Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 32
29. mars 2004 MÁNUDAGUR Undanúrslit í Intersport-deild karla í körfubolta: Keflavík vann 48 stiga sigur SKREFINU Á EFTIR Arnar Freyr Jónsson skorar hér tvö af 12 stigum sínum fyrir Keflavík gegn Grindavík í gær. Darrel Lewis og Guðmundur Bragason koma engum vörnum við. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar tryggðu sér í gær úrslitaleik við Grindavík á þriðjudaginn um sæti í úrslita- einvíginu um Íslandsmeistara- titilinn. Staðan í einvígi liðanna er nú jöfn, 2–2, en leikurinn í gær bar þó engin merki þess að annað liðið væri þar að berjast fyrir lífi sínu. Keflvíkingar spiluðu frábær- lega í vörn og sókn og það var ljóst frá fyrstu mínútu að menn þar á bæ voru ekki á leiðinni í sumarfrí. Í lokin munaði síðan alls 48 stigum á liðunum, en Keflvíkingar unnu leikinn 124–76. Keflavíkurliðið var komið með 16 stiga forskot, 32–16, eftir fyrsta leikhluta og munurinn var orðin 23 stig í hálfleik, 62–39. Í seinni hálfleik hvíldu þjálfarar Keflavíkur, þeir Guðjón Skúlason og Falur Harðarson, lykilmenn sína en það kom ekki að sök því allt liðið átti frábæran dag. Nick Bradford átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í úrslita- keppninni, skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og það á aðeins 24 mínútum. Þá var landi hans, Derrick Allen, með 28 stig og 14 fráköst á 26 mínútum. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir 10 stig, Sverrir Þór Sverrisson var með 15, Arnar Freyr Jónsson gerði 12, þar af 11 í fyrsta leikhluta, Fannar Ólafsson var með 12 stig og 9 fráköst og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 10 stig. Hjá Grindavík skoraði Darrel Lewis 27 stig, 15 stigum meira en næsti maður sem var Guðmundur Bragason með 12 stig. ■ FÓTBOLTI Werder Bremen hefur níu stiga forskot á toppi þýsku B ú n d e s l í g - unnar eftir 4-4 jafntefli við Stuttgart á útivelli í gær. Bayern M ü n c h e n burstaði Bor- ussia Mönch- engladbach á laugardag og náði að saxa á f o r s k o t B r i m a b o r g - ara en Stutt- gart er í þriðja sæti, fjórtán stigum á eftir Brimaborgurum. Brasilíumaðurinn Marcelo José Bordon skoraði þrjú af mörkum Stuttgart og Svisslend- ingurinn Marco Streller eitt. Brasilíumaðurinn Ailton var í banastuði og skoraði tvö af mörkum Bremen og lagði hin tvö upp fyrir Króatann Ivan Klasnic. Hamborg vann Kaisers- lautern í gær og lyfti sér í átt- unda sætið. Christian Rahn skoraði tvö mörk og Bernardo Romeo eitt fyrir Hamborg en Miroslav Klose og Marian Hristov skorðu mörk Kaisers- lautern. ■ Þýska Búndeslígan: Átta marka veisla AILTON GON- CALVES DA SILVA Langmarkahæstur í Búndeslígunni með 24 mörk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.