Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 12
29. mars 2004 MÁNUDAGUR UTANRÍKISMÁL Viðræður standa yfir milli bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda um fram- hald og hugsanlegar breytingar á varnarsamstarfi landanna tveggja, að sögn Heather Conley, varaaðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Conley ræddi við blaðamenn þegar hún kom í stutta heimsókn hingað til lands í vikunni. Conley segir að stofnanir bandaríska stjórnkerfisins vinni saman að því að endurskipu- leggja herafla Bandaríkjanna um heim allan. Hún ítrekar að engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar og reynt verði að koma til móts við yfirvöld á hverjum stað. Ísland mun vera eina herlausa landið í heiminum sem er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin en óvíst er hvaða áhrif það hefur á stöðu þess í endurskoðuninni á bandaríska varnarkerfinu. Conley leggur áherslu á að horft sé út fyrir varnarsam- starfið þegar samband Íslands og Bandaríkjanna er skoðað. Hún segir að mikilvægt sé að hlúa að viðskipta- og menn- ingartengslum landanna tveggja óháð því hver framtíð varnar- samningsins verði. ■ EFNHAGSMÁL Skuldir Íslendinga í útlöndum umfram eignir námu 541 milljarði króna í árslok 2003. Þetta samsvarar ríflega 67% af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hefur lækkað nokkuð frá árinu 2002 þegar það var hæst en er þó miklum mun hærra en lengst af á tíunda áratugnum. Hlutfall hins oipn- bera af heildarskuldum Íslands á erlendri grund hefur farið mjög lækkandi á síðustu árum en skuldir banka hafa aukist úr 61 milljarði árið 1992 í 726 millj- arða í árslok 2003 sé miðað við verðlag í mars 2004. Erlend skuldsetning innláns- stofnana hækkaði um tæplega 54 prósent á árinu 2003 og nemur nú 62 prósent af heildar- skuldsetningu þjóðarinnar í útlöndum. Samhliða mikilli aukningu á skuldsetningu erlendis hefur töluverð eigna- myndun átt sér stað og eins hefur sterk staða krónunnar haft þau áhrif að vöxtur í erlendum lánum er minni á síðustu tveimur árum en árin þar á undan. Skuldsetning bank- anna erlendis hefur aukist stór- lega frá 1990. Þá námu lán þeirra 19 prósent af erlendri lántöku Íslands en eru nú 62 prósent. Áberandi er hve þáttur rík- isins í erlendri skuldsetningu hefur minnkað á undanförnum árum. Hlutfall lána ríkisins í heildarupphæð erlendra lána á Íslandi er nú fimmtán prósent en var mest 44,3 prósent árið 1995. Skuldsetning sveitar- félaga hefur aukist nokkuð frá upphafi tíunda áratugarins. Skuldir þeirra í útlöndum námu 44,1 milljarði í árslok 2003 en 4,7 milljörðum í árslok 1990 á verðlagi dagsins í dag. Á móti aukinni skuldsetningu erlendis hefur komið veruleg eignamyndun. Erlendar eignir þjóðarbúsins árið 1990 námu 65 milljörðum á verðlagi dagsins í dag en í lok síðasta árs voru þær metnar á 673,3 milljarða króna. Á árinu 2003 hækkaði verðmæti erlendra eigna þjóðarbúsins um 64,5 prósent á meðan skuldirnar hækkuðu um 22,2 prósent. thkjart@frettabladid.is 800 7000 - siminn.is Þú færð tvær símalínur og þína eigin símstöð. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma 1 kr. Léttkaupsútborgun Fritz stafræn símstöð og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 15.001 kr. • Rafhlaða: Allt að 13 klst. í tali, 2 endurhlaðanlegar rafhlöður NiMh. • 30 númera númerabirting. • Endurval síðustu 10 valinna númera. • Númeraminni fyrir 200 nöfn og símanúmer. • 130 gr. • 10 hringitónar. • Handfrjáls notkun (hátalari og hljóðnemi). • Raddstýrður (29 númer). • Möguleiki á fleiri handtækjum og allt að 4 móðurstöðvum. • Innan- og utanhússdrægni: 50/300 m. • Öflug fyrir venjulegan heimasíma með ISDN. • Allt að 4 venjuleg símtæki tengd í einu. • Þú hringir og sendir símtöl frítt innan símstöðvar. • 10 símanr. og 3 nr. virk í hverjum símatengli. • Bæði sími og fax með tölvutengingu. • Tvö símtæki í notkun í einu, óháð hvort öðru. • Númerabirting innifalin. • 12 sérþjónustumöguleikar. 980 Léttkaupsútborgun Gigaset S100 og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Þú getur talað í símann hvar sem er innan heimilisins. 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi • 50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. • Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Verð aðeins: 15.980 kr. Tilboðin gilda til 31. mars. SVEITARFÉLÖGIN AUKA ERLENDAR SKULDIR Skuldir sveitarfélaga og viðskiptabanka í útlöndum hafa aukist umtalsvert frá árinu 1990. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra skulda ríkisins minnkað. HEATHER CONLEY OG JAMES I. GADSDEN Varaaðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi héldu fund með blaðamönnum í sendiherrabústaðnum við Laufásveg. Varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna: Rætt um framtíð varnarsamstarfsins Hreinar skuldir drógust saman í fyrra Hlutdeild banka í erlendum skuldum hefur stóraukist á síðustu árum. Hlutur ríkisins hefur snarlækkað. Eignamyndum erlendis var meiri í fyrra en sem nam aukningu skulda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.