Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 14
14 29. mars 2004 MÁNUDAGUR ALLT Á RÉTTUM TÍMA Klukkumeistari drottningar gætir hér að síðustu smáatriðunum fyrir opnun sýning- ar á munum úr stjórnartíð Georgs III, sem hefur löngum verið þekktur sem galni konungurinn sem glataði Ameríku úr ríki sínu þegar þarlendir gerðu uppreisn gegn Bretum. Hann þótti meðal helstu bakhjarla lista og vísinda á sinni tíð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Kerry vill að Rice beri vitni KANSAS, AP John Kerry, forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum, gagnrýnir ríkisstjórn George Bush harðlega fyrir að- dróttanir í garð Richards Clarke, fyrrum yfirmanns hryðjuverka- varna í Bandaríkjunum. Hann segir að Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, ætti að bera vitni fyrir opnum tjöldum fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Talsmenn Hvíta hússins hafa ásakað Richard Clarke um að gera hryðjuverkaárásirnar að pólitísku þrætuepli en hann hefur gagnrýnt stefnu Bush. Kerry segir að verið sé að grafa undan mannorði Clarkes að ósekju en segir slík vinnubrögð vera alsiða gagnvart þeim fyrrum starfsmönnum sem gagnrýna stjórnina og nefnir Paul O’Neill, fyrrum fjármálaráð- herra, sem einnig hefur sætt árás- um frá talsmönnum Bush eftir að hafa gagnrýnt opinberlega stefnu hans. Skoðanakannir í Bandaríkjunum benda nú til þess að fylgi Kerrys og Bush sé hnífjafnt og að aukinn fjöldi Bandaríkjamanna telji ekki að Bush hafi staðið sig vel í barátt- unni gegn hryðjuverkum. ■ STJÓRNMÁL „Ég hef orðið áþreifan- lega var við það í þingstörfunum hvað stjórnarandstaðan er í mik- illi samkeppni um athygli,“ segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Flokkarnir virðast vera í kapphlaupi um málefni. Þetta hef- ur margoft komið upp á yfirborð- ið í ræðustól á þinginu þar sem Vinstri grænir og Samfylkingin hafa verið að rífast um það hver eigi tiltekin mál.“ Hjálmar segir að það skorti á vandaðan undir- búning og flokkarnir séu að eyða orkunni í að deila um form í stað þess að einbeita sér að innihald- inu. „Þetta finnst mér ákveðið veikleikamerki og ég undrast það að stjórnarandstaðan skuli dreifa kröftum sínum með þessum hætti.“ Hjálmar held- ur því fram að aukin spenna hafi færst í þessi innbyrðisátök stjórnarandstöð- unnar á síðustu m á n u ð u m . „Þetta hefur ver- ið að þróast frá því í haust en nú eftir áramót hef- ur blaðran sprungið í ræðustól. Ég veit ekki hvað býr þarna að baki nema kannski að ná athygli fjölmiðla,“ segir Hjálmar. ■ Vátryggingafélag Íslands hf. býður til málþings um öryggi í umferð á þjóðvegum landsins á Nordica hóteli, miðvikudaginn 31. mars kl. 13.00–16.00. Dagskrá og frummælendur Setning Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. Hvers vegna farast hlutfallslega fleiri í umferðinni á þjóðvegum en í þéttbýli? Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Hvernig stuðlar Vegagerðin að auknu umferðaröryggi? Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Vegagerðarinnar. Merkingar og vegrið: hjálpartæki eða handvömm? Ólafur K. Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssambandi íslenskra aksturs- íþróttafélaga og áhugamaður um aukið umferðaröryggi. Komið upp um hættulegar beygjur á þjóðvegi 1 með SAGA ökurita Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND á Íslandi. Á ferð og flugi um landið Sjónarhorn Ómars Ragnarssonar, fréttamanns og ferðalangs. Samantekt og ráðstefnuslit Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS. Málþingsstjóri: Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs. Vinsamlegast staðfestið þátttöku með tölvupósti á malthing@vis.is eða í síma 560 5226 fyrir kl. 14 þann 30. mars. Enginn aðgangseyrir. Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Úti að aka? Málþing VÍS um umferðaröryggismál 31. mars Alvarlegum slysum fjölgar á þjóðvegum. Hvers vegna? F í t o n / S Í A F I 0 0 9 0 8 3 ÚR ÞINGSAL Formaður þingflokks framsóknarmanna heldur því fram að innbyrðis átök eigi sér stað innan stjórnarandstöðunnar. Innbyrðis átök stjórnarandstöðunnar: Berjast um at- hygli fjölmiðla HJÁLMAR ÁRNASON Þingflokksformaður Framsóknarflokks gagnrýnir verklag stjórnarandstöð- unnar. Fyrsti fellibylurinn í sögu Brasilíu: Skemmdi 2.000 heimili og varð tveimur að bana BRASILÍA, AP Óvenjulegt stormviðri reið yfir strandlengju Santa Cata- rina og Rio Grande do Sul í Bras- ilíu um helgina. Bandarískar veðurstofur segja vindhraðann hafa farið yfir 75 mílur á klukkustund, sem gerir storminn að fyrsta fellibyl í sögu Suður-Ameríku, en brasilískir veðurfræðingar segja vindhrað- ann hafa verið mestan 56 mílur á klukkustund, sem gerir hann að hitabeltisstormi. Óveðrið stóð samfleytt í einn og hálfan sólar- hring. Að minnsta kosti tvö hundr- uð heimili gjöreyðilögðust og önn- ur tvö þúsund urðu illa úti. Trjá- bolur sem féll á bifreið varð tveimur að bana og um þrjátíu manns slösuðust illa. Fimm sjó- manna er saknað úti fyrir strönd- um Santa Catarina. ■ MEÐ FYRRUM FORSETUM John Kerry ásamt tveimur fyrrum forsetum úr Demókrataflokknum, þeim Bill Clinton og Jimmy Carter. FLOKKUR SAAKASHVILI SIGRAR Í GEORGÍU Mikhail Saakashvili for- seti er sigurvegari þingkosning- anna í Georgíu. Flokkur hans fékk 55 prósent atkvæða sam- kvæmt útgönguspám í gær. Framboð hægriflokka fékk tæp ellefu prósent en engir aðrir fengu nægt fylgi til að koma manni á þing. Kosningarnar eru haldnar í stað þeirra sem ógiltar voru í nóvember vegna svindls. VILJA AUKIÐ SAMSTARF VIÐ NATÓ Leiðtogar Serbíu hafa lýst því yfir að þeir telji aukið samstarf við Atlantshafsbandalagið vera einu færu leiðina til þess að tryggja frið í Kosovo-héraði. Þeir segja að hernaðarleg lausn sé ekki líkleg en vekja athygli á erfiðri aðstöðu serbneska minnihlutans í héraðinu. ERDOGAN STYRKIR STÖÐU SÍNA Flokkur Recep Erdogan forsætis- ráðherra vann sigur í sveitar- stjórnarkosningum í Tyrklandi í gær og fékk um fjörutíu prósent atkvæða. Stuðningurinn við flokk Erdogans er talinn gefa honum aukið umboð til að færa Tyrkland nær Evrópusambandinu. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.