Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 2
2 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Það er gaman og því skemmtilegra sem flokkurinn verður stærri. Og eins og ríkisstjórnin hagar sér þá geri ég fastlega ráð fyrir að gleði mín aukist þegar líður fram á árið. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins færi Samfylkingin með sigur af hólmi ef gengið yrði til kosninga í dag. Spurningdagsins Össur, er erfitt að vera formaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins? Baugsrannsókn í Lúxemborg Ríkislögreglustjóri leitar til lögreglu í Lúxemburg vegna Baugsrann- sóknar. Þetta er fjórða aðgerð í sömu rannsókn. Rannsóknin hófst í ágúst fyrir tæpum tveimur árum og ekki sér enn fyrir enda hennar. BAUGSRANNSÓKN Lögregla hefur haft til rannsóknar í tuttugu mánuði meint svik Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og Tryggva Jónssonar gagn- vart Baugi. Lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs vegna kæru Jóns Geralds Sullenberger fyrrum viðskiptafélaga Baugs 28. ágúst 2002. Rannsóknin beindist ekki að fyrirtækinu sjálfu, heldur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáver- andi stjórnarformanni og Tryggva Jónssyni þáverandi forstjóra. Þeir hafa báðir neitað allri sök. Grunur er um fjárdrátt frá Baugi sem kunni að nema allt að einni milljón dollara, eða rúmum 70 milljón- um króna á gengi dagsins, brot á bók- haldslögum með rangri gjaldfærslu reikninga vegna einkaneyslu og að hafa lækkað skatta félagsins með óheimilum gjald- færslum sem ekki vörðuðu rekstur þess. Þegar húsleitin var gerð átti Baugur í viðræðum um kaup á verslunarkeðjunni Arcadia ásamt breska athafnamanninum Philip Green. Húsleitin varð til þess að Green keypti Arcadia einn og telja forsvarsmenn Baugs að fyrirtækið hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna húsleitarinnar. Ekki sér fyrir endann á rann- sókninni. Færeyska lögreglan gerði húsleit í hjá hluteildarfélagi Baugs í Færeyjum þar sem hald var lagt á gögn. Sú húsleit fór fram tíu dögum eftir þá fyrstu. Næsta húsleit var á vegum skattrannsóknarstjóra, í nóvember síðastliðnum, sem lagði hald á gögn eftir ábendingu frá efnahagsborta- deild ríkislögreglustjóra. Skatt- rannsóknarstjóri seinkaði þeirri húsleit vegna upplýsinga um að Baugur ætti í samningaviðræðum um kaup á Oasis verslunarkeðjunni í Bretlandi. Rannsókn Lúxemburgarlögregl- unnar nú, er að sögn Hreins Lofts- sonar, líklegast til þess að sann- reyna þau gögn sem Baugur hafi þegar látið lögreglu í té. Forsvarsmenn Baugs hafa mar- goft gagnrýnt að offors hafi ein- kennt rannsóknina og segja ríkis- lögreglustjóra hefði verið í lófa lag- ið að afla gagna án húsleitar. Ríkis- lögreglustjóri hefur hafnað þeirri gagnrýni og sagt húsleit nauðsyn- lega við gagnaöflunina. Ekki er enn vitað hvenær rannsókn málsins lýkur. haflidi@frettabladid.is Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild LSH: Meiri bjartsýni heldur en áður Hættumat vegna snjóflóða kynnt í Snæfellsbæ: Mælt með snjógirðingum HEILBRIGÐISMÁL Heldur hefur miðað í samkomulagsátt í samn- ingaviðræðum hjúkrunarfræð- inga á skurðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og stjórn- enda spítalans. Skammur tími er til stefnu, því ef samkomulag tekst ekki, hætta 22 skurðhjúkr- unarfræðingar af 25 á miðnætti aðfaranætur næstkomandi laug- ardags. „Við erum heldur bjartsýnni en áður,“ sagði Elín Ýrr Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur, en bætti við að ekkert væri hægt að fullyrða um hvort sam- komulag næðist. Það yrði lík- lega ekki ljóst fyrr en í kvöld. Hjúkrunarfræðingarnir töldu breytingar á vaktakerfi skerða það mikið kjör sín, að ekki yrði við unað. Breytingarnar voru hluti af sparnaðaraðgerðum á spítalanum. Á undanförnum dögum hafa fulltrúar hópsins og stjórnendur á Landspítalanum rætt málið á fundum og kynnt tillögur og gagntillögur. Í fyrradag lögðu talsmenn hjúkrunarfræðinga fram tillög- ur fyrir hjúkrunarforstjóra og sviðsstjóra, sem lögðu fram gagntillögur. Elín Ýrr sagði, að verið væri að meta þær hug- myndir sem nú væru uppi á borðinu. ■ HAMFARIR „Á fundinum var kynnt hættumat vegna ofanflóða sem hætta stendur af hér ef snjóþungi er mikill,“ segir Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, en búið er að kynna bæjarbúum nýtt snjóflóðahættumat. „Það liggur fyrir að heilsu- gæslan og ein blokk eru innan hættusvæðis hér í bænum og í til- lögum nefndarinnar sem fór yfir málið í heild kemur fram að mælt er með að settar verði upp snjó- flóðagirðingar fyrir ofan þessi hús. Það hafa tvisvar komið lítil snjóflóð hér og því er allur varinn góður.