Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 48
36 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR DIE HARD Hans Gruber: This time John Wayne does not walk off into the sunset with Grace Kelly. John McClane: That was Gary Cooper, asshole. - Bruce Willis kunni ekki að meta skynleysi hryðju- verkamannsins og þjófsins Hans Gruber, leiknum af Snape sjálfum Alan Rickman, í myndinni Die Hard frá 1988. Fyrir það, og aðrar syndir, fékk Gruber að fljúga út um glugga á hæstu hæð skýjaklúfs. Bíófrasinn BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra. KILL BILL VOL. 2 Kill Bill Vol. 2 hefur margafleti og hugmyndaauðgi leikstjórans er mögnuð. Þótt áhorfandinn detti inn í atvik, skjóta þau alltaf rótum á þann veg, að samhengi fæst í hlutina. Sagan er rakin með innskotum fram og til baka og við kynn- umst furðulegum persónum og aðstæðum. Ég ætla ekki að segja frá því, sem mér þótti forvitni- legast við myndina, til að skemma örugglega ekki fyrir neinum, sem á eftir að sjá hana.“ KILL BILL VOL. 2 Mér fannst hún algjörlega,brjálæðislega sturluð. Það var gaman að sjá Tarantino sýna hvað hann er fjölhæfur. Báðar myndirnar eru svo mikið hingað og þangað. Í rauninni eru þessar myndir eins og hiphoplag. Eins og hann sé að taka allt sem hann hefur séð og sampla það saman í eitt lag.“ BARBARIAN INVASION Ég sá síðast kanadísku Ósk-arsverðlaunamyndina The Barbarian Invasion. Sagan er einföld og hugljúf en myndin segir frá fjölskylduföður sem fær krabbamein og viðbrögðum sonar hans við sjúkdómnum. Þeir feðgarnir hafa ekki verið í góðu sambandi en við veikindin ákveður sonurinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að sjá um að pabbanum líði vel þessa síðustu daga sem hann á eftir ólifaða. Þetta er alveg dá- samleg mynd og brilljant vel leikin en mér finnst alltaf mest heillandi við bíómyndir þegar leikurinn er góður, þá brosi ég út að eyrum.“ Metsöluhöf- undur í molum Hann Johnny Depp á ekki sjödagana sæla í myndinni Secret Window. Fyrst kemur persóna hans, metsölurithöfund- urinn Mort Rainey, að konu sinni í rúminu með öðrum manni. Þá tekur við erfiður skilnaður og flutningur upp í sveit, frá skarkala og vandræð- um stórborgarinnar. Svona þegar rithöfundurinn er rétt að venjast sveitasælunni er bankað á hurðina hjá honum. Fyrir utan stendur dularfullur maður og kynnir sig sem John Shooter. Hann er ekki par ánægður með rithöfundinn okk- ar því hann sakar hann um að hafa stolið bestu söguhugmynd- inni sinni, nema hvað hann breytti endinum. Rainey reynir að sannfæra manninn um að saga hans gangi ekki upp þar sem hann hafi gef- ið út bók sína tveimur árum áður en dularfulli maðurinn segist hafa skrifað sína sögu. Shooter krefst þess að sjá sannanir fyrir því og Rainey fer að leita að bók sinni úti í búð, en finnur hana hvergi af einhverjum óskiljan- legum ástæðum. Fleiri undarleg- ir hlutir gerast og Rainey fer að grennslast um hver þessi huldu- maður sé og hvað hann vilji í raun og veru. Myndin er gerð eftir sam- nefndri smásögu Stephen King (sem var að finna í safninu Four Past Midnight) og leikstýrt af David Koepp sem gerði síðast Stir of Echoes. Hann skrifar einnig handrit myndarinnar en áður hefur hann skrifað Panic Room, Spider-Man og Stir of Echoes. Auk Johnny Depp leika í myndinni stórleikarinn John Turturro, Timothy Hutton og Maria Bello. ■ fannst þér?Hvernig KARL ING. Rappari og höfuðpaur Dáðadrengja. GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Leikkona. ■ FRUMSÝND Á MORGUN ■ FRUMSÝND Á MORGUN SECRET WINDOW Rithöfundurinn Mort Rainey áttar sig ekkert á því af hverju líf hans er að fara í vaskinn. Það er erfitt að vera unglingur Að taka ákvarðanir á unglings-árunum getur verið erfiðara en að færa fjöll. Hvert smáatriði skiptir höfuðmáli og ekki auðveld- ast málin þegar það eru drama- drottningar sem eru með ung- lingaveikina. Lola Cep þarf í myndinni Con- fessions of a Teenage Drama Queen að takast á við það erfiða hlutverk að flytjast frá Manhatt- an til New Jersey. Hún er vön lát- unum sem fylgja fjölþjóðakokk- teil eyjunnar og óttast að lífið verði leiðinlegra í úthverfunum. Hún þarf að skipta um skóla þar sem hún eignast nýja vini, og auðvitað óvini. Þetta er saga um unglings- stúlku sem berst við að finna eig- ið sjálf og rekst á veggi í leit sinni. Eins og flestir þráir hún bæði að standa upp úr hópnum og að vera hluti af honum. Nóg er um söng, dans, sætar stelpur og sæta stráka. Hún þarf að öðlast viður- kenningu á mörgum vígstöðvum. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikkonan unga Lindsay Lohan sem einhverjir muna eflaust eftir úr nýlegri endurgerð Freaky Fri- day. Með önnur hlutverk í mynd- inni fara Alison Pill, Megan Fox, Glenne Headly og Carol Kane. Myndinni er leikstýrt af Söru Sugarman. ■ CONFESSIONS OF A TEENAGE DRAMA QUEEN Það er mikil vinna að vera unglingur, það vita þeir sem prófað hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.