Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 18
Sem kunnugt er var Ísland nánastlokað land frá fyrstu áratugum síðustu aldar og fram til þess síð- asta. Frjálsri verslun var haldið niðri með tollum og innflutnings- banni til þess að halda á floti íslensk- um iðnaði og landbúnaði. Þessi vernd hjálpaði að sjálfsögðu ekki þessum atvinnugreinum heldur dró úr þeim allan kraft; hefti framþróun, hækkaði verð og skóp neytendum byrðar en hélt þeim sem unnu við greinarnar um eða undir þeirri framfærslu sem þarf til að skrimta með óskertu stolti. Ferðafrelsi al- mennings var skert með sérstökum álögum á ferðamannagjaldeyri svo hann áttaði sig ekki á að fólk í öðrum löndum hafði það fínt. Þetta var nauðsynlegt hinu lokaða íslenska samfélagi af sömu ástæðu og ferða- frelsi íbúa Sovétríkjanna var skert. Það var engin leið að fólk myndi sætta sig við eymdina heima ef það væri ekki sannfært um að fólk hefði það enn verra annars staðar. Ríkj- andi hugmyndir Íslendinga um út- lönd voru því lengst af síðustu öld svipaðar og þær sem Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna boðaði sínu fólki. Í útlöndum var ekkert skjól, ei- lífur stormbeljandi; þar var matur- inn vondur og vatnið vont, fólk var meira og minna veikt af matareitr- un, of mikið frelsi hafði leyst þessi samfélög upp í stjórnleysi; þar voru glæpir tíðari og skordýr fleiri og grimmari. Enn eimir eftir af þessari geggjuðu heimsmynd fyrri ára. Flestir Íslendinga trúa því enn að hér séu konur fegurri, vatnið betra, loftið tærara, tungan hreinni og lambakjötið eitt af undrum veraldar. Þessar hugmyndir eru enn grunnur landbúnaðarstefnu ríkisins þótt þær hafi mátt hopa af öðrum sviðum. Innganga Íslands í Evrópska efna- hagssvæðið fyrir áratug batt enda á þetta einangrunartímabil Íslend- inga. En áhrifin af þeirri ákvörðun koma ekki fram á einni nóttu. Það mun taka okkur langan tíma að venja okkur við þá hugsun að við til- heyrum hinum vestræna heimi og hér geti myndast samfélag byggt á sömu grundvallaratriðum og í ná- grannalöndum okkur. Við erum á leið í opið og lýðræðislegt, frjálst og virkt samfélag að hætti nágranna okkar. En þótt það sé lítill ágreining- ur um þessa leið er stór hluti opinn- ar umræðu í samfélaginu byggður á gamla tímanum. Stjórnmálamenn vilja smíða annars konar reglur um atvinnulífið en gilda í nágrannalönd- unum. Það er ríkjandi skoðun að við eigum ekki að fylgja þessum þjóðum í að draga úr ríkisrekstri í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Og í stað þess að fagna þeirri fjölbreytni sem opið og virkt samfélag getur af sér er al- menn umræða lituð af þeirri hug- mynd að við eigum að velja mennt- un, heilbrigðisþjónustu, fjölmiðla – og hvaðeina – fyrir alla landsmenn. Það hangir í umræðunni sú hugsun að við skulum öll njóta þess sama. Þetta er í sjálfu sér ekkert skrít- ið. Við sátum áratugum saman á okk- ar andapolli og töldum okkur trú um að það sem þroskaðar og sterkar lýð- ræðisþjóðir hefðust að væri háska- legt. En þessi hugsun er óþörf í dag. Það er kominn tími til að við njótum ávaxta öflugs samfélags. ■ Breskur lögmaður, CherieBooth að nafni, betur þekkt undir nafninu og titlinum Cherie Blair forsætisráðherrafrú, ritaði í gær grein í Lundúnablaðið Observer, þar sem hún hvatti til þess að konum yrði í lengstu lög haldið utan veggja fangelsa. Grein hennar er birt þremur dögum áður en gefin verður út rannsóknarskýrsla um konur og afbrot, en almennt er talið að þar verði að finna harða gagnrýni á meðhöndlun afbrotakvenna í Bretlandi. Samkvæmt heimild- um Observer verður fullyrt í skýrslunni að mörgum konum sé að nauðsynjalausu haldið í fang- elsi. Jafnframt að dómstólar þurfi að fá skýrar viðmiðunar- reglur um það hvenær rétt sé að fangelsa konur sem hafa forsjá barna sinna með höndum. Í skýrslunni kemur sam- kvæmt Observer fram að tvær af hverjum þremur konum sem afplána refsivist í fangelsi séu ekki hættulegar umhverfi sínu; þær hafi verið dæmdar fyrir brot eins og ávísanafals og búð- arþjófnað. Harðar sé tekið á þessum brotum en áður og hafi konum í fangelsum fjölgað um 170% á einum áratug. Cherie Blair, sem enn starfar sem lögmaður, hefur lengi látið fangelsismál í