Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.04.2004, Qupperneq 12
12 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR SCHRÖDER HEIMSÆKIR PÚTÍN Vladimir Pútín Rússlandsforseti heilsar Doris, eiginkonu Gerhards Schröder, kansl- ara Þýskalands. Í bakgrunni sést Schröder faðma Ljúdmílu, eiginkonu Pútíns. Þýski kanslarinn fór í eins dags heimsókn til Moskvu í gær. Olíugjald í stað þungaskatts: Aukinn kostnaður fyrir leigubílstjóra ALÞINGI Kristján Möller, Samfylk- ingunni, segir margt jákvætt í frumvarpi fjármálaráðherra um olíugjald og kílómetragjald, með- al annars það að stuðlað sé að hag- kvæmari notkun bíla með dísilvél, en með frumvarpinu er lagt til að núverandi þungaskattskerfi verði lagt niður og í staðinn komi olíu- gjald, ásamt sérstöku kílómetra- gjaldi á stærri ökutæki. Kristján gerir hins vegar athugasemdir við ýmislegt. „Það hefði verið eðlilegra að bæta við þrepi í þungaskattskerfið, frekar en að leggja það niður. Ég óttast að breytingarnar leiði til stór- aukins kostnaðar fyrir leigubíl- stjóra, um jafnvel allt að 300 þús- und krónur á ári hjá þeim sem keyra 100 þúsund kílómetra. Og þótt breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu sem draga úr hækkun kostnaðar fyrir vörubílstjóra, þá má engu að síður búast við um 25% hækkun,“ segir Kristján. ■ Ósætti vegna sölu áfengis í Egilshöll Forseti Íþróttasambands Íslands gagnrýndi borgaryfirvöld harðlega fyrir að heimila áfengisveitingar í Egilshöll. Snarpar umræður urðu um málið í borgarstjórn. Málinu vísað aftur til borgarráðs. BORGARMÁL Borgarstjórn sam- þykkti ekki leyfi til áfengisveit- inga í Egilshöllinni í Grafarvogi á fundi sínum á fimmtudaginn held- ur var málinu vísað aftur til borg- arráðs, sem hafði fyrr í vikunni lagt blessun sína yfir leyfisveit- inguna. Ávörðunin var tekin eftir að Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, gagn- rýndi leyfisveitinguna harðlega. Snarpar umræður urðu um málið á fundi borgarstjórnar og lauk þeim með því að tillaga Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borg- arstjórnar, um að vísa málinu aft- ur til borgarráðs var samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi F-listans, sat hjá. Ólafur F. gagnrýnir að borgar- stjórn skuli ekki hafa tekið á mál- inu. Hann segir ástæðuna fyrir því að málinu hafi verið vísað aft- ur til borgarráðs ófullnægjandi. Tillaga þess efnis hafi verið sam- þykkt því þeir sem samþykkt hafi leyfisveitinguna hafi ekki viljað viðurkenna að þeir hefðu haft rangt fyrir sér. Samþykktin í borgarráði var þvert á pólitískar línur. Ólafur F. segist telja ljóst að ef málið hefði farið fyrir atkvæða- greiðslu í borgarstjórn hefði það verið fellt. „Svo virðist sem að minnsta kosti einhverjir borgarráðsfulltrú- ar hafi talið að stuðningur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og formanns íþróttafélags í Grafar- vogi væri ekki þvert á afstöðu for- ystu íþróttahreyfingarinnar í þessu máli,“ segir í bókun sem Ólafur F. lagði fram á fundinum. „Annað hefur nú komið í ljós. Stuðningur meirihluta borgarráðs við áfengisveitingaleyfi virðist því að einhverju leyti byggður á röng- um forsendum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, var einn þeirra sem sam- þykktu leyfisveitinguna. Hann hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir þetta þar sem hann er einnig formaður íþróttafélagsins Fjölnis og situr í hverfisráði Grafarvogs. „Þetta er viðkvæmt mál,“ segir Guðlaugur Þór. „Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, kom fram með sterkar skoðanir í þessu máli og því fannst okkur sjálfsagt að fara yfir þetta með hreyfingunni.