Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 29. mars 2004 Hringdu í síma 800 7000 eða komdu í verslun Símans og fáðu þér heimasíma á tilboði, aðeins 1.950 kr. Heimilissíminn – ódýrari og öruggari símaþjónusta. Leyfðu þér að spjalla. Mínútuverð á kvöldin og um helgar er aðeins 1,09 kr.* milli heimilissíma. * In na n ke rf is o g að ei ns 0 ,9 3 kr . m ín út an m .v . v in i o g va nd am en n in na nl an ds . N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 7 9 0 Ný hrina ofbeldis fram undan Aftakan a sheikh Ahmad Yass-in, leiðtoga Hamas-samtak- anna, hefur víða verið fordæmd en hvergi meira en hér á götum Ísraels. Spurningar hafa vaknað um það hvort árásarstefna for- sætisráðherrans, Ariels Sharons, sé í raun og veru að tryggja Ísra- elum öryggi. Hingað til hefur ísraelskur almenningur verið á þeirri skoðun að það þurfi að mæta palestínsku uppreisninni eða Intifada, eins og hún er köll- uð, af hörku. En eftir þrjú ár af loforðum um öryggi, sem hafa engu skilað öðru en meira ofbeldi, eru vinsældir Ariels Sharons að dvína. Örþrifaráð Aftakan á sheikh Ahmad Yass- in, sem var andlegur leiðtogi Hamas-samtakanna, er talin vera örþrifaráð af hálfu Sharons til þess að bæla niður uppreisn Palestinumanna, enda var hún eingöngu pólitísk en ekki hernað- arleg. Einnig gætir klofnings inn- an ríkisstjórnarinnar. Menn eru ekki á einu máli um hvort aftakan hafi verið í þágu Ísraelsmanna eða muni aðeins leiða af sér meira ofbeldi. Innanríkisráðherra Ísraels, Avraham Poraz, úr Shinui-miðju- flokknum, sem um þessar mundir myndar ríkisstjórn með Likud- flokki Sharons og öðrum hægri- sinnuðum stjórnmálaflokkum, lýsti yfir undrun sinni á verknaðinum og óttast að rikisstjórnin hafi undirrit- að dauðadóm yfir hundruðum Ísra- ela. Sagði hann jafnframt að hann og fleiri úr Shinui-flokknum hefðu- greitt atkvæði gegn aftökunni í rík- isstjórninni. Á hinn bóginn lýsti fyrrver- andi forsætisráðherra og núver- andi fjármálaráðherra, Benyamin Netanyahu, árásinni sem sigri fyrir Ísraela og sagði: „Til skemmri tíma litið mun árásin vissulega hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir okkur, en til lengri tíma litið mun hún hafa lamandi áhrif á Hamas-samtökin og aðra hryðjuverkahópa“. Mismunandi túlkanir Stjórnmálaskýrendur eru ósammála um hverjar afleiðing- arnar muni í raun verða fyrir rík- isstjórn Ísraels í framtíðinni. Telja sumir að ofbeldið, sem fylg- ir aftökunni, verði ríkisstjórninni að falli en aðrir telja að hún muni styrkja stöðu Ariels Sharons þar sem þjóðir hafa tilhneigingu til að styðja við bakið á sterkum og árásargjörnum leiðtogum á erfið- um tímum. Sama hvort fólk hafi verið hlynnt eða andvígt aftökunni virðast allir vera sammála um eitt, hún mun hrinda af stað nýrri ofbeldishrinu og mun án efa hafa alvarlegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara í báðum lönd- unum. ■ Umræðan INGÓLFUR SHAHIN ■ skrifar frá Jerúsalem um vígið á leiðtoga Hamas-samtakanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.