Bretlandi til sín taka. Hefur hún barist fyrir um- bótum á því sviði. Hún segist ekki vera að hvetja til þess að tekið sé á afbrotakonum með sérstökum silkihönskum, heldur að yfirvöld horfist í augu við það að þorri þessara kvenna sé ekki „atvinnuglæpamenn“ né séu þær hættulegar öðrum. Konun- um hafi orðið á í lífnu og þurfi á hjálp að halda til að verða nýtir borgarar á ný. „Fangelsun ætti að vera síðasta úrræði fyrir kon- ur sem brotið hafa svo alvarlega af sér að ekkert annað kemur til greina,“ segir Cherie Blair í greininni í Observer. Hún segir að ekki sé hægt að sætta sig við að vegna fangelsunar þurfi sautján þúsund börn í landinu að vera án sambands við mæður sínar. Paul Goggins, sem fer með fangelsismál í bresku ríkis- stjórninni, hefur þegar mælt fyrir um að útttekt verði gerð á fræðslu dómara um svokölluð kynjamál. Hann segir að konur séu ekki að fremja alvarlegri afbrot nú en áður, heldur séu dómarnir orðnir harðari. Hvatti hann dómara til að dæma fólk ekki í fangelsi fyrir smærri yfirsjónir eins og búðarhnupl. Goggins segir að bresk stjórn- völd hafi þegar hafist handa um úrbætur í fangelsismálum kvenna og í fyrrasumar hafi konum í fangelsum fækkað um eitt þúsund í kjölfar þess að dómsmálaráðuneytið heimilaði að notast yrði við rafrænt eftir- lit með konunum. Fá þær þá sérstakar ólar til að bera þannig að ætíð er hægt að rekja dvalarstað þeirra. ■ Úti í heimi CHERIE BLAIR ■ hefur skorið upp herör gegn ónauð- synlegri fangavist kvenna í Bretlandi . 18 29. mars 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Skyldu margar persónur hafahrært jafn marga Íslendinga til tára og Ólafur Kárason? Um- komuleysi hans og einstæðings- skapur í fjörunni á fyrstu síðum Heimsljóss; of- beldið sem hann er beittur sem niður- setningur og ves- öld hans og kröm í kjölfarið; trúar- legar vitranir hans sem lýst er með þessari ómót- stæðilegu blöndu af yfirþyrm- andi klökkva skáldefnisins og svo aftur háðskri og næstum þurrlegri meðlíðan hins þroskaða höfundar; öll ástarþrá- in: hversu björt var ekki sum- arnóttin þegar við lásum í fyrsta sinn kaflann um ástir Ólafs og Vegmeyjar Hansdóttur sem endar í ræðu hennar um bæ þar sem vaxa blóm á þakinu? Ham- ingjudraumurinn sem hann tal- ar um hjá Erfiðismannafélaginu í Sviðinsvík; sambúðin við heit- konuna sem hann afplánar af hugprýði; hjal hans við deyjandi barnið sitt; einsemdin; gangan á jökulinn - öll þráin eftir óskilj- anlegri huggun: þjáningar Ólafs Kárasonar verða í vitund les- anda þjáningar mannkynsins. Ólafur Kárason var kynferð- isglæpamaður. Á kaldrifjaðan hátt misnotar hann 14 ára stúlku sem hann kennir og fer fyrir það í fangelsi. Með verknaðin- um stígur hann skref út úr mannlegu samfélagi, hann fer yfir mörk og á ekki afturkvæmt, eftir afplánunina í fangelsinu verður einsemd hans sífellt dýpri og þjáningarfyllri uns ekkert er eftir annað en að ganga á jökulinn. Ég sé fyrir mér andlit Ólafs Kárasonar á forsíðu DV með risafyrirsögn og hugsa með mér hversu óumræðilega skammt það færi með að segja alla sögu hans. Pedófíll dagsins Sá sem misnotar barn kyn- ferðislega fremur höfuðsynd og þessum vangaveltum er ekki ætlað að bera blak af slíkum glæpamönnum. Pedófíllinn spillir æsku og sakleysi og ger- ist jafnframt örlagavaldur í óorðnu lífi, ryðst inn í framtíð barnsins. Slíkur glæpamaður á sér ekki málsbætur og allar skýringar á athæfinu eru létt- vægar miðað við eðli glæpsins, slíks glæpamanns bíður útskúf- un, við viljum ekki sjá hann ná- lægt okkur, hann skal taka út sína refsingu fyrirlitinn af sam- föngum sínum og síðan snauta úr landi og lifa við smán það sem eftir er hans aumu ævi. Að undanförnu hafa myndir af pedófílum verið algengar á forsíðu DV og stundum finnst manni að risamyndir af Pedófíl Dagsins séu nánast að verða eins og myndin af Stóra Bróður hjá Orwell – alls staðar horfandi á okkur – partur af morgunmatn- um, eins og hvert annað Séríós. Þetta er andlit illskunnar. Við eigum að vita af því illa í heim- inum, vera undir það búin að mæta því og verjast því. Okkur ber að kenna börnunum okkar að gæta sín á illskunni og okkur ber að gæta þeirra. En illskan á ekki að vera eðlilegur og sjálf- sagður hluti