Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Verðugir verkamenn SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500FRa mtíDaRB óK - www.kbbanki.is ÉG Á MÉR DRAUM Draumur fermingarbarnsins getur orðið að veruleika með aðstoð Framtíðarbókar. Með því að ávaxta fermingarpeningana á Framtíðarbók er lagður grunnur að því að stórir draumar geti orðið að veruleika í framtíðinni. Gjafakort fyrir Framtíðarbókina fást í öllum útibúum KB banka. Verðtryggður sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæðan verður laus til úttektar við 18 ára aldur. Láttu draumana rætast! N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s trulofun.is Mikið er það ánægjulegt þegarmenn átta sig á því að þeir hafi misboðið almenningsálitinu og taka sig á og sýna að þeir hafi lært sína lexíu. Manni eru í fersku minni hin- ir brjálæðislegu kaupréttarsamn- ingar sem launanefnd KB banka ætlaði að troða upp á Sigurð Einars- son og Hreiðar Má Sigurðsson hérna um daginn í þakklætisvímu fyrir velunnin störf og ofsagróða. Þá ætlaði allt af göflunum að ganga og forsætisráðherra þjóðarinnar fór í mótmælagöngu í bankann og tók út aurana sem hann átti þar inni á bók. ÞESSI mótmæli virðast hafa haft tilætluð áhrif því að nú hefur launa- nefnd bankans áttað sig á því að al- menningsálitið á Íslandi lætur ekki bjóða sér neina vitleysu. Í stað þess að halda til streitu þeirri óvinsælu hugmynd að neyða stjórnendur bankans til að þiggja stórar upp- hæðir sem þakklætisvott hefur launanefnd KB banka ákveðið að verðlauna sína bestu menn með táknrænum upphæðum sem eiga að sýna viljann fyrir verkið. NÝJU KAUPRÉTTARSAMN- INGARNIR hljóða upp á táknræn- ar smáupphæðir. Sigurður Einars- son og Hreiðar Már Sigurðsson fá aðeins að kaupa hluti í bankanum fyrir 1.200.000.000 krónur á mann. Ef þeir hagnast á kaupunum fá þeir að sjálfsögðu að halda gróðanum, en ef þeir tapa mun bankinn auðvitað ábyrgjast tapið, því að eins og for- maður launanefndar bankans segir þá er það alveg ómögulegt „að æðstu stjórnendur eigi jafnvel á hættu persónulegt gjaldþrot, þess vegna væri þetta öryggisnet sett“. ÞESSI ánægjulega kúvending sýnir svo að ekki verður um villst hversu mikla virðingu menn bera fyrir al- menningsálitinu á Íslandi. Og í þessu tilviki einnig að stjórnendum KB banka hefur orðið mikið um mótmælaaðgerðir okkar ástsæla forsætisráðherra sem eins og allir vita er seinþreyttur til vandræða. Það er gleðilegt að sjá að forráða- menn fjármálastofnana skuli skynja svona vel hjartslátt þjóðarinnar og hennar innsta vilja, því að hver get- ur haft eitthvað á móti því forn- kveðna; að verðugur er verkamað- urinn launanna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.