Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 20
20 29. mars 2004 MÁNUDAGUR Að taka fram fyrir hendur náttúrunnar Í Fréttablaðinu á fimmtudaginnlætur Vigdís Ágústsdóttir að því liggja að ég lesi landið mitt með flísar í augunum, þar sem ég er hlynnt skóg- rækt. Eða hvað? Víst er landið eld- fjallaland og landslagið stórbrotið á köflum. En þrátt fyrir mikið átak í skógrækt þekur skógur ekki nema um 1% af öllu landinu. Áður um 20 til 40%. Við erum báðar sammála um að birkikjarr hefði átt að vera búið að friða fyrir löngu. En hún er reið út í fortíðina, út í þá sem gróðursettu útlenskar tegundir í kjarrið hér áður fyrr. Vera má að það hafi ekki verið rétt að staðið, en menn gerðu þetta bara í góðri trú þá. En nú hefur það sannað sig, að vel má rækta skóg á víðavangi og ekki þörf á skjóli frá birkikjarri. Enda held ég að flestir séu hættir því. Liðið er liðið og ekkert við því að gera nema að nýta þessi tré til skjóls, bindingar á jarðvegi eða selja þau. Hins vegar get ég ekki neitað því að fátt finnst mér tignarlegra en að sjá fagrar aspir og bústin grenitré teygja sig upp úr kræklótta birkikjarrinu við sumarbústaði landsmanna. Og þessar gróskumiklu plöntur binda jarðveg- inn, vaxa teinréttar og nýta vel þessar umframbirgðir af regnvatni sem sprengja gjarnan jarðveginn, hafi komist rof í hann á annað borð. En jarðvegsrof er einmitt mjög alvarlegt mál hér á landi, líka í kjarrivöxnum hlíðum. En ég skil ekkert í Vigdísi að vera á móti erlendum tegundum vegna þess að þær eru „útlendingar“. Mér finnst allt í lagi að þær fái landvistarleyfi hér eins og allir aðrir útlendingar. Erum við ekki líka flest, menn og dýr, land- nemar í þessu landi? Og erum við kannski ekki alltaf og stöðugt að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni? Hvað með ofbeit? Hvað með það að láta gróðureyðingu og jarðvegstap af mannavöldum viðgangast? Við verðum bara að beita öllum hugsan- legum ráðum til að stöðva þá bölvun sem fylgir því að tapa jarðvegi. Líka að bjóða útlenskar tegundir vel- komnar. Vatnið hreinna þar sem skógur er Annað sem ég skil ekki hjá Vigdísi. Hvers vegna kallar hún skógrækt mengunarslys? Veit hún ekki að þar sem skógur er mikill, er vatnið hreinna (ómengað) en annars staðar á jörðinn? Eitt sem mig langar líka til að benda á. Ég hef verið sjálfboðaliði í skógrækt norður í landi í 19 ár. Þar höfum við gróðursett alls konar tegundir í móa, mela, mýrar og harðbala. Líka birkiplöntur. Því miður verður það að viðurkennast, að þrátt fyrir mikið dekur í kringum birkið, svo sem eins og áburðargjöf, vökvun, klippingu á grasi í kring, snyrtingu á stofni og uppbindingu fyrir veturinn, hefur það, því miður, hvaða umhirðu sem það hefur fengið, aðeins orðið að kirkingslegum einstaklingum. Bæði fura og lerki hafa hins vegar komið mjög vel út. Greni og ösp síður. Það má víst segja það, að hver sjái hlutina með sínum augum. ■ Útlendingalög og hjúskaparréttindi Ríkisstjórnin er búin að leggjafyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga. Því miður sýnist mér að nokkur atriði í því séu ekki nógu vel hugs- uð og veki ótta um réttindi fólks af erlendum uppruna. Ég vil útskýra málið stuttlega og vænti góðs skilnings landsmanna. Hvað er málamynda- hjúskapur? Eitt óljóst atriði laganna er ákvæði sem varðar málamynda- hjúskap og nauðungarhjúskap. Samkvæmt rökstuðningi frum- varpsins er m á l a m y n d a - h j ú s k a p u r hjónaband sem stofnað er til í þeim eina til- gangi að út- lendingur fái dvalarleyfi á Íslandi með því að gifta sig Íslendingi eða einhverjum sem hefur dvalar- og a t v i n n u l e y f i . Nokkur tilfelli virðast hafa komið upp á undanförnum árum þar sem grunur er um slíkt. Nauðungarhjúskapur er hins vegar hjónaband sem ekki er stofnað til með vilja beggja aðila hjónanna; hjónaband, þar sem í flestum tilvikum konur eru neyddar til að giftast. Í rök- stuðningi segir að hópur innflytj- enda í Danmörku (ekki á Íslandi) skipuleggi slíkan nauðungar- hjúskap til að koma fólki til landsins og oftast er dætrum þessara innflytjenda fórnað. Frumvarpið kveður á um að slík hjónabönd uppfylli ekki skil- yrði til dvalarleyfis. Ég er prestur og ætla alls ekki að verja slíkar gerðir. Mér finnst það mjög eðlilegt að yfir- völdin reyni að bregðast við þessu fyrirbæri. Lög sem eru ekki samræmi við mannréttindi En eitt er að bregðast við málum og annað að setja ný lög. Yfir- v ö l d i n geta ekki sett ný lög án þess að gæta þess að þau séu í samræmi við önnur gildandi lög og grund- vallar mannréttindi. Hvert er þá vandamálið? Fyrst og fremst spyr ég, hvað er málamyndahjúskapur eða