám hlutu mið- og hægriflokkarnir aðeins 37% at- kvæða. Vinstri flokkarnir juku fylgi sitt verulega og fengu um helming atkvæða á landsvísu en Þjóðfylkingin, sem er lengst til hægri, fékk ríflega 12%. Stjórnmálaskýrendur segja að franskir kjósendur hafi með þessu verið að lýsa yfir vonbrigð- um með efnahagslegar umbætur Jacques Chirac og frönsku ríkis- stjórnarinnar. Þá hefur þrýsting- ur á að stokkað verði upp í ríkis- stjórninni aukist til muna. Kosið var til 26 héraðsstjórna og voru um 42 milljónir kjósenda á kjörskrá. ■ – hefur þú séð DV í dag Draumurinn um íslenskan her rætist loksins ALVOPNUÐ HERSVEIT TIL KABÚL VICKI WEGERLE Myndir af líki hennar og ljósrit af ökuskírteini voru sendar til dagblaðs í Wichita fyrr í mars. FÓRNARLAMB BORIÐ ÚT Eitt fórnarlamba morðingjans borið af vettvangi í Wichita. FRÁ SLYSSTAÐ Flugvélin hrapaði í Skerjafirði um verslunarmannahelgina árið 2000. Niðurstaða Rann- sóknarnefndar flugslysa var sú að flugvélin hefði orðið bensínlaus. Aðstandendur vilja meina að hreyfillinn hafi verið úrbræddur. FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Að kröfu trygginga- félagsins er upphæð dómssáttarinnar trúnaðarmál og fell- ur úr gildi ef hún er opinberuð. Greiðslur hafa ekki enn verið inntar af hendi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.