af neysluvenjum okkar. Það hlýtur að vera til eitt- hvert millistig milli þess að loka augunum alveg fyrir illskunni og svo aftur hins að vera svo gagntekinn af hatri á illskunni að maður verður á endanum gegnsýrður af sjálfri illskunni. Hin daglega hneykslun dofnar. Hinn daglegi viðbjóður þynnist. Það að byrja daginn ævinlega á að horfa á andlit hins útskúfaða og fordæmda syndara og hneykslast á honum og hata hann... hvað gerir það okkur? Frávik mannlegrar hegðunar verður að reglu. Hefndin er mín segir Drottinn Gagnvart Hinum Daglega Pedófíl mögnum við annaðhvort upp í okkur hatrið á hverjum morgni eða hættum að sjá þessi andlit, deyfum okkur. Þetta er ekki einfalt mál. Ég sé fyrir mér andlit Ólafs Kárasonar á forsíðu DV með dómharðri fyrirsögn og get svo sem fátt við því sagt, því að sá sem misnotað hefur barn á sér engar málsbætur. Og samt veit ég að þessi mynd og þessi fyrirsögn segir ekki söguna af Ólafi heldur lætur sér nægja að fella yfir honum dóm af inni- legri hatursgleði. Um þessar mundir virðast ritstjórar DV telja að hefndin sé sín. Það sé m.ö.o. þeirra hlut- verk að vega og meta það hvort fram skuli fara opinber henging á tilteknum einstaklingi eður ei. Það virðist með öðrum orðum duga að maður sé borinn sökum um kynferðislega misnotkun til að blaðið birti mynd af honum á áberandi stað. Ekki er einu sinni beðið eftir því að rannsókn þess sé lokið af viðeigandi yfirvöld- um. Það kann að vera tepruskap- ur en ég tel mig engu nær þó að ég fái að sjá að þessir einstak- lingar eru með nef og munn, augu og eyru. Hitt þykist ég vita: að baki hatrinu liggur fá- brotin hugsun og einföld skipt- ing í svart og hvítt en kærleik- urinn blasir ekki við heldur þarf að keppa eftir honum. Ég held að kærleikurinn sé eftirsóknarverður. Hitt sýnist manni að hin daglega opinbera henging í DV sé eftir öðru á tím- um þegar fólk flykkist á bíó til að njóta þess að horfa á Krist píndan langtímum saman. ■ Ekki flókið Blaðamennska DV hefur orðið til þess að ekki er lengur þverfót- andi fyrir fólki sem ræðir um blaða- og fréttamennsku. Mörgum þykir DV vera of hortugt og eru búnir að fá upp í kok. Aðrir eru heillaðir og segja, eins og DV sjálft, að kominn sé tími til. Margir eru hneykslaðir, en lesa samt. Það er skrítið fólk. Auðvit- að er enginn skyldugur til að lesa og kaupa blaðið – frekar en önnur blöð og tímarit sem eru gefin út. Lesendur og auglýsendur hafa ör- lög allra blaða í hendi sér. Til að fréttamennska DV gangi upp til lengdar þurfa lesendur að kaupa hana. Flóknara er það nú ekki. Ég er rosalega hneykslaður á öllu þessu máli og glannalegum frétt- um af því. Ég get samt ekki beðið eftir viðtalinu við hina 18 ára kærustu um hið ömurlega líf á meðan elskhuginn var á bak við lás og slá og hún horfði ein á Friends. JÓN G. HAUKSSON Á WWW.HEIMUR.IS Kannanir hafa áhrif Kannanir á stjórnmálaviðhorfum almennings eru ekki einungis fróðlegar og hafa ótvírætt skemmtigildi heldur geta þær haft áhrif. Þær hafa áhrif á um- ræðuna í samfélaginu og ekki síst hafa þær áhrif á stjórnmálamenn. Þær eru ágætt tæki fyrir kjósend- ur að senda kjörnum fulltrúum sínum skilaboð á milli kosninga og hafa þannig áhrif á störf þeirra (umræðan um að neikvætt sé að stjórnmálamenn hlaupi eftir skoðanakönnunum er vanvirðing við kjósendur en látum hana bíða næsta pistils). Þess vegna er mikilvægt að vanda til verka við framkvæmd skoðanakannanna og framsetn- ingu á niðurstöðum svo þær haldi áhrifamætti sínum. Því hvet ég Fréttablaðið til að skerpa á sinni aðferðafræði og gera fullnægjandi grein fyrir henni þegar niðurstöð- ur eru birtar og umfram allt að vanda umfjöllun um niðurstöður kannanna. EINAR MAR ÞÓRÐARSON Á WWW.SELLAN.IS ■ Af netinu CHERIE OG TONY BLAIR Margir leggja við hlustir þegar lögmaðurinn Cherie Blair talar. Cherie Blair vill konur úr fangelsum GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um pedófíla. Um daginnog veginn ■ Við eigum að vita af því illa í heiminum, vera undir það búin að mæta því og verjast því. Andlit illskunnar Andapollur hugans Mín skoðunGUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Ísland og umheiminn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.