nauðungarhjúskapur lögfræði- lega? Slík hugtök eru hvergi til staðar í núgildandi lögunum. Samkvæmt hjúskaparlögum er hjúskapur hjúskapur. Það eru ýmis skilyrði um hjúskaparstétt, en grundvallarreglan er sú að tveir einstaklingar geta stofnað hjúskap ef þeir vilja það. Jafnvel í „nauðungarhjónabandi“ hlýtur að vera nauðsynlegt að fá samþykki beggja hjónaefna a.m.k. á yfir- borðinu. Þá er það spurningin um ásetn- ing hjónaefna til hjúskapar, sem sagt, tilgang þeirra þegar um „málamyndahjúskap“ er að ræða, og „alvöruvilja“ þeirra þegar um „nauðungarhjúskap“ er að ræða. Þessi ásetningur eða alvöruvilji til hjúskapar tilheyrir samt „óskrifuðum lögum“ eða skyn- semi okkar og hjúskaparlögin kveða ekkert á um þessi atriði. Þessi staðreynd er alls ekki af tilviljun heldur er hún vegna þess að hér liggur einmitt lína sem aðskilur hvað tilheyrir sam- félagslegri skyldu og hvað tilheyrir friðhelgi hvers einstak- lings. Aðalgalli frumvarpsins er sá að það skilgreinir ekki lögfræðilega hugtakið um „málamynda- eða nauðung- arhjúskap“. Samtímis er gert ráð fyrir á grundvelli þessara hugtaka að hægt sé að synja um dvalar- l e y f i , g e f a lögreglu heimild til rannsóknar og refsa fyrir brot. Hér verð ég að segja að yfirvöldin eru komin yfir línu þá er greinir að samfélagslega skyldu og friðhelgi einstaklinga án þess að hafa íhugað málið nægilega vel. Dómur án dómstóls Önnur athugasemd mín við frumvarpið er að það veitir lögreglu heimild til að rannsaka heimili innflytjenda þegar grunur er um „málamynda- eða nauðung- arhjúskap“. Hér getur Útlend- ingastofnun krafist rannsóknar þegar hún er í vafa. En slík rannsókn er gríðarleg ógnun við friðhelgi einstaklinga og ég tel sjálfsagt mál að dómstóll kanni ástæðu gruns fyrst áður en húsleitarheimild er gefin. Við verðum að hafa í huga þá hættu sem fylgir því að framkvæmda- aðili sé líka dómari í lýðræðiskerfi. Rökstuðningur frumvarpsins birtir enn frekari ágalla. Í honum eru taldar upp ábendingar um „grunsamlegt hjónaband“ en þær eru t.d. mikill aldursmunur hjón- anna, skortur á sameiginlegu tungumáli milli hjónanna, skortur á ítarlegri þekkkingu á lífi maka fyrir giftingu o.fl. Sem prestur innflytjenda þekki ég mörg pör sem falla á þessu prófi, en þau eru eigi að síður hjón eins og önnur. Mér finnst lagaframkvæmd sem fylgir þessum ábendingum vera ógnun fyrir mörg hjón sem sann- arlega eru í „sönnum hjóna- böndum“. Lokaorð Það eru fleiri atriði sem ég tel ekki vera fullnægjandi í frum- varpinu. Í stuttu máli sagt er for- varnarhugsun farin langt á undan í frumvarpinu en lögfræðileg hugmynd fylgir ekki vel á eftir. Ég óska þess að stjórn- völdin muni draga frum- varpið til baka og velta málinu betur fyrir sér. Við útlendingar erum ekki á móti stjórn- völdum og óskum þess jafn heitt og Íslendingar að byggja hér upp betra og sann- gjarnara sam- félag. ■ „Yfirvöldin geta ekki sett ný lög án þess að gæta þess að þau séu í sam- ræmi við önnur gild- andi lög og grundvallar- mannréttindi. Sími 540 1900 www.krabbameinsfelagid.is F ít o n / S ÍA F I0 0 8 9 9 6 – TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU Í marsmánuði er hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið í 38 verslunum um land allt. Einnig er hægt að hringja í styrktarsíma Krabbameinsfélagsins 907 5050 og verða þá 1.000 krónur skuldfærðar af símareikningi. Álfar fyrir fyllibyttur Dró alla fjölskylduna í Smáralind til að smakka á borgara frá Burger King. [...] Karlar í Smáralind að reyna að pranga inn á mig rauðri fjöður. Það er alltaf eitthvað. Stund- um álfar fyrir fyllibyttur eða englar fyrir dópista. Skil ekki afhverju þessi 40% sem maður borgar í skatt er ekki nóg. Hvað er að klikka í skiptingu kökunnar ef frjáls félaga- samtök þurfa að taka á sig sam- ábyrgð? „Mér finnst nú nóg að borga skattana!“ hrækti ég framan í karl- inn. Nei, ég lýg því, „Takiði nokkuð kort?“ spurði ég eins og hver annar glæpahundur og slapp. DR. GUNNI Á VEF SÍNUM THIS.IS/DRGUNNI. Andsvar MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ■ hafnar því að skógrækt geti talist mengunarslys. Umræðan TOSHIKI TOMA ■ er ekki sammála lagafrumvarpi um útlendinga. UNGIR NÝBÚAR Á NÁMSKEIÐI Nýtt lagafrumvarp um útlendinga hefur áhrif á réttarstöðu þeirra. ■ Af netinu Flensan ekki búin „Fuglaflensan í þessum löndum er ekki búin og þess vegna framlengjum við þetta bann.“ Halldór Runólfsson er yfirdýralæknir. Bann við innflutningi á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá tíu löndum hefur verið framlengt vegna fuglaflensunnar. Bætiflákar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.