Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 38
Ég reikna með að þetta verðisvona hefðbundinn dagur hjá mér,“ segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sem er 49 ára í dag. Hann fór á sjó í morgun klukkan fimm og reiknaði með að vera farinn að draga net um sex- leytið. „Ég verð svo sjálfsagt að draga net til þrjú eða fjögur síðdeg- is. Ég er að vona að kokkurinn sjái sóma sinn í því að hafa einhverja tilbreytingu í tilefni dagsins.“ Meðfram því að stunda sjóinn segist Grétar vera í daglegu sam- bandi við sitt lið í Frjálslynda flokknum og að öllu jöfnu fylgjast vel með. „Sérstaklega þegar maður er svona nálægt landi, heyrir útvarp og sér sjónvarp á kvöldin. Það er í raun mjög manneskjulegt að vera á svona netabát.“ Fiskveiðistjórnun er hans mál og þegar talið snýst að sjónum er margt sem honum liggur á hjarta. „Mér líst ekkert á þessa þróun sem hefur verið í gangi,“ segir hann. „Veiðiheimildir eru alltaf að færast á færri og færri hendur og það er slæm þróun. Fiskveiðikerfið er eitt það sorglegasta sem hefur hent þessa þjóð. Það gengur ekki að af- henda fáum útvöldum leyfi til að braska með kvótann og láta svo fólk vítt og breitt um landið éta það sem úti frýs. Þetta er mesti þjófnaður Ís- landssögunnar og það er lífsspurs- mál að breyta þessu.“ Grétar var þrjá mánuði á þingi til að reyna að hafa áhrif og hafði mjög gaman af. Sagan segir að Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hafi verið spurður að því hvernig væri að hafa Grétar á Al- þingi og hann hafi svarað því til að það væri nú í lagi, nema Grét- ari gengi illa að læra siði þingsins og ávarpa forseta rétt. Það væri nú samt ekkert skrýtið eftir þrjár vikur á þingi. Gunnar Birgisson hefði verið á þingi í átta ár og væri ekki búinn að læra það enn. Af reynslu sinni á þingi segir Grétar mest hafa komið sér á óvart hve mikið væri af lagafrum- vörpum eða þingsályktunartillög- um stjórnarandstöðunnar sem væru svæfð í nefndum. „Þetta er stór galli á vinnubrögðum þings- ins, sem á að sjá sóma sinn í því að láta reyna á atkvæðagreiðslu. Bróðurparturinn af öllum þings- ályktunartillögum og frumvörp- um sem stjórnarandstaðan flytur er bara svæfður í nefndum, sem eru skelfileg vinnubrögð.“ ■ Þennan dag árið 1958 varBroadway-söngleikurinn My Fair Lady frumsýndur í London við frábærar viðtökur. Ingrid Bergman, Dirk Bogarde og Ter- ence Rattigan voru meðal þeirra sem mættu á frumsýninguna í Drury Lane-leikhúsinu en hundr- uð manna höfðu safnast saman á götum úti til að berja stjörnurnar augum. Í fyrsta sinn í sögu West End var byrjað að braska með svarta- markaðsleikhúsmiða og voru mið- arnir á My Fair Lady seldir svart á nánast fimmföldu verði. Lög- reglan hafði afskipti af svarta- miðabraskinu og í kjölfarið voru tveir menn handteknir og sektað- ir. Upphafleg hlutverkaskipan frá Broadway hélst að mestu leyti en þar fór Rex Harrison með hlut- verk prófessors Higgins og Julie Andrews lék Elizu Doolittle. Harrison fór einnig með hlut- verkið í kvikmyndinni My Fair Lady en þar tók Audrey Hepburn við af Julie Andrews og gerði Elizu Doolittle ódauðlega í átt- faldri Óskarsverðlaunamynd þeirra Warner-bræðra. Rex Harri- son, sem hafði leikið Higgins í tvö ár á Broadway fyrir frumsýning- una í London, var spenntur yfir að leika fyrir enska áhorfendur. „Ég er ánægðari í hlutverkinu í London,“ sagði Harrison, „vegna þess að ég er kominn heim og það er stórkostlegt að vinna í Drury Lane-leikhúsinu.“ ■ ■ Þetta gerðist 1945 Adolf Hitler giftist Evu Braun; flotaforinginn Karl Dönitz fær nafnbótina „arftaki Hitlers“. 1954 Indland viðurkennir formlega að Tíbet sé hluti af kommúnistaveld- inu Kína. 1965 NASA sendir út gervitunglið Explorer 27 til að rannsaka þyngdarafl jarðarinnar. 1968 Rokksöngleikurinn Hárið færist frá Greenwich Village og upp á Broadway. 1974 Forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, gefur út yfirlýsingu um að hann ætli að leyfa birtingu á klipptri útgáfu af leynilegum upp- tökum Hvíta hússins um Water- gate-hneykslið. 