Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 16
16 29. mars 2004 MÁNUDAGUR ATVINNULÍF Í nýrri skýrslu verkefn- isstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið er lagt til að höfuðstöðvar Matvælastofnunar Íslands verði á Akureyri en gert er ráð fyrir að hjá stofnuninni muni starfa allt að hundrað manns þegar starfsemin kemst í fullan gang. Er þessi niðurstaða hluti af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar en þar er sérstaklega tekið til byggðamála á Eyjafjarðasvæð- inu, sem er stærsti byggðakjarni á Íslandi fyrir utan höfuðborgar- svæðið. Innan Matvælastofnunar verða felld undir einn hatt verkefni og stjórnsýsla sem áður heyrðu und- ir stofnanir á borð við Hollustu- vernd ríkisins, gæðaeftirlit Fiski- stofu, Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og embætti dýralækn- is auk annarra stofnanna. Í skýrslunni er enn fremur vik- ið að mikilvægi þess að efla skóla- starf á svæðinu enn frekar og meðal annars lagt til að stofnaður verði lýðháskóli í Eyjafirði og framhaldsmenntun við Háskólann á Akureyri verði efld. ■ Nýr leiðtogi Hamas-samtakanna: Bush er óvinur múslima PALESTÍNA, AP Nýr leiðtogi palest- ínsku Hamas-samtakanna, Abdel al-Rantissi, segir George Bush Bandaríkjaforseta óvin allra múslima. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í Gaza-borg en hann var útnefndur leiðtogi eftir að fyrrum leiðtogi Hamas, sheikh Ahmad Yassin, var ráðinn af dögum í árás Ísraelsmanna á mánudaginn var. Stjórnmálaskýrendur segja óþarft að taka of mikið mark á orðum nýja leiðtogans. Leiðtogar Hamas hafi áður lýst yfir van- þóknun á Bandaríkjunum en fyrst og fremst sé það Ísrael sem sé í sigti þeirra. Notaði Rantissi líka tækifærið og sagði Ariel Sharon standa gegn öllum þeim er trúa á Allah og Múhameð spámann hans. ■ Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk NIÐURSOKKINN Í BÓK Kosningaáróður er áberandi í Tíblisi, höf- uðborg Georgíu, en kosið verður til þings næsta sunnudag. Það var þó ekki áróður stjórnmálaflokka sem vakti áhuga þessa manns heldur annars konar lesefni. AKUREYRI Lagt er til að ný Matvælastofnun Íslands hafi höfuðstöðvar sínar þar. Áætlun um eflingu Eyjafjarðarsvæðisins: Matvælastofnun fari norður í land M YN D /A P NÝR LEIÐTOGI HAMAS Beindi orðum sínum gegn forseta Bandaríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.