Fréttablaðið - 03.04.2004, Page 28

Fréttablaðið - 03.04.2004, Page 28
Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon, sem rekið hafa SG-Bílaleiguna undanfarin ár, hafa keypt rekstur bíla- umboðs B&L á Suðurnesjum af Smára Helgasyni, um- boðsmanni B&L til margra ára. SG-Bílar munu fram- vegis annast sölu á Hyundai, Renault, BMW, Land Rover og Arctic Cat til íbúa á Reykjanesi. Þeir Grétar og Þorsteinn munu selja bæði nýja og notaða bíla í samstarfi við B&L og hyggjast þeir kynna Reyknesingum nýju bílasöluna, sem hlotið hefur nafnið SG-Bílar, með stórri bílasýningu um helgina. Opið verður hjá þeim félögum í sýningarsalnum við Bolafót 1 í Reykjanesbæ 10-18 á morgun og 12-18 á sunnudag. Á sýningunni verða allir nýjustu bílarnir frá Hyundai, Renault, BMW og Land Rover. Aðdáendur BMW-bíla á Reykjanesi hafa einnig ástæðu til að fagna því boðið verður upp á sérstakan reynsluakstur á BMW 3 línunni, BMW X3 og BMW X5 í tengslum við stórsýningu nýju umboðsaðilanna. ■ NÝR TOYOTA VERSO Í byrjun maí er væntanlegur til landsins nýr og gjörbreyttur sjö sæta Corolla Verso. Um er að ræða skemmtilegan bíl sem er ekki aðeins fallegur heldur ótrúlega fjölbreyttur. Nýja einingaskipta Toyota Easy Flat-7 sætakerfið er auðvelt í notkun og með marga möguleika í sætaskipan og farangursrými. Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Eðalvagnar með sögu og sjarma: Gamli Fordinn ómótstæðilegur Sævar Pétursson og gamli Ford '30. Sævar á nokkra fornbíla en heldur mest upp á þennan. Sævar Pétursson, formaður Fornbílaklúbbsins, á þrjá gamla eðalbíla en heldur mest upp a Ford '30-árgerðina sem hann eignaðist árið 1994. „Ég keyrði hann í ein fimm, sex ár eins og hann kom til landsins, en síðan er ég búinn að taka hann allan í gegn. Við rífum þessa bíla alveg í spað og förum yfir hvert einasta stykki. Það þarf ýmist að smíða þetta upp eða fá nýtt, sem er auðvitað oft erfitt í svona gamla bíla. En þá er reynt að smíða hlutina í sem upprunalegustu formi.“ Gamli Fordinn hans Sævars er rauður og svartur eins og hann var í upphafi og það hefur aldrei hvarflað að Sævari að breyta því neitt. En hefur hann alltaf verið óforbetranlegur bíladellu- karl? „Ja, fornbílaáhuginn vaknaði í kringum 1990, en ég hef verið viðloðandi bíla miklu lengur og er með réttingar og sprautun. Þetta er ofboðslega skemmtilegt áhugamál og félagsskapurinn í kringum bílana frábær. Það má geta þess að við verðum einmitt með fornbílasýningu í Laugar- dalshöll 3.-6. júní.“ Sýningar á bílunum eru einmitt stór liður í félagsskap fornbílamanna, og þeir fara gjarnan saman í ferðir um landið. „Ég fór með fjármálaráðherrann, Geir Haarde, niður Kambana í fyrrasumar á þessum bíl. Þá vorum við í svona sýningarferð um landið.“ Fordinn hans Sævars er ekki elsti gangfæri Fordinn í Fornbílaklúbbnum, en Sævar tekur hann út á sumrin og ekur á honum yfir sumartímann. „Þetta er sparibíll, al- gjör eðalvagn,“ segir Sævar. ■ Nýir eigendur efna til veislu: Bílasýning í Keflavík Til hamingju Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon handsala umboðssamning við Heiðar Sveinsson, sölustjóra B&L.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.