Fréttablaðið - 03.04.2004, Page 61

Fréttablaðið - 03.04.2004, Page 61
LAUGARDAGUR 3. apríl 2004 49 Peysur á 20% afslætti Allar stærðir Páskatilboð Laugaveg i 83 s : 562 3244 Full búð af glæsilegum vörum, DIESEL, CARS jeans, Lego, Ticket to heaven, Rutzou og Bo Dean Höfum einnig fatnað á unglinginn og mömmurnar! VERIÐ VELKOMIN ÝMIS OPNUNARTILBOÐ Sími 555 6688 ER FLUTTUR að Hlíðarsmára 12 (sama hús og Nings) í Kópavogi. NÝIR EIGENDUR Hárið blásið upp aftur SÖNGLEIKUR Fyrir tíu árum síðan setti Flugfélagið Loftur upp söng- leikinn Hárið í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sýningin var sú vin- sælasta þá um sumarið og var sýnd 90 sinnum í Íslensku óperunni fyr- ir rúmlega 40 þúsund gesti. Nú hefur hópur listamanna ákveðið að setja upp söngleikinn á nýjan leik, að þessu sinni í Austur- bæ undir leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson útsetur tónlistina og Lára Stefánsdóttir semur dansa. Hárið verður því blásið upp að nýju með nýjum áherslum. „Rokkið er útgangspunkturinn,“ segir Björn Thors, einn af aðstand- endum sýningarinnar. „Svakaleg keyrsla og meiri tónleikakraftur í gangi en hippafílingur. Þetta er náttúrlega líka önnur sýning, ann- að fólk og allt önnur orka en var áður.“ Mánuður er í fyrsta samlestur og þegar er byrjað að ráða í hlut- verk. Björn segir að leikhópurinn verði byggður upp af orkumiklum leikurum, söngvurum og dönsur- um. Hilmir Snær hefur tekið að sér hlutverk Hud en hann sló einmitt í gegn í uppfærslu Flugfélagsins fyrir tíu árum sem George Berger. Á sunnudaginn gefst áhugasöm- um tækifæri á að næla sér í leik- eða sönghlutverk í uppfærslunni. „Þeir sem koma eiga alveg mögu- leika á þeim sjö hlutverkum sem mynda kjarnann. Svo eru nokkur af flottustu söngnúmerum verksins í höndum kórsins,“ segir Björn að lokum. Skráning áhugafólks fer fram í Austurbæ stundvíslega klukkan 10 á sunnudagsmorgun og prufur stan- da fram eftir degi. Skráning at- vinnufólks fer fram á sama stað, klukkan 13. Æskilegt er að þátttak- endur syngi lög úr Hárinu. ■ Pondus eftir Frode Øverli Það þarf að bera hana upp stigann og í þvottaherbergið á annarri hæð! Það ætti ekki að vera vandamál! Einn, tveir, ooog... þr... Réttu úr bakinu! Réttu úr bakinu! JÓI!! Trúðu mér, þú færð í bakið með þessu áframhaldi! HÁRIÐ Uppfærsla Flugfélagsins Lofts á Hárinu fyrir tíu árum síðan sló rækilega í gegn. Nú á að endurtaka leikinn og setja rokkið sem útgangspunkt. Söngleikurinn verður settur upp í Austurbæ í sumar og á sunnudaginn geta áhugasamir sótt um leik- eða sönghlutverk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.