Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 30
30 29. mars 2004 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 MARS Mánudagur Hermann og Eiður ekki með í leiknum gegn Albaníu Slæmt segir Ásgeir Sigurvinsson, sem bjóst við að stilla upp sínu sterkasta liði í Tírana. ■ ■ LEIKIR  19.15 Þriðji leikur Keflavíkur og ÍS í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta. Leikið verður í Kefla- vík. ■ ■ SJÓNVARP  14.55 Ensku mörkin á Stöð 2. Sýnt frá leikjum í 30. umferð ensku úr- valsdeildarinnar.  16.40 Helgarsportið á RÚV. 18.00 Ensku mörkin á Sýn. Sýnt frá leikjum í 30. umferð ensku úr- valsdeildarinnar.  19.00 Spænsku mörkin á Sýn. Sýnt frá leikjum í 30. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.  20.00 Enski boltinn á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn. Sýnt frá leikjum í 30. umferð ensku úr- valsdeildarinnar.  23.25 Spænsku mörkin á Sýn. Sýnt frá leikjum í 30. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.  23.45 Markaregn á RÚV. Sýnt frá leikjum í 26. umferð þýsku Búndeslígunnar. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i ÁBYRGÐ VIÐ ERUM TRAUSTSINS VERÐ s. 564 2910 • www.sos.is RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu verður án Eiðs Smára Guðjohnsen og Hermanns Hreiðarssonar í vináttulands- leiknum gegn Albaníu í Tírana á miðvikudagskvöldið. Hermann hefur verið meiddur á læri í rúma viku og var ekki orð- inn nógu góður til að spila en Eið- ur Smári tognaði lítillega á nára í leik Chelsea gegn Wolves á laug- ardaginn og varð að fara af velli í hálfleik. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að auðvitað væri það slæmt fyrir íslenska liðið þegar lykilmenn eins og Eiður Smári og Hermann væru fjarverandi. „Það væri verra ef þetta væri alvörulandsleikur en við vildum ekki taka neina áhættu. Þeir eru báðir meiddir og þótt meiðslin séu ekki alvarleg mátum við það svo að það væri áhættunnar virði að fá þá í leikinn. Það koma fleiri leikir þar sem við munum hafa meiri not fyrir þá. Ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Hann sagði að fjarvera þeirra tveggja gæfi honum og Loga tækifæri til að skoða aðra leik- menn og möguleika. „Fátt er svo með öllu illt og það fá aðrir leik- menn tækifæri til að sanna sig og sýna.“ Hann sagði jafnframt að Gylfi Einarsson kæmi inn fyrir Her- mann en enginn í stað Eiðs Smára. „Við íhuguðum að kalla Helga Sig- urðsson inn í hópinn í dag en hann er nýkominn af stað eftir meiðsli þannig að við ákváðum að sleppa því. Hann spilaði tuttugu mínútur með AGF í dönsku deildinni í dag en við mátum það svo að hann væri ekki kominn í nægilega gott form.“ Hann sagði aðspurður að allir aðrir leikmenn liðsins hefðu sloppið heilir gegnum helgina en hópurinn kemur allur saman í dag í Tirana. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. ■ LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Meiddist á nára gegn Wolves og verður ekki með gegn Albönum í Tirana á mið- vikudaginn. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar unnu í gær þriðja stærsta sigurinn í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta þegar þeir unnu Grindvíkinga, 124-76, í fjórða leik liðanna í und- anúrslitum Intersport-deildarinn- ar. Þetta er enn fremur annað hæsta stigaskor liðs í einum leik í úrslitakeppni en Keflvikingar eiga sjálfir metið því þeir skoruðu 132 stig á Hauka í öðrum leik lið- anna í átta liða úrslitum 1999. Sá leikur vannst með 55 stigum, sem er stærsti sigur liðs í úrslita- keppni frá upphafi. Keflvíkingar unnu síðan KR-inga með 54 stig- um, 113-59, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum árið 1997. Bæði þessi ár fögnuðu Keflvíkingar Ís- landsmeistaratitlinum. ■ ■ Tala dagsins 48 MATTHÍAS VILHJÁLMSSON FH-ingurinn efnilegi skoraði annað af tveimur mörkum Íslands gegn Armenum. FÓTBOLTI Íslenska varð í öðru sæti í milliriðli í Evrópukeppni U17- landsliða sem lauk á Englandi í gær. Íslendingar sigruðu Armena 2-1 á Sandy Lane-vellinum í Worksop og skoruðu Bjarni Þór Viðarsson og Matthías Vilhjálms- son mörkin. Íslendingar urðu í öðru sæti riðilsins en þeir unnu Norðmenn 2-1 á miðvikudag en töpuðu 1-0 fyrir Englendingum á föstudag. Englendingar sigruðu í riðlin- um og taka þátt í lokakeppninni í Frakklandi í vor. Englendingar unnu Norðmenn 2-1 í gær. Armen- ar urðu í þriðja sæti en þeir unnu Norðmenn 4-1 á föstudag. ■ Milliriðill Evrópukeppni U17-liða á Englandi: Ísland í öðru sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.