“ Guðlaugur Þór segir að fulltrú- ar í hverfisráðinu hafi farið yfir málið með rekstraraðila Egilshall- arinnar. „Leyfið einskorðast við veit- ingastað sem er í Egilshöllinni. Við töldum að ef þess yrði vand- lega gætt að börn og ungmenni kæmust ekki í þetta væri það þess virði að gefa þetta leyfi til eins árs. Þess ber líka að geta að allir þeir fagaðilar sem voru búnir að fjalla um málið voru búnir að samþykkja þessa umsókn.“ trausti@frettabladid.is Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550 FÍN FYRIR PÁSKANA stærðir 92-128 Nýkomið mikið úrval af Petepino barnafötum. Forseti Íþróttasambands Íslands: Ekki rétt að veita áfengi í Egilshöllinni VÍNVEITINGAR Ellert B. Schram, for- seti Íþróttasambands Íslands, segir það sitt mat að ekki eigi að veita áfengi inni í Egilshöllinni. „Ef þetta er skilgreint sem íþróttahús þá höfum við mælst til um það við okkar sambandsaðila að þeir hvorki auglýsi né neyti áfengis innan sinna húsa. Þetta er hin almenna og skýra stefna íþróttahreyfingarinnar og hún byggir á þeirri forsendu að áfengi og íþróttir fara ekki saman. Ef húsið verður skilgreint sem þjón- ustumiðstöð getur verið að málið horfi öðruvísi við, svo framarlega sem æskufólk sem er að stunda íþróttir er utan við þá þjónustu sem þarna verður veitt í áfengum drykkjum. Það er samt alveg ljóst að þetta hús er byggt vegna íþróttanna og önnur starfsemi þar er í aukahlutverki.“ Komið hefur fram að Laugar í Laugardal hafi vínveitingaleyfi en Ellert segir ekki hægt að bera það saman við Egilshöllina. Laug- ar hafi verið byggðar af einkaaðil- um og sé líkamsræktarstöð sem heyri ekki undir Íþróttasamband- ið. Golfklúbbar víða um land hafa einnig margir vínveitingaleyfi þó að þeir heyri undir Íþróttasam- bandið. Ellert segir að Íþrótta- sambandið hafi ekkert boðvald heldur verði hver og einn að meta það hvort hann fari eftir tilmæl- um sambandsins. „Það er eins með þá eins og aðra, sumir þeirra taka tillit til okkar tilmæla en aðrir ekki – það er háð siðferðilegu mati hvers og eins hvort hann veitir áfengi eða ekki.“ ■ Vínveitingar í Egilshöll: Ekkert að óttast VÍNVEITINGAR Deilur vegna veit- ingar áfengisleyfis fyrir veit- ingahús í Egilshöllinni eru á misskilningi byggðar, að sögn Guðrúnar Thorarensen, fram- kvæmdastjóra Sportbitans sem sótti um leyfið. „Ég get alveg skilið það að fólki finnist ekki rétt að selja áfengi í íþróttahúsum landsins en þetta er miklu meira en íþróttamiðstöð. Þetta er þjón- ustumiðstöð,“ segir Guðrún. „Hérna verður gistiheimili fyrir allt að hundrað manns, banki, apótek, sportvöruversl- un, snyrtistofa og hárgreiðslu- stofa. Hérna verður líka stór keilusalur en þess ber að geta að báðir keilusalirnir sem nú starfa í Reykjavík hafa vín- veitingaleyfi. Hérna verður líka líkamsræktarstöð en Laugar í Laugardalnum eru með vínveitingaleyfi. Ef fólk ætlar að fá sér létt- vín eða bjór þá verður það að vera á veitingastaðnum – það má ekki fara út af honum með vínið. Við erum ekki að fara að selja bjór inni í knattspyrnu- húsinu. Það er ekkert að ótt- ast.“ ■ ÞUNGASKATTUR LAGUR NIÐUR Þingmaður Samfylkingarinnar telur að olíugjald og sérstakt kílómetragjald í stað þunga- skatts muni leiða til þess að kostnaður leigubilstjóra aukist um 300 þúsund krónur á ári. ELLERT B. SCHRAM Ellert segir að Íþróttasambandið hafi ekk- ert boðvald heldur verði hver og einn að meta það hvort hann fari eftir tilmælum sambandsins. VEITINGASALAN Í EGILSHÖLL Borgarfulltrúi F-listans segir að einhverjir borgarráðsfulltrúar hafi talið að stuðningur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og formanns íþróttafélags í Grafarvogi væri ekki þvert á afstöðu forystu íþróttahreyfingarinnar í þessu máli. Annað hafi komið í ljós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.