1983 Harold Washington verður fyrsti svarti borgarstjóri Chicago. 1992 Óeirðir brjótast út eftir að fjórir hvítir lögreglumenn í Los Angeles eru sýknaðir af ákæru um harka- lega líkamsárás á blökkumanninn Rodney King. 26 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Regína Thorarensen, fyrrverandi frétta- ritari DV, er 87 ára. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar, er 53 ára. Lúðvík Bergvins- son alþing- ismaður er 40 ára. Rúnar Freyr Gíslason leikari er 31 árs. ■ Andlát Anna Ágústsdóttir Severson, áður til heimilis í Ásgarði 149, Reykjavík, lést laugardaginn 24. apríl. Kristinn Jóhannsson, Vitastíg 9a, Reykjavík, lést mánudaginn 26. apríl. Óli Kr. Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, Laufbrekku 25, Kópavogi, lést mánudag- inn 26. apríl. Þórður Willardsson er látinn. ■ Jarðarfarir 13.30 Eyfríður Guðjónsdóttir frá Nefs- holti, áður til heimilis í Austurbrún 6, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins. 15.00 Laufey Sigurrós Jónsdóttir, Mávahlíð 11, verður jarðsungin Frá fossvogskapellu. 15.00 Oddur Thorarensen fyrrverandi sóknarprestur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Afmæli GRÉTAR MAR JÓNSSON ■ er 49 ára. Undrast vinnubrögð þingsins. UMA THURMAN Leikkonan sem fer með hlutverk bardagaglöðu brúðarinnar í kvikmyndinni Kill Bill er 34 ára í dag. 29. apríl Það eru 90 ár liðin síðan Íslend-ingar friðuðu örninn og voru fyrstir þjóða til að gera það en þá hafði erninum næstum verið út- rýmt,“ segir Ólafur Einarsson, framkvæmdarstjóri Fuglavernd- ar. Í tilefni þess heldur Fugla- vernd sérstakan fræðslufund helgaðan haferninum og verndun hans hér á landi og í Skotlandi. Fundurinn verður í Bratta, sal Kennaraháskóla Íslands, og hefst klukkan 20.30. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, fuglafræðingur á Náttúru- fræðistofnun Íslands og einn helsti sérfræðingur Íslendinga um örninn, mun fjalla um vernd- un og stöðu íslenska stofnsins. Jafnframt mun fulltrúi frá Kon- unglega breska fuglaverndar- félaginu segja frá haförnum í Skotlandi, útrýmingu þeirra og endurheimt varpstofnsins með innflutningi unga frá Noregi. „Fuglavernd, sem varð 40 ára á síðasta ári, átti mikinn þátt í að stofninn fór að rétta úr kútnum aftur. Félagið beitti sér strax fyr- ir eitrunarbanni, en þá var eitrað fyrir ref, og gekk það bann í gildi 1964. Eitrunarbannið átti að standa næstu fimm árin en eitrun var aldrei tekin upp aftur þrátt fyrir umræðu um slíkt á Búnaðar- þingi 1969. Þetta var mikil barátta á sínum tíma,“ segir Ólafur. Nú eru tæplega 60 arnarpör á Íslandi en í kringum 1800 er talið að stofninn hafi verið um 150-200 pör. „Fundurinn er haldinn í til- efni þessa afmælis verndunar arnarins. Við munum svo kynna sérstakan arnarvef og innsigla samstarf Fuglaverndar og Kon- unglega breska fuglaverndar- félagsins í Skotlandi.“ ■ Tímamót FUGLAVERND ■ Heldur sérstakan fræðslufund í tilefni þess að 90 ár eru síðan örninn var friðaður. Framsýni Íslendinga að friða örninn Gekk illa að læra siði þingsins GRÉTAR MAR JÓNSSON Fór á sjó snemma í morgun og reiknar með að draga net eitthvað fram eftir degi. 29. apríl 1958 MY FAIR LADY ■ Var frumsýnt í London við mikinn fögnuð áhorfenda. Rex Harrison og Julie Andrews fóru með aðalhlutverkin en þau höfðu þá þegar leikið sýninguna í tvö ár á Broadway. ANDRE AGASSI Tennismeistarinn er 34 ára í dag, fæddur 1970 rétt eins og Uma Thurman. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M My Fair Lady frumsýnt í London JULIE ANDREWS Fór með hlut- verk Elizu Doolittle á Broadway og í London. Audrey Hepburn tók svo við hlut- verkinu í Ósk- arsverðlauna- mynd eftir sögunni. ■ Afmæli ÖRN Á FLUGI 90 ár eru liðin frá því að örninn var friðaður á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D AN ÍE L B ER G M AN N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.