“ Annað flóðanna lenti á heilsu- gæsluhúsinu árið 1995 með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Voru settir upp hlerar fyrir glugg- a hússins og eiga þeir að duga þar sem ekki eru líkur á að stærri snjóflóð fari af stað á því svæði sem um ræðir. Hættumatið verð- ur innan tíðar kynnt fyrir um- hverfisráðherra og væntanlega þurfa sérfræðingar að gera úttekt á svæðinu í framhaldinu. ■ Nýr dómari við Mann- réttindadómstól Evrópu: Davíð Þór kjörinn MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Davíð Þór Björgvinsson prófessor var kjör- inn dómari við Mannréttinda- dómstól Evr- ópu á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í gær. Davíð Þór hefur störf 25. sept- ember næst- komandi en hann tekur sæti Gauks Jörundssonar, sem lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. Á þinginu voru kosnir dómarar frá 21 aðildaríki Evrópuráðsins, en sérhvert aðildarríkjanna 45 skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Dómarar eru kosnir til 6 ára í senn og aðildarríkin tilnefna 3 fram- bjóðendur í hvert sæti. Af hálfu Ís- lands voru auk Davíðs Þórs Björg- vinssonar tilnefnd Sigríður Ingv- arsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómarar. ■ Átján mánaða barn: Þraukaði við hlið látins föður BANDARÍKIN, AP Átján mánaða stúlka fannst lifandi við hlið látins föður síns í Wyoming í Bandaríkjunum, rúmum sólarhring eftir að bíll þeirra valt og féll í gil við veginn. Stúlkan hafði þraukað í um það bil þrjátíu klukkustundir í hita sem var rétt fyrir ofan frostmark þegar lögreglumaður sem var úti að skokka fann hana. Talið er að faðir hennar hafi látist um fimmt- án klukkustundum eftir slysið. ■ ARIEL SHARON Rannsókn á meintu mútumáli lýkur vænt- anlega án ákæru á hendur forsætisráð- herranum. Ariel Sharon: Líklega ekki kærður JERÚSALEM, AP Ísraelskir embættis- menn sem rannsaka meinta mútu- þægni Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, eru sagðir vera að komast á þá skoðun að ekki séu forsendur fyrir því að gefa út ákæru á hendur honum. Samkvæmt frétt ísraelskrar sjónvarpsstöðvar í gær telja rann- sakendur mútumálsins vísbending- ar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í fasteignaviðskiptum sem sonur Sharons átti í en telja sann- anir ekki gefa ástæðu til ákæru. Sharon hefur verið sakaður um að þiggja andvirði rúmra 50 millj- óna króna úr hendi ísraelsks auð- manns. ■ Tólf ára piltur: Grunaður um morð BANDARÍKIN, AP Tólf ára piltur er grunaður um að hafa myrt átta ára stúlku í Georgíuríki í Banda- ríkjunum. Stúlkan hvarf síðdegis á mánu- dag þegar hún var á leið til vinar síns í nágrenninu. Hjól stúlkunnar fannst fljótlega og skömmu síðar lík hennar nálægt heimili hennar, hún hafði verið kyrkt. Eftir viðtöl við íbúa í nágrenninu handtók lög- regla tólf ára pilt á þriðjudag. Hann hefur að sögn lögreglu viður- kennt að hafa komið nálægt morði stúlkunnar en ekki hefur verið upplýst að hvaða leyti. ■ SKURÐHJÚKRUNARFRÆÐINGAR Skurðsvið Landspítala - háskólasjúkrahúss lamast um næstu helgi ef ekki næst sam- komulag milli stjórnenda og 22 skurð- hjúkrunarfræðinga fyrir þann tíma. Lægstu laun hækka: Samingar undirritaðir SAMINGAR Nýr samningur var und- irritaður hjá sáttasemjara á milli Rafiðnaðarsambandsins og Félags stórkaupmanna. Samið var um 60 þúsund króna desemberuppbót og hækkuðu lágmarkslaun umtals- vert og eru þau sömu og í almenna samningi Rafiðnaðarsambands- ins. Þá hækka laun um 2,8 prósent árlega. 22 prósent félagsmanna kusu um samninginn og samþykktu tæp 78 prósent hann. Í gærkvöld var enn unnið að samningaviðræðum við Orkuveituna og var stefnt að því að reyna til þrautar að ná þeim samningi innan sólarhrings. ■ SNÆFELLSBÆR Þrjú hús í bænum eru innan hættumarka ef líkur eru á snjóflóði. Eitt þeirra er heilsugæsla bæjarbúa. ÞREYTTIR Á RANNSÓKN Í yfirlýsingu frá Hreini Loftssyni hæstaréttarlögmanni, stjórnarformanni Baugs, í tilefni af rannsókn í Luxemburg segir að félagið vænit þess að látlausum árásum af því tagi fari að linna, þannig að fyrirtækið fái starfsfrið. DAVÍÐ ÞÓR BJÖRG- VINSSON Tekur dómarasæti Gauks Jörundssonar við Mannréttindadóm- stól Evrópu í Strass- borg í september. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K ■ Verulegur hagnaður varð vegna sölu á hlut Baugs í Arcadia, en mat stjórnenda Baugs er að hagnaður Greens af við- skiptunum sýni að sá hagnaður hefði orðið verulega meiri ef húsleitin hefði ekki kom